Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2015 | 06:30

PGA: Fyrsti PGA Tour sigur Cejka kom á Puerto Rico Open

Þýski kylfingurinn Alex Cejka sigraði á the Puerto Rico Open s.l. sunnudag 8. mars 2015 og er þetta fyrsti PGA Tour titill hans, en titilinn hlaut hann eftir að hann setti niður 15 feta birdiepútt á fyrstu holu 5 manna bráðabana. Hinn 44 ára tékknesk ættaði Cejka sigraði í 287. móti sínu á PFA Tour. Á ferli sínum hefir hann unnið 4 sinnum á Evróputúrnum. Hann fékk fugl á 4 fyrstu af 6 holum sínum og lauk lokahringnum á 3 undir pari, 69 höggum í mjög rigninga- og vinda- sömum skilyrðum á Trump International-Puerto Rico. „Ég er orðlaus“ sagði Cejka þegar úrslitin lágu fyrir. „Ég er ánægður að þessu er lokið.  Þetta hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 23:00

Töfrar Seve – Myndskeið

Af og til er gaman að rifja upp snilldartakta snillinga golfsins. Og einn þeirra var svo sannarlega Seve Ballesteros. Hann var fæddur 9. apríl 1957 og hefði orðið 58 ára hefði hann fengið að vera lengur á meðal vor. Seve dó fyrir tæpum 4 árum, þ.e. 7. maí 2011, aðeins 54 ára úr krabbameini. Hér má sjá myndskeið með nokkrum snilldargolfbrellu töfrum meistara Seve SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 17:00

GR: Arnar Snær ráðinn í þjálfarateymi GR

Arnar Snær Hákonarson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Golfklúbbs Reykjavíkur fyrir komandi tímabil. Arnar Snær, sem er á sínu lokaári í PGA golfkennaranámi á Íslandi, mun hefja störf nú þegar. Arnar Snær mun sjá um golfkennslu í Básum fyrir félagsmenn GR, hópa sem og aðra viðskiptavini. Með tilkomu Arnars Snæs er þjálfarateymi félagsins orðið glæsilegt en fyrir er það skipað þeim Inga Rúnari Gíslasyni, David Barnwell og Snorra Pál Ólafssyni. Arnar Snær byrjaði að stunda golf 11 ára gamall og hefur um árabil leikið í mótaröð þeirra bestu á Íslandi, Eimskipsmótaröðinni. Hann spilaði með landsliði Íslands á EM 2011 og lenti í öðru sæti í Meistaramóti GR sama ár. Arnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 16:30

Upphafið á samstarfi Phil og Bones

Flestir kylfingar vita að Phil Mickelson og Jim „Bones“ Mackay hafa verið kylfings-kylfubera teymi allt frá árinu 1992 eða í 23 ár. Það sem flestir vita ekki um er upphafið á samstarfi þeirra. Karen Crouse á New York Times segir frá því í blaðagrein að þjálfari Phil, Loy, hjá Arizona State hafi verið að leita að meðmælum með kylfusveini fyrir Phil þegar hann gerðist atvinnumaður 1992. Hann sneri sér til Bones, sem á þeim tíma var að vinna sem kylfusveinn fyrir einhvern annan. Í grein Crouse segir: „Mackay (þ.e. Bones) taldi upp nokkra kandídata (í starfið) og lýsti styrkleikum þeirra, en hann varð að hætta í miðju samtali vegna þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Taylor Leon ——— 10. mars 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Taylor Leon. Taylor fæddist 10. mars 1987 og á þvi 28 ára afmæli í dag! Taylor var 2 ár í University of Georgia áður en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2007, en meðaltalsskor hennar var þá 6. lægsta skor kvenkylfinga í Bandaríkjunum (áhugamanna 72,48). Hún á að baki 2 sigra á LPGA Futures Tour, báða 2007 í CIGNA Golf Classic og Betty Puskar Golf Classic. Besta skorið hennar eru 65 högg. Taylor giftist 11. febrúar 2012, kærasta sínum, Brandon Coutu, sem leikur með Buffalo Bills í bandaríska fótboltanum. Giftingin hafði það m.a. í för með sér að vinkona Taylor, Paula Creamer tók ekki þátt í ISPS Handa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 14:30

Kaymer: „Það var dramatískt“

Þýski golfsnillingurinn, Martin Kaymer, upplýsti í nýlegu viðtali hvernig það hefði verið að verða nr. 1 á heimslistanum og talaði síðan um sveiflubreytingar sem hann hefir verið að vinna í. Eftir að hafa orðið í 2. sæti á WGC-Accenture holukeppninni náði hann 1. sætinu af Lee Westwood á heimslistanum og hélt því sæti í 2 mánuði.“ „Fyrir mig var það jafnvel enn dramatískara og erfiðara, vegna þess að ég var ekki sú manngerð sem var í kastljósinu eða sem líkar það að vera í kastljósinu,“ sagði Kaymer í viðtalinu við augusta.com „Mér finnst gaman að borða úti þar sem ekki margir kannast við mig og þar sem ég get í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Georgia Hall (33/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 3.-34. sætinu. Næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 3. sæti e. 1. dag á Samford Intercollegiate – á 68 höggum 1. hring!!!

Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Emil Þór Ragnarsson, GKG og golflið Geaux Colonels í Nicholls State háskólanum í Louisiana, taka þátt í Samford Intercollegiate, en mótið fer fram í Hoover, Alabama. Mótið stendur dagana 9.-10. mars og verður lokahringurinn spilaður í dag. Þátttakendur eru 56 frá 10 háskólum. Andri Þór átti stórglæsilegan 1. hring upp á 68 högg en fylgdi honum eftir með öðrum slakari upp á 76 högg.  Samtals er Andri Þór því á 144 höggum og deilir 3. sætinu eftir 1. dag mótsins og er á langbesta skorinu í liði sínu, sem er í 6. sæti í liðakeppninni. Emil Þór er ekki alveg að finna sig það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 11:30

Það sem bannað er á golfvöllum

Það eru ríkar siðareglur í golfi um hvernig kylfingar eigi að hegða sér á golfvöllum. Siðareglurnar eru stór hluti af golfreglunum og er að finna í 1. kafla golfreglanna þar sem segir: „Golfsiðir. Hegðun á vellinum.“ Siðareglur eru fjölmargar og allir góðir kylfingar þekkja þær mætavel. Þess vegna er alltaf virkilega ömurlegt að sjá heimsins bestu kylfinga brjóta siðareglurnar eins og Rory gerði nú um daginn, en það að kasta kylfu sinni í vatnshindrun vegna slæms gengis á vellinum er alls ekki í samræmi við anda golfíþróttarinnar, sem kveður á um að „leikmenn eigi alltaf að sýna yfirvegaða framkomu, dæmigerða fyrir kurteisi og íþróttaanda, án tillits til hversu keppnissinnaðir þeir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 10:00

Harrington tilbúinn í 5. risamótið

Írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem sigraði nokkuð óvænt á The Honda Classic 2. mars s.l., segist tilbúinn í slaginn í The Irish Open, en mótið segir hann vera 5. risamótið! The Irish Open fer fram 28. maí n.k. og Harrington vonast til þess að sigra á Royal County Down, þar sem mótið fer fram, enda í dúndurstuði þessa dagana. Takist Harrington að sigra í mótinu yrði það í 2. sinn sem hann vinnur Irish Open. „Ég hef alltaf litið á Irish Open sem 5. risamótið og það er alltaf eitt af fyrstu mótunum á dagskrá minni af augljósum ástæðum,“ sagði Harrington í viðtali við fréttamann Evrópumótaraðarinnar. „Þó þetta hafi alltaf verið Lesa meira