Davíð Gunnlaugsson ráðinn verkefnastjóri PGA á Íslandi
PGA á Íslandi hefur ráðið Davíð Gunnlaugsson sem verkefnastjóra samtakanna. Að sögn Hlyns Geirs Hjaltasonar, formanns PGA þá eru samtökin nú á tímamótum. „Við höfum unnið að stefnumótun félagsins undanfarna mánuði og okkar verkefni er að vinna að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Það ætlum við að gera með þremur megin markmiðum, efla unglingagolfið, auka vægi kvenna í íþróttinni og vinna þétt með landsbyggðinni í þeirra uppbyggingarstarfi.“ Davíð Gunnlaugsson er ráðinn til samtakanna til að verkefnastýra verkefnum sem lúta að fyrrgreindum markmiðum. Þau verkefni eru: Að setja á laggirnar PGA Unglingagolf sem á sér fyrirmynd í Bandaríkjunum sem PGA Jr. League. Skemmtileg mótaröð sem laðar að börn og unglinga að íþróttinni. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sturla Höskuldsson og Ríkharð Óskar Guðnason – 13. mars 2015
Það eru Ríharður Óskar Guðnason og Sturla Höskuldsson, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Ríharður er fæddur 13. mars 1985 og er því 30 ára í dag, en Sturla er fæddur 13. mars 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Sturla Höskuldsson F. 13. mars 1975 (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Ríkharð Óskar Guðnason F. 13. mars 1985 (30 ára) Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Andy Bean, 13. mars 1953 (62 árs); Graeme Storm, 13. mars 1978 (37 ára); Maria Beautell, 13. mars 1981 (34 ára) Lesa meira
Stenson: „Viagra eitt bætir frammistöðuna“
Henrik Stenson segir að Viagra sé eina lyfið sem líklegt sé til þess að bæta frammistöðu kylfinga. Hinn 38 ára Svíi (Stenson) var spurður að því af blaðamönnum á Valspar mótinu hvernig hann myndi haga lyfjaprófunum á PGA Tour, eftir að John Daly brennimerkti þær sem „risabrandara.“ „Það fer eftir því að hverju þið eruð að leita eftir og ég meina það eru reglur um allt á þessum lista,“ sagði nr. 3 á heimslistanum (Stenson) sem var á 67 höggum á fyrsta hring Valspar Championship þar sem m.a. „snákagryfjan“ (the Snake Pit) fræga er í Florida. „Ef það á að vera langt og beint, gæti Viagra verið það eina sem dugar,“ brosti Lesa meira
LET: Park enn í forystu í hálfleik á Mission Hills – Clyburn og Lin aðeins höggi á eftir
Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park heldur forystu sinni eftir 2. dag á World Ladies Championship sem fram fer á Mission Hills golfstaðnum í Hainan í Kína. Park hefir spilað jafnt og flott golf er á samtals 138 höggum (69 69). Í 2. sæti og nú aðeins 1 höggi á eftir, þe. á samtals 139 höggum eru enski kylfingurinn Holly Clyburn og heimakonan kínverska Xiyu Lin Becky Morgan frá Wales, Alexandra Villate frá Frakklandi og enn önnur heimakona Jienalin Zhang deila síðan 4. sætinu töluvert á efir, á samtals 143 höggum hver. Sjá má stöðuna efti 2. dag World Ladies Championship með því að SMELLA HÉR:
PGA: Brian Davis efstur e. 1. hring Valspar mótsins
Það er Brian Davis, sem er efstur eftir 1. dag Valspar mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer að venju fram á Copperhead vellinum í Innisbrook golfstaðnum í Palm Harbor, Flórída. Davis lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Aðeins 2 höggum á eftir Davis eru þeir Sean O´Hair og Rickie Barnes á 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR:
35 PGA Tour leikmenn æfa með bognum kylfum – Myndskeið
Það eru u.þ.b. 35 PGA Tour leikmenn sem sést hafa á æfingasvæðinu (fyrir Cadillac heimsmótið s.l. helgi) að æfa sig með bognum kylfum. Þ.á.m. er sænski kylfingurinn Henrik Stenson. Af hverju eru þessir snillingar að æfa sig með bognum kylfum? Hvað Stenson varðar er þetta einhver kylfa sem Stenson hefir steytt skapi sínu á? en hvað þá með hina 34? Nei, hér er um að ræða sérstakan æfingagrip hannaðan af fyrrum Evrópumótaraðarleikmanninum Bertie Cordle. Gripurinn nefnist DST Golf Compressor og er orðin algeng sjón á æfingasvæðum fyrir stórmót, en af þeim 35 PGA Tour leikmönnum, sem nota hann, voru 4 meðal topp-15 á WGC-Cadillac Championship. Hugmyndin á bakvið bogna skaftið er að gefa Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sharmila Nicollet – 12. mars 2015
Það er indverska sjarmadísin Sharmila Nicollet, sem spilar á Evrópumótaröð kvenna, sem er afmæliskylfingur dagisns. Sharmila er fædd 12. mars 1991 og á því 24 ára afmæli í dag. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (45 ára); W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (30 ára stórafmæli) og Axel Fannar Elvarsson, GL, 12. mars 1998 (17 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfngnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira
John Daly segir lyfjaprófanir PGA Tour brandara
John Daly segir að lyfjaprófanir á PGA Tour séu brandari. Daly, sem verður 49 ára í næsta mánuði, tekur þátt í móti PGA Tour þessa vikuna Valspar Open og hefir nýnáð þeim glæsilega árangri að verða meðal efstu 10 í Puerto Rico Open, en það er nokkuð sem honum hefir ekki tekist í 3 ár. Hann gagnrýndi harðlega lyfjaprófanir PGA Tour, sagði þær m.a. hlægilegar vegna þess að leikmenn væru látnir vita fyrirfram að prófun á þeim væri yfirvofandi og því væri mönnum veitt færi á að finna sér alls kyns undankomuleiðir. „Vitið þið. Ég er þreyttur á þessu. Þetta verður að vera handahófskennt; (eins og það er) er þetta Lesa meira
LET: Inbee Park og Becky Morgan efstar og jafnar e. 1. dag í Mission Hills
Í dag hófst á Blackstone golfvellinum í Mission Hills, í Hainan, Kína, World Ladies Championship. Eftir 1. dag eru það nr. 2 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og fremur óþekktur 40 ára kylfingur frá Wales, Becky Morgan, sem tekið hafa forystuna. Þær hafa báðar spila á 4 undir pari, 69 höggum. Þriðja sætinu deila síðan Nontaya Srisawang og Pavarisa Yoktuan frá Thaílandi og heimakonuna Xiyu Lin auk Shin-Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Allar eru þær sem eru í 3. sæti 2 höggum á eftir forystukonunum Park og Morgan. Til þess að sjá stöðuna á World Ladies Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Daninn Morten Örum Madsen efstur snemma 1. dags á Tshwane Open – Sjáið glæsiás hans!!!
Í morgun hófst í Pretoría CC, í Waterkloofen, Suður-Afríku Tshwane Open en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Sólskinstúrsins suður-afríska. Snemma 1. dags er Daninn Morten Örum Madsen í efsta sæti en hann átti glæsihring upp á 63 högg!!! Madsen átti m.a. 1. ásinn sinn á Evróputúrnum á hringnum, má sjá þar sem hann fer holu í höggi með því að SMELLA HÉR: Fast á hæla Madsen er heimamaðurinn Wallie Coetzee, sem er aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 64 höggum. Í 3. sæti snemma þessa 1. dags er Frakkinn Raphaël Jacquelin á 5 undir pari, 65 höggum. Skorið er lágt og margir eiga eftir að ljúka leik þannig að Lesa meira










