Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 4. sæti e. 1. dag Louisiana Classics
Haraldur Franklín Magnús og The Ragin Cajuns, lið Louisiana Lafayette taka þátt í 30th Annual Louisiana Classics. Mótið stendur 2.-3. mars 2015 í Oakburne CC í Louisiana. Þátttakendur í mótinu eru 81 frá 14 háskólum. Eftir 1. dag og tvo leikna hringi er Haraldur Franklín T-4, þ.e. deilir 4. sæti ásamt 3 öðrum, sem er stórglæsilegur árangur á þessu sterka móti. Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 140 höggum (69 71). Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og The Ragin Cajuns á Louisiana Classic SMELLIÐ HÉR:
Olsen biður Tiger afsökunar
Fyrrum PGA Tour leikmaðurinn Dan Olsen hefir dregið tilbaka staðhæfingar sem hann hafði uppi s.l. föstudag í útvarpsþætti í Michigan, þar sem hann sagði að fjarvera Tiger frá golfinu væri vegna þess að PGA Tour hefði sett Tiger í bann fyrir að falla á lyfjaprófi. „Ég dreg til baka allt viðtalið,“ sagði Olsen í yfirlýsingu sinni til WVFN AM 730, þar sem viðtalið fór upphaflega í loftið. „Athugasemdir mínar voru sagðar að illa athuguðu máli. Ég ætla að biðja Nike, PGA Tour, Phil Mickelson, Tiger Woods og Tim Finchem afsökunar.“ Viðbrögðin við ummælum Olsen voru mikil, þar sem víða var fjallað um þau í gær. Varaforseti PGA Tour, Ty Votaw, hafði m.a. Lesa meira
PGA: Pádraig Harrington sigurvegari Honda Classic!
Írski kylfingurinn Pádraig Harrington sigraði í dag á Honda Classic. Hann lék 4. og síðasta hringinn á 70 höggum og samtals á 6 undir pari, 274 höggum (67 66 71 70). Harrington varð jafn heimamanninum og nýliðanum Daníel Berger og varð því að fara fram bráðabani. Á fyrstu holu bráðabanans (par-5 18. holunni) var allt jafnt – báðir voru á pari. Á næstu holu bráðabanans, par-3 17. holunni sigraði Harrington, með pari en Berger fékk skramba. Þriðja sætinu deildu Ian Poulter, Paul Casey og Russell Knox; allir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum, þ.e. á 5 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn J. Vilhjálmsson – 2. mars 2015
Það er sjónvarpsmaðurinn og stórkylfingurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Þorsteinn er fæddur 2. mars 1964 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Thorsteinn J. Vilhjalmsson (50 ára stórafmæli!!! Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barnett, 2. mars 1944 (71 árs – lék á LPGA); Jorge Soto 2. mars 1945 (70 ára stórafmæli!!!), Ólafur Örn Ólafsson, GKB, 2. mars 1956 (59 ára); Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958 (57 ára); Phil Jonas (kanadískur kylfingur á Senior Tour – evrópsku öldungamótaröðinni), 2. mars Lesa meira
Ólafur Björn lauk leik í 18. sæti á Spáni
Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í 18. sæti á öðru móti Nordic Golf League í ár. Mótið fór fram dagana 26.-28. febrúar í Lumine golfklúbbnum í Tarragona, á Spáni. Ólafur lék samtals á 2 yfir pari, 217 höggum (72 73 72) og varð T-18, þ.e. deildi 18. sætinu með þeim Christian Aronsen, frá Noregi og Sebastian Hansson frá Svíþjóð. Á facebook síðu sína skrifar Ólafur Björn eftirfarandi: „Ég endaði jafn í 18. sæti á öðru móti tímabilsins á Nordic League á Spáni. Ég lék hringina þrjá á 72 (E), 73 (+2) og 72 (E) höggum. Vindurinn hefur blásið stíft undanfarna daga og þurfti til að mynda að fresta leik Lesa meira
Ástralska PGA: Kráka flýgur burt með bolta kylfings
Aumingja Sam Eaves var í rólegheitum að keppa á Australian PGA Championahip, á Royal Pines Resort, þegar kráka ein blandaði sér í leik hans. Hún greip bolta hans þar sem hann lenti eftir teighöggið og flaug í burtu með boltann, settist upp í tre og missti boltann þar úr goggi sér vel utan vallar. Skv. golfreglunum hlaut Eaves frídropp. Eaves lauk 2. hringnum á 73 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurð. Til að sjá myndskeið af krákunni fljúga burt með bolta Eaves SMELLIÐ HÉR:
GKG: Myndskeið Magga ræsis um gamla klúbbhúsið, fyrstu skóflustunguna og nýju íþróttamiðstöðina
Maggi ræsir hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar bjó til flott myndskeið um gamla klúbbhús GKG, sem flutt var fyrir helgi til Hafnarfjarðar nánar tiltekið til Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, þar sem húsið mun framvegis verða. Þann 28. febrúar þ.e. á laugardaginn s.l. var tekin skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð GKG og var það formaður GKG Guðmundur Oddsson, sem hana tók ásamt Gunnlaugi Sigurðssyni fv. formanni. Sjá má ræðu sem Guðmundur Oddsson hélt við það tilefni með því að SMELLA HÉR: Áætlað er að nýja íþróttamiðstöðin muni kosta 660 milljónir ísl. kr. en þar af greiða GKG og sveitarfélögin sem að klúbbunum standa sitt hvern þriðjung upphæðarinnar. Myndskeið Magga ræsis er þrískipt þ.e. fyrst Lesa meira
GF: Árni Tómasson nýr formaður
Aðalfundur GF fór fram föstudagskvöldið 27. febrúar sl. í golfskála klúbbsins. Á fundinum var m.a. afgreiddur nýr samningur milli GF og vallareigenda. Ragnar Pálsson sem verið hefur formaður GF undanfarin 4 ár, gaf ekki kost á sér áfram, en mun áfram koma að starfi GF á öðrum sviðum. Kristján Geir Guðmundsson, meðstjórnandi og Margrét Birna Skúladóttir í varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram. Árni Tómasson var kosinn nýr formaður. Einnig voru þau Herdís Sveinsdóttir og Árni Þór Hilmarsson boðin velkomin til starfa hjá GF, en Herdís kom inn sem meðstjórnandi og Árni Þór í varastjórn. Á fundinn mættu um 50 félagsmenn, sem telst góð mæting í ljósi þess tíðarfars Lesa meira
PGA: Sjank Poulter á 3. hring Honda Classic – Myndskeið
Ian Poulter, sem deilir efsta sætinu ásamt Paul Casey eftir 3. hring The Honda Classic átti sjank dauðans á 5. holu PGA National vallarins (Champions) í Palm Beach, í Flórída á 3. hring mótsins. Teighögg hans fór til hægri, lenti á golfbílabrautinni og kastaðist þaðan af brautinni og í vatnshindrun á par-3 5. brautinni. Þetta kostaði Poulter a.m.k. 1 högg, en hann fékk skolla á holuna. Ef …. alltaf hægt að vera með eftirsjá eftir á ….. högg Poulter hefði farið eins og hannætlaði honum og hann hefði aðeins fengið par, hefði Poulter verið einn í forystu á mótinu. Sjá má sjankhögg Poulter með því að SMELLA HÉR:
PGA: Frábært glompuhögg Berger á 3. hring Honda Classic
Bandaríski kylfingurinn Daníel Berger er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Hann er þó að gera góða hluti á The Honda Classic; er T-4 eftir 3. hringi. Á 3. hring átti Berger frábært högg úr flatarglompu á par-3 17. holu PGA National vallarins í Palm Beach, en boltinn fór beint ofan í úr 65 feta (þ.e. u.þ.b. 20 metra) fjarlægð. Til þess að sjá þetta flotta flatarglompuhögg Berger SMELLIÐ HÉR:










