Kaddýar krefjast aðgangs að klúbbhúsi
Eftir atvik sem átti sér stað á The Honda Classic og varð til þess að kylfusveinar á PGA Tour urðu að híma í bráðabirgðaskýli einu í óveðri í Flórída, vegna þess að þeim er meinaður aðgangur að klúbbhúsum hefir samband kylfusveina (ens: Association of Professional Tour Caddies) sent framkvæmdastjóra PGA Tour, Tim Finchem bréf. Þar er krafist endurskoðunar á reglugerð sem bannar kylfusveinum að vera í klúbbhúsum. Í bréfinu segir m.a.: „APTC krefst þess formlega að túrinn geri rástafanir til þess að sá sem skipuleggur mót sjái fyrir öruggu húsnæði, þ.e. hreinlegum og þægilgum vistarverum fyrir alla kylfusveina og þeir dragi þá þegar tilbaka allar reglur og reglugerðir sem banni kylfusveinum Lesa meira
WGC: Hápunktar 1. dags á Cadillac heimsmótinu
Fyrsti hringur í WGC Cadillac heimsmótinu var leikinn á Bláa Skrímslinu í gær. Það er bandaríski kylfingurinn JB Holmes, sem er í forystu mótsins en honum hefir að sögn aldrei líkað við Bláa Skrímslið. Holmes lék á 10 undir pari, 62 höggum í gær en naæstur honum er Ryan Moore á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Cadillac heimsmótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Cadillac heimsmótinu með því að SMELLA HÉR:
WGC: Cadillac heimsmótið hefst á Doral í dag – Fylgist með hér!
Í dag hefst á Bláa Skrímslinu á Trump National í Doral, Flórída Cadillac heimsmótið í golfi. Meðal þátttakenda eru allir fremstu kylfingar heims, þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Rickie Fowler, Sergio Garcia o.fl. o.fl. Til þess að fylgjast með Cadillac mótinu á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Sveinsson – 5. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Sveinsson. Siggi Sveins er fæddur er fæddur 5. mars 1959 og er því 56 ára í dag. Sjá má eldra viðtal við Sigga með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurður Sveinsson F. 5. mars 1959 (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (79 ára); Mats Lanner, 5. mars 1961 (54 ára); Tracy L. Kerdyk, 5. mars 1966 (49 ára); Bengt Johan Axgren, Lesa meira
Creamer setur niður pútt á háum hælum – Myndskeið
Þið munið e.t.v. eftir arnarpúttinu flotta sem gulltryggði sigur Paulu Creamer í fyrra í Singapore, þar sem Creamer vann fyrsta LPGA titil sinn í yfir 4 ár, þ.e. 2. mars 2014 á HSBC Women´s Champions. Þetta var eitt albesta pútt í golfinu á árinu 2014. Og svo sannarlega eitt af betri augnablikum Creamer. Hún reyndi að endurtaka púttið fyrr í vikunni, en hún er nú í Singapore, þar sem hún kemur til með að freista þess að verja tiitl sinn á HSBC Women´s Champions. Púttið tókst ekki. Hins vegar var hún á minigolfbraut í háhæluðum skóm og spariklædd í galakvöldi fyrir HSBC mótið og þar tókst henni að setja niður Lesa meira
EDP: Þórður Rafn lauk keppni T-29 á Open Dar Es Salam
Þórður Rafn Gissurarson, GR tók þátt í Open Dar Es Salam, sem fram fór á „Bláa Velli“ Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó. Mótið fór fram dagana 1.-3. mars 2015. Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari (73 71 74). Hann lauk leik T-29, en 29. sætinu deildi Þórður Rafn með tveimur heimamönnum El Hassani og Marjane. Til þess að sjá lokastöðuna á Open Dar Es Salam SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Sunna varð í 3. sæti á Kiawah Classic
Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt í Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic, en mótið stóð 1.-3. mars 2015 og lauk í gær. Leikið var á golfvöllum tveggja golfklúbba Oak Point golfklúbbnum og Osprey golfklúbbnum á Kiawah Island, í Suður-Karólínu. Sunna lék á samtals sléttu pari, (71 76 69) . Hún varð T-3 i í einstaklingskeppninni, þ.e.deildi 3. sætinu með Mary Dawson, í North Flórída háskólanum. Þetta er glæsilegur árangur hjá Sunnu, en 210 þátttakendur tóku þátt í þessu stóra og sterka háskólamóti. Lið Sunnu, Elon varð í 6. sæti af 40 háskólaliðum, sem þátt tóku. Berglind lauk keppni T-101 á samtals 23 yfir pari (78 80 81) og lið hennar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í 7. sæti á sterku háskólamóti
Haraldur Franklín Magnús og The Ragin Cajuns, lið Louisiana Lafayette tóku þátt í 30th Annual Louisiana Classics. Mótið stóð 2.-3. mars 2015 og fór fram í Oakburne CC í Louisiana. Mótinu lauk því í gær. Þátttakendur í mótinu voru 81 frá 14 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals 214 höggum (69 71 74) og lauk keppni í 7. sæti, sem er stórglæsilegur árangur á þessu sterka móti. The Ragin Cajuns urðu í 3. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Haraldar Franklín og The Ragin Cajun er í Texas 13. mars n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Louisiana Classic SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Jóhannsson – 24. mars 2014
Það er Baldvin Jóhannsson, GK, sem er afmæliskylfingur dagins. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 77 ára í dag. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. mars 1951 (64 ára); Andrés Jón Davíðsson, golfkennari, 24. mars 1968 (47 ára); Jason Dufner, 24. mars 1977 (38 ára); Elliot Saltman, 24. mars 1982 (einn skosku golfbræðranna – 33 ára); Maria Hernandez, 24. mars 1986 (29 ára) …. og ….. Golfklúbbur Kópavogs Og Garðabæjar (21 ára) Golf 1 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Emily Kristine Pedersen (31/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 5.-34. sætinu. Næst Lesa meira










