Ástæður þess að Feherty vorkennir Tiger
David Feherty hélt aldrei að hann myndi vorkenna manni sem á að því að metið er $600 milljónir í hreinar tekjur. En eftir að hafa fylgst með nýlegu fjölmiðlafári í kringum ákvörðun Tiger að taka sér frí frá golfi þá gat þessi golfsérfræðingur CBS og Golf Channel ekki annað en að vorkenna fyrrum nr. 1 á heimslistanum. Reyndar er Tiger dottinn niður í 79. sætið á heimslistanum í þessari viku, en það er lágpunktur ferils hans frá upphafi. „S.l. 18 ár hafa sjónvarpsupptökurvélar fylgst með honum (Tiger) frá því að hann kemur á bílastæðið (að klúbbhúsum þeirra golfvelli þar sem hann spilar) og þar til hann lýkur hringjum sínum“ sagði Feherty. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst á +6 e. fyrri dag General Hacklar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið ETSU eru við keppni á 2015 Myrtle Beach Golf Holiday General Hackler Championship. Mótið stendur dagana 9.-10. mars 2015 og þátttakendur eru 82 frá 15 háskólum. Leikið er í The Dunes Beach & Golf Club í Myrtle Beach, Suður-Karólínu. Völlurinn sem leikinn er, er par-72, 7233 yarda (6614 metra). Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74). Hann er í 40. sæti sem stendur þ.e. fyrir miðju skortöflunnar og á 4. besta heildarskori ETSU, sem er í 8. sæti í liðakeppninni. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágúst og ETSU í mótinu með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Marlene Streit ——– 9. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Marlene Streit, en hún á 81 ára afmæli í dag. Streit er kanadískur kylfingur sem fæddist 9. mars 1934 í Cereal, Kanada og á því 81 ára stórafmæli í dag! Marlene Streit hefir alla tíð verið áhugamaður í golfi. Og sem slík var hún sá kanadíski kvenkylfingur sem náð hefir mestum árangri. Hún er eini kylfingurinn í sögunni sem sigrað hefir ástralska, enska, kanadíska og bandaríska Women’s Amateurs mótið. Streit útskrifaðist frá Rollins College árið 1956, og vann American individual intercollegiate golf titilinn þetta sama ár (gekk þá undir nafninu the Division of Women’s and Girls’ Sports (DWGS)); en þróaðist í það sem við í dag þekkjum Lesa meira
Verstu gjafir sem hægt er að gefa kylfingum
Það eru að vísu ekki jólin núna, en gjafir eru engu að síður gefnar við önnur tilefni s.s. afmæli, sumargjafir; sumir gefa jafnvel gjafir á páskunum og svo eru alls kyns tækifærisgjafir. yourgolftravel.com hefir tekið saman yfirlit yfir 10 verstu gjafir sem hægt væri að gefa nokkrum kylfingi. Það er fyndið að skoða gjafirnar og ímynda sér viðbrögð nokkurra vina sinna þegar þeir myndu opna þær – sumar eru vissulega ansi óviðeigandi gjafir aðrar ekki. Er ekki golfpeysan sem Nick Faldo er í ansi „páskaleg“ og falleg? Hér má sjá listann yfir 10 verstu gjafir sem hægt væri að gefa nokkrum kylfingi skv. yourgolftravel.com SMELLIÐ HÉR:
Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (1/2)
Dustin Johnson sigraði í gær, 8. mars 2015 á Cadillac heimsmótinu á Bláa Skrímslinu, í Doral, Flórída. Þetta var 9. sigur hans á PGA Tour. Hver er þessi kylfingur og hvað skyldu Dustin Johnson og Hunter Mahan eiga sameiginlegt? Jú, þeir heita báðir Hunter!!! Dustin Hunter Johnson, oft líka bara nefndur DJ fæddist í Colombía, Suður-Karólínu 22. júní 1984 og er því 30 ára. Dustin spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Coastal Carolina University. Sem áhugamaður sigraði hann á Monroe Invitational og Northeast Amateur árið 2007 og spilaði í sigurliðum Walker Cup og Palmer Cup árið 2007. Atvinnumennskan Dustin gerðist atvinnumaður síðla árs 2007 og var þrjú ár í röð (2009-2011) Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Sophia Popov (32/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 hefir, eins og undanfarin ár, kynnt stúlkurnar sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú er bara eftir að kynna þær sem lönduðu þremur efstu sætunum en Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á General Hackler mótinu í dag
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið ETSU hefja leik á 2015 Myrtle Beach Golf Holiday General Hackler Championship. Mótið stendur dagana 9.-10. mars 2015 og þátttakendur eru 82 frá 15 háskólum. Leikið er í The Dunes Beach & Golf Club í Myrtle Beach, Suður-Karólínu. Völlurinn sem leikinn er, er par-72, 7233 yarda (6614 metra). Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágúst og ETSU í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Lindsey Vonn með nýtt met
Kærasta Tiger Woods, var að setja nýtt met í gær þegar hún vann 65. heimsbikars titil sinn í skíðaíþróttinni. Hún var fyrst niður á tímanaum 1.16:65 í stórsvigi í Þýskalandi. Eftir sigurinn sagði Vonn: „Ég kom hingað með réttu innstillinguna.“ Deginum áður varð hún 7. í bruni í Garmisch-Partenkirchen. Þannig að meðan Tiger gengur allt í óhag á golfvellinum, er Lindsey að brillera. Óvíst er hvort Tiger var á staðnum í Ölpunum að fylgjast með sinni heittelskuðu.
Hvað var í sigurpoka DJ?
Bandaríski kylfingurinn, Dustin Johnson, (DJ) sigraði sem kunnugt er á WGC Cadillac Championship (eða Cadillac heimsmótinu eins og það hefir verið kallað hér á Golf 1.) DJ notaði eftirfarandi kylfur þegar hann vann sigur sinn: Dræver: TaylorMade AeroBurner (Fujikura Black Speeder 757X skaft), 9.5° 3-tré: TaylorMade R15 (Aldila RIP Alpha 80X skaft), 15° Járn: TaylorMade Tour Preferred MB (3-PW; True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue sköft) Fleygjárn (wedges): TaylorMade Tour Preferred EF Prototype (52° og 56° KBS Tour sköft; True Temper Dynamic Gold S400 sköft); TaylorMade Tour Preferred EF Prototype (60° KBS Black Nickel Wedge skaft) Pútter: Scotty Cameron Tour Newport 2 GSS prototype (öfugt við marga aðra var DJ Lesa meira
Trump lætur Rory fá 3-járnið aftur – Myndskeið
Rory McIlroy henti 3-járninu sínu í vatn við 8. holu Bláa Skrímslisins í Doral, Flórída. Hann var reiður vegna þess bolti hans hafði áður flogið í vatnshindrunina og lét kylfuna fylgja þar á eftir. Þetta er auðvitað hegðun sem nr. 1 á heimslistanum á ekki að sýna af sér og sá Rory mjög eftir öllu saman. Kafari var látinn kafa eftir kylfunni, Rory fær sekt fá PGA Tour og nú það allra nýjasta ….. Donald Trump, eigandi Bláa Skrímslisins afhenti Rory kylfuna á 8. flöt. Kylfan er því örugglega komin í hendur Rory aftur. Sjá má myndskeið af þeim atburði með því að SMELLA HÉR:










