Hvernig Swing Shirt hjálpaði Harrington
Í nýlegri grein Golf Digest má lesa um það hvernig golfhjálpartæki nokkuð, The Swing Shirt hefir hjálpað írska kylfingnum Pádraig Harrington á vellinum, en hann sigraði s.s. allir vita s.l. helgi á The Honda Classic. Þetta er besti árangur Harrington allt keppnistímabilið og nokkuð langt milli þessa árangurs og þess næstbesta sem var 56. sætið. Sjá má grein Golf Digest með því að SMELLA HÉR: Sjá má glæsilegan árangur Pádraig Harrington á 2. holu bráðabanans við PGA Tour nýliðann Daníel Berger á Honda Classic s.l. helgi með því að SMELLA HÉR: Hér má sjá heimasíðu The Swing Shirt SMELLIÐ HÉR: og eins eldri umfjöllun Golf 1 um Swing Shirt með Lesa meira
Golfboltar og kínverskir prjónar – Myndskeið
Hér meðfylgjandi er myndskeið sem sett var saman í tilefni af því að Kínverjar fagna nýju ári skv. tímatali sínu. Hér er um áskorun að ræða, þar sem viðfangsefnið er hversu marga golfbolta hægt sé að taka upp með kínverskum prjónum. Myndskeiðið er frá Asíutúrnum. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Golfútbúnaður: Titleist 915 (1/2)
Þeir haukfránu meðal okkar hafa e.t.v. tekið eftir því að margt atvinnukylfinga, sem er á samningi hjá Titleist, hafa verið með nýjar kylfur í pokunum nú á undanförnum vikum á þeim stórmótum sem þá hafa farið fram. Meðal þeirra eru t.a.m ástralski kylfingurinn Geoff Ogilvy , sem nældi sé í fyrsta sigur sinn síðan 2010 á the Barracuda Championship, en á því móti notaði hann 915 D2 dræver. Eftir sigurinn sagði Ogilvy m.a.: „Ég losaði mig bara við 913 skaftið mitt og setti í 915 skaftið og eftir tvö högg, var ég fullviss um að þetta væri kylfan fyrir mig.“ Næstum 100 kylfingar á atvinnumótaröðum um allan heim hafa þegar svissað yfir í Lesa meira
Hlynur Geir nýr formaður PGA
Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson er nýr formaður PGA á Íslandi. Hann tekur við formennsku í samtökunum af Sigurpáli Geir Sveinssyni sem hefur gengt embættinu frá árinu 2009. Frá þessu er greint á heimasíðu PGA á Íslandi. Hlynur Geir kveðst taka við góðu búi af forvera sínum: „Samtökin hafa eflst jafnt og þétt í formannstíð Sigurpáls og standa vel. Það leiðir af sér að núna er tækifæri til sóknar. Þau atriði sem ég hef áhuga á að einbeita mér að er annars vegar að efla félagið innan í frá, að fá samtakamátt meðal félagsmanna sem nú eru um 70. Út á við hef ég metnað fyrir því að ná þéttu samstarfi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Shimul Barua Barua – 3. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Shimul Barua Barua. Shimul er fæddur 3. mars 1975 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Shimul Barua Barua F. 3. mars 1975 (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 94 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 72 ára í dag); Keith Carlton Fergus 3. mars 1954 (61 árs ); Noelle Daghe, 3. mars 1966 (49 ára – fyrrum LPGA kylfingur); Iain Pyman, 3. mars 1973 (42 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Stephanie Meadow (23/45)
Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice. Byrjað verður að kynna þær 4 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum um fullan keppnisrétt á LPGA og eru því líkt og hinar 21 sem Lesa meira
PGA: Högg vikunnar á Honda Classic – Myndskeið
Hér að neðan má sjá myndskeið með höggum vikunnar frá Honda Classic mótinu. Meðal þeirra sem þar koma við sögu eru Phil Mickelson, Pádraig Harrington, Ian Poulter og Daníel Berger. Til þess að sjá högg vikunnar á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Flottur árangur Harrington á Honda Classic – fer úr 297. í 82. sæti heimslistans
Segja má að árangur írska kylfingsins Pádraig Harrington komi eins og þruma úr heiðskýru lofti. A.m.k. er árangur hans mjög óvæntur þegar litið er á árangur hans í mótum að undanförnu, þ.e. það sem af er leiktímabilsins 2ö14- 2015: Dags. Mót Sæti 19.10 2014 Shriners Hospitals for Children Open T75 70 69 72 — — 211 26.10 2014 The McGladrey Classic CUT 71 73 — — — 144 09.11. 2014 Sanderson Farms Championship T73 70 Lesa meira
GKG: Bergsveinn alþjóðlegur dómari
Stjórn GSÍ samþykkti á dögunum tillögu dómaranefndar að Bergsveinn Þórarinsson fengi alþjóðleg réttindi. Dómarar með alþjóðleg réttindi (R&A referee eða alþjóðadómarar) eru allir þeir landsdómarar sem lokið hafa dómaraprófi frá R&A í samræmi við kröfur þeirra. Dómaranefnd skal gera tillögu til stjórnar GSÍ um þá landsdómara sem teljast hafa nægjanlega kunnáttu og reynslu til að þreyta próf á vegum R&A og ákveður stjórn GSÍ hvort þá skuli senda utan til þess að þreyta prófið. Alþjóðadómari hefur réttindi til að dæma í öllum innlendum mótum á vegum golfklúbba og GSÍ auk alþjóðlegra móta sem kunna að vera haldin hér á landi. Bergsveinn er nú einn af þremur alþjóðlegum dómurum hjá GKG en Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 11. sæti e. 2. dag Kiawah Island Spring Classic – Berglind á samtals +14
Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR taka þátt í Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic, en mótið stendur 1.-3. mars 2015. Leikið er á golfvöllum tveggja golfklúbba Oak Point golfklúbbnum og Osprey golfklúbbnum á Kiawah Island, í Suður-Karólínu. Sunna hefir spilað á samtals 3 yfir pari, (71 76) . Hún er T-11 i í einstaklingskeppninni, sem stendur þ.e. deilir 11. sætinu ásamt 3 öðrum. Þetta er glæsilegur árangur hjá Sunnu, en 150 þátttakendur taka þátt í þessu stóra og sterka háskólamóti. Lið Sunnu, Elon er í 5. sæti af 40 háskólaliðum, sem þátt taka. Berglind hefir ekki fundið sig í mótinu er sem stendur T-67 á samtals 14 yfir pari (78 80) Lesa meira










