Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2015 | 03:30

PGA: Dustin Johnson sigraði á Cadillac heimsmótinu – Hápunktar 4. dags

Hinn nýbakaði faðir Dustin Johnson (DJ) sigraði á Cadillac heimsmótinu á Bláa Skrímslinu, í Doral, Flórída. Bandaríski kylfingurinn JB Holmes var búinn að vera í forystu alla þrjá fyrstu keppnisdagana og var með 5 högga forskot á næsta mann fyrir lokahringinn. DJ lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (68 73 69 69).  Þetta var 9. sigur hans á PGA Tour og væntanlega hækkar DJ á heimslistanum við sigurinn. Holmes varð í 2. sæti, en hann átti arfaslakan lokahring upp á 75 högg, sem var alversti hringur hans í mótinu, en samtals lék hann á 8 undir pari, 280 höggum (62 73 70 75). Í 3. sæti varð Masters Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 21:36

Evróputúrinn: Trevor Fisher Jr. sigraði á Africa Open – Hápunktar 4. dags

Heimamaðurinn Trevor Fisher Jr. sigraði á Africa Open. Hann lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (69 68 64 63). Þetta er fyrsti sigur Fisher á Evróputúrnum. Sigurinn var sannfærandi því hann átti heil 5 högg á Englendinginn Matt Ford sem lék á samtals 19 undir pari. Þrír deildu síðan 3. sætinu á samtals 16 undir pari: Daninn Morten Örum Madsen; Eduardo De La Riva og Jorge Campillo frá Spáni. Til þess að sjá lokastöðuna á Africa Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Africa Open SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 20:00

Kafari fann 3-járn Rory – Myndskeið

Búið er að kafa niður í vatninu þar sem Rory McIlroy henti 3-járninu sínu á 2. hring Cadillac heimsmótsins (WGC Cadillac Championship) á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída s.l. föstudag 6. mars 2015. Sjá má kafarann ná upp 3-járni Rory með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Reynisdóttir – 8. mars 2014

Það er Sunna Reynisdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sunna er fædd 8. mars 1968 og býr á Reyðarfirði, þar sem hún starfar sem grunnskólakennari.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Sunna Reynisdóttir 8. mars 1968 (47 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Craig Warren, 8. mars 1964 (51 árs) ….. og …… Erla Þorsteinsdóttir 8. mars 1978 (37 ára) Jónmundur Guðmarsson F. 8. mars 1968 (47 ára) Eggert Bjarnason F. 8. mars 1978 (37 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 12:00

EPD: Þórður Rafn lauk leik í 35. sæti

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í 35. sæti í  Open Dar Es Salam mótinu, sem er hluti þýsku EPD mótaraðar- innar. Mótið fór fram á Rauða velli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó.’ Þórður Rafn lék á samtals 11 yfir pari, 230 höggum (74 76 og 80). Hann varð í 35. sæti.  Siguvegari mótsins var Benjamin Rusch frá Sviss en hann lék á 3 undir pari, 216 höggum (75 70 71). Til þess að sjá lokastöðuna á Open Dar Es Salam SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 10:00

Hver er kylfingurinn: JB Holmes? (2/2)

Hér verður fram haldið með 2. hluta af greininni: Hver er kylfingurinn: JB Holmes? Leikstíll Holmes, ásamt félögum sínum sem voru nýliðar á sama ári og hann á PGA Tour, 2006, s.s. Camilo Villegas og Bubba Watson,er þekktur fyrir að vera alger sleggja og slær boltann meira en 300 yarda (u.þ.b. 274 metra), sem gerir hann að nr. 2 í mestri högglengd á eftir þeim sem er í 1. sæti þ.e. Bubba Watson.  Holmes spilar vellina sem rútínu þannig að hann slær eins langt og hann getur með drævernum, sem er ekki ólík fílósofía og „Grip it and Rip It“ hjá Daly og notar hagræðið sem mikil lengd hans gefur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 09:47

LPGA: Inbee Park sigraði í Singapore

Það var Inbee Park sem bar sigurorð af keppinautum sínum á HSBC Women´s Champions í Singapore nú í morgun. Park lék samtals á 15 undir pari og átti 2 högg á nánasta keppinaut sinn nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydiu Ko. Sjá má lokastöðuna áHSBCmeð því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 05:30

WGC: Holmes eykur enn forystuna f. lokahringinn – Með ás og 4 fugla í röð – Myndskeið

JB Holmes heldur forystu sinni á WGC Cadillac heimsmótinu og virðist staðráðinn í að hampa sigri í dag. Holmes hefir 5 högga forystu á næsta mann eftir að hann fékk m.a. ás á 3. hring og 4 fugla í röð (á 14.-17. holu). (Sjá í hápunktum hér að neðan). Samtals er Holmes búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (62 73 70). Í 2. sæti eru Bubba Watson og  Dustin Johnson á samtals 6 undir pari, 211 höggum; Bubba (71 69 70)  og DJ (68 73 69).  DJ fékk líkt og Holmes ás á 3. hring Cadillac mótsins. Ljóst er á framangreindu að Bláa Skrímslið er að henta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 20:00

WGC: Rory hendir kylfu í vatn í reiðikasti á 2. hring Cadillac heimsmótsins – Myndskeið

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy henti kylfu sinni í vatn í reiðikasti vegna slæms gengis á vellinum á 2. hring Cadillac heimsmótsins í gær. Þessi viðbrögð komu eftir að hann hafði slegið bolta sínum í vatn … Rory lét kylfuna fylgja á eftir. Sjá má atvikið m.a. með því að SMELLA HÉR:  „Tilfinningin var góð þarna,“ sagði Rory og skiptist á brandara við leikfélaga sinn, Henrik Stenson, sem þekktur er fyrir skapbræði á vellinum. „Ég myndi ekki hvetja neinn til þess að gera þetta; sérstaklega ef það eru börn að horfa á heima. Í fyrsta lagi er þetta dýrt og í öðru lagi ætti maður ekki að vera að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 18:00

GR: Skemmtikvöld GR-kvenna 2015

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt: „Það er komið að því að krýna púttmeistara ársins 2015 í Cross-púttmótaröðinni. Við höfum sýnt að við erum til alls líklegar. Nú þéttum við hópinn enn frekar, eigum góða stund saman, borðum góðan mat, skálum og gleðjumst og mætum óvæntum uppákomum. Tímasetning: föstudagur 13.mars 2015 Staðsetning: Golfskálinn Grafarholti Húsið opnar kl.19:00 með fordrykk Glæsilegur þriggja rétta málsverður a la Sigrún og hennar frábæra fólk: Fordrykkur að hætti hússins Forréttur Djúpsteiktur camenbert með rifsberjahlaupi, fersku salati og hunangshnetum Aðalréttur Lambahryggsvöðvi með rótarmusse, graskersstrimlum og pipargljáa Eftirréttur Volg súkkulaðikaka með karamellu og þeyttum rjóma kaffi / te … og dagskráin er glæsileg að vanda: Lesa meira