Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 7. sæti á Hilton Head
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið Queens háskólans í N-Karólínu tóku þátt í Pfeiffer University Hilton Head Lakes Invite, í Suður-Karólínu, en mótið fór fram dagana 9.-10. mars s.l. Þátttakendur voru 95 frá 19 háskólum. Íris Katla deildi 7. sætinu ásamt liðsfélaga sínum Grace Glaze, en báðar spiluðu þær á 154 höggum; Íris Katla (80 74) en Glaze (78 76). The Royals höfnuðu í 5. sæti í liðakeppninni af 19 liðum. Til þess að sjá lokastöðuna á Hilton Head Lakes Invite SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals verður í Charlotte, N-Karólínu 23. mars n.k.
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno urðu í 5. sæti á Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State tóku þátt í Dr. Donnis Thompson Invitational. Mótið fór fram á Kane´Ohe Klipper golfvellinum, rétt hjá Honolulu, á eyjunni Oahu í Hawaii, nánar tiltekið dagana 10.-11. mars og voru þátttakendur 88 frá 15 háskólum. Guðrún Brá lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 74 78). Hún varð á 2.-3. besta skorinu í liði sínu, en best í liði Fresno State stóð sig efstibekkingurinn Madchen Ly, sem m.a. tókst að fá kalkún (ens. turkey) á 3. hring þ.e. 3 fugla í röð!!! Fresno State varð í 5. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Dr. Donnis Thompson Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil lauk leik T-19 – átti glæsihring upp á 67!!!
Theodór Emil Karlsson, GM og Ari Magnússon, GKG og golflið Arkansas Monticello tóku þátt í Dave Falconer Classic mótinu, sem fram fór 9.-10. mars s.l. Leikið var í Chamberlyne Country Club í Danville, Arkansas. Theodór byrjaði illa með hring upp á 80 högg en seinni daginn var hann á lægsta skori mótsins glæsilegum 67 höggum. Þetta varð til þess að hann fór úr 65. sætinu upp í 19. sætið!!! Stórglæsilegur hringur!!! Ari lék stöðugra golf (76 76) og hafnaði í 41. sæti í mótinu. Sjá má lokastöðuna á Dave Falconer Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Ara og Theodórs Emils er Argonaut Invitational mótið sem hefst 29. mars Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer luku leik í 11. sæti
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2014 og golflið Pfeiffer, The Falcons tóku þátt í Pfeiffer Invitational sem fram fór í Hilton Head í Suður-Karólínu. Mótið fór fram dagana 9.-10. mars s.l. og voru þátttakendur 5 manna golflið 19 háskóla, eða yfir 100 þátttakendur þegar taldir eru þeir sem aðeins tóku þátt í einstaklingskeppninni. Stefanía Kristín lék á samtals 166 höggum og varð T-52. Hún var á 3. besta skori í liði sínu, The Falcons, sem voru gestgjafar mótsins og höfnuðu í 11. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Pfeiffer er Wingate Invitational sem fram fer í Charlotte, Norður-Karólínu, 23.-24. mars n.k.
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni í 3. sæti í Samford mótinu
Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Emil Þór Ragnarsson, GKG og golflið Geaux Colonels í Nicholls State háskólanum í Louisiana, tóku þátt í Samford Intercollegiate, en mótið fór fram í Hoover, Alabama. Mótið stóð dagana 9.-10. mars og voru þátttakendur 56 frá 10 háskólum. Seinni daginn var úrhellisrigning og voru úrslit fyrri dags látin standa. Andri Þór lék á samtals sléttu pari, 146 höggum (68 76) og varð þ.a.l. T-3 þ.e. deildi 3. sætinu með Ryan Argotsinger, kylfingi úr liði Southern Mississippi. Emil Þór átti ekki sitt besta mót varð T-41 (80 81). Til þess að sjá lokastöðuna á Samford Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Geaux Colonels er 23. mars n.k. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Andri Finnsson – 11. mars 2015
Það er Jón Andri Finnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jón Andri er fæddur 11. mars 1973 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Jón Andri er í Golfklúbbi Reykjavíkur, er þar einn félaga í Elítunni, lokaðs hóps lágforgjafarkylfinga. Jón Andri er í sambúð með Ragnhildi Sigurðardóttur, og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu Jóns Andra til þess að óska honum til hamingu með merkisafmæli hér að neðan: Jón Andri Finnsson 11. mars 1973 (42 ára afmæli!!! – Til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Andrew Sherborne, 11. mars 1961 (54 ára); Brett Liddle, 11. mars 1970 (45 ára); Roger Tambellini, 11. mars 1975 (40 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 12. sæti í S-Karólínu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið ETSU luku keppni í gær á 2015 Myrtle Beach Golf Holiday General Hackler Championship. Mótið stóð dagana 9.-10. mars 2015 og þátttakendur eru 82 frá 15 háskólum. Leikið var í The Dunes Beach & Golf Club í Myrtle Beach, Suður-Karólínu. Völlurinn sem leikinn var, er par-72, 7233 yarda (6614 metra). Guðmundur Ágúst lék samtals á 227 höggum (76 74 77). Hann lauk keppni T-53 og ETSU varð í 12. sæti í liðakeppninni. Til að sjá lokastöðuna á 2015 Myrtle Beach Golf Holiday General Hackler Championship SMELLIÐ HÉR:
GSÍ: Rúmlega 10% fengu leiðréttingu við endurskoðun forgjafar
Golfsambandið hefur nú lesið inn árlega endurskoðun forgjafar á golf.is frá öllum golfklúbbum fyrir árið 2014. En það voru rúmlega 10% allra kylfinga sem uppfylltu ákveðin skilyrði og fengu leiðréttingu. Hér má sjá hvernig þetta skiptist hjá þeim sem fengu leiðréttingu: Lækka um 1 í forgjöf 37 % Lækka um 2 í forgjöf 14 % Hækka um 1 í forgjöf 29 % Hækka um 2 í forgjöf 20 % Með því að skrá sig inn á golf.is og skoða forgjafaryfirlit geta kylfingar séð hvort þeir séu í hópi þeirra 10% sem fengu leiðréttingu á forgjöfinni. Heimild: golf.is
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-18 e. 1. dag á Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State taka þátt í Dr. Donnis Thompson Invitational. Mótið fer fram á Honolulu, Hawaii, dagana 10.-11. mars og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld. Þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum. Eftir fyrri dag er Guðrún Brá T-18 eftir að hafa spilað á 5 yfir pari (75 74). Guðrún Brá er á 2. besta heildarskori í liði Fresno State. Fresno State er í 5. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá og Fresno State SMELLIÐ HÉR:
Dýr á golfvöllum: Króksi á golfflöt í Flórída
Margir golfvellir bjóða kylfingum upp á náin kynni við náttúruna og náttúrulegt umhverfi þar sem golfvöllurinn er, Í síðustu viku komust hópur kylfinga á Flórída í einum of náin kynni við dýrin á golfvellinum þar sem þeir voru að spila. Myakka Pines golfklúbburinn í Englewood, Flórída, birti myndir á Facebook síðu sinni af aðkomudýrinu, sem var gríðarstór krókódíll, sem gerði sig ansi heimakominn á flöt þar sem 4 manna holl var að spila. Heilmiklar umræður sköpuðust á Facebook síðunni um hvort myndirnar væru ekta. Framkvæmdastjóri Myakka Pines, Mickie Zada, sagði í viðtali á TheBlaze.com að myndirnar væru „algerlega ektal!“ „Þeir (krókódílarni)r færa sig venjulega þegar kylfingar nálgast,“ sagði Zada. „Og við segjum kylfingunum Lesa meira










