PGA: Adam Scott komst ekki gegnum niðurskurð á Valspar
Nr. 4 á heimslistanum, Adam Scott, komst í gær ekki í gegnum niðurskurð á Valspar Championship, sem fram fer á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum, í Flórída, sem margir Íslendingar kannast við. Það þykja nú heldur betur fréttir til næsta bæjar enda flestir fréttamiðlar með fréttir af því í gær. Þrjú ár eru síðan að Scott komst ekki í gegnum niðurskurð. Kannski að andvökunætur séu farnar að taka toll af Scott, en hann er nýbakaður faðir; eða þá þetta er með vilja gert til þess að fá meiri tíma til þess að æfa sig fyrir það mót sem skiptir atvinnukylfingana mestu máli: Masters risamótið, sem sífellt nálgast. Fleiri tilgátur hafa Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind T-16 e. 1. dag 3M Jaguar Intercollegiate
Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG, taka þátt í Jaguar Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Forest Hills golfklúbbnum í Augusta, Georgia. Mótið stendur dagana 13.-15. mars 2015 og þátttakendur eru 74 frá 13 háskólum. Berglind lék 1. hring á 5 yfir pari, 76 höggum og stendur sig best allra í liði UNCG, sem er í 12. sæti í liðakeppninni. Mótið er 54 hola og verður 2. hringurinn spilaður í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
PGA: DeJonge efstur í hálfleik á Valspar – Hápunktar 2. dags
Brendon DeJonge frá Zimbabwe er efstur í hálfleik á Valspar mótinu á Copperhead vellinum í Palm Harbor, í Flórída. DeJonge er búinn að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum (67 69). Fimm kylfingar deila 2. sætinu, aðeins 1 höggi á eftir en það eru þeir: Jordan Spieth, Henrik Stenson, Ryan Moore, Derek Ernst og Kevin Streelman. Til þess að sjá stöðuna á Valspar mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá myndskeið með hápunktum 2. dags á Valspar mótinu SMELLIÐ HÉR:
GK: Sunnudagspúttmót á morgun til styrktar unglingunum í Keili
Glæsilegt púttmót verður haldið í Hraunkoti sunnudaginn 15. mars kl. 13-17 til styrktar æfingaferðar unglinga- og afrekshóps Keilis. Mótsgjald 1.000 kr. Nýbakaðar vöfflur og ilmandi kaffi eða hressandi safi á aðeins 500 kr. Glæsilegir vinningar. M.a. páskaegg s.s. sjá má á meðfylgjandi mynd!!! Nú er um að gera að mæta og styðja unglingana!!!
GKG: Bráðabirgðaaðstaða að taka á sig mynd
Á heimasíðu GKG má lesa eftirfarandi frétt: „Nú eru smiðir að leggja síðustu hönd á félagsaðstöðuna eins og hún verður næsta sumar. Í aðstöðunni sem sést á myndinni verðum við með borð fyrir 45 einstaklinga. þegar gengið verður út um hurðina sem er vinstra megin í fjarhorniu, þá fer maður beint út í 100 fm tjald sem tekur 90 manns í sæti. Þaðan verður jafnframt hægt að setjast út á verönd. Siggi vert verður svo með sína aðstöðu þar sem sjálf myndin er tekin. Sem sagt allt að gera sig og gárungarnir fullyrða að GKG hafi aldrei verið með jafn góða félagsaðstöðu og núna eftir að bráðabirgðaaðstaðan er komin upp“
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín T-21 e. fyrri dag í Texas
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette og Ragnar Már Garðarsson, GKG og McNeese State, taka þátt í Border Olympics mótinu, en það fer fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 13.-14. mars 2015. Þátttakendur eru 102 úr 18 háskólum. Haraldur Franklín lék fyrstu tvo hringina á samtals 1 undir pari, 143 höggum (69 74). Hann er T-21 þ.e. deilir 21. sætinu með 9 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 1 undir pari. Ragnar Már lék á samtals 148 höggum (75 73) og er sem stendur T-59 í mótinu. Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Ragnars Más SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 1. sæti e. 1. hring með glæsihring upp á 63 högg í Flórída!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Seminole Intercollegiate. Mótið fer fram á Southwood golfvellinum í Flórída og stendur dagana 13.-15. mars. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 9 undir pari, 63 glæsihöggum!!!! Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst örn, 8 fugla og 1 skolla!!! ETSU, lið Guðmundar Ágústs, er í 1. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt taka eftir 1. hring. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU með því að SMELLA HÉR:
PGA: Byrd með ás á 2. hring Valspar mótsins
Jonathan Byrd var með glæsiás á 2. hring Valspar mótsins, sem fram fer á Copperhead golfvellinum í Palm Harbor, Flórída. Ásinn kom á par-3 15. holu Copperhead vallarins. Þetta dugði þó ekki því Byrd komst ekki í gegnum niðurskurð en samtals lék hann á samtals sléttu par (74 70). Aðeins munaði 1 höggi að Byrd næði í gegn. Sjá má ás Byrd með því að SMELLA HÉR:
Ólafur Björn lauk leik T-41 á Spáni
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í Mediter Real Estate Masters mótinu, sem er hluti Nordic Golf League. Mótið fór fram dagana 10.-12. mars 2015 á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, á Spání. Ólafur Björn lék á samtals 2 yfir pari (71 73 70), en leikið var á 3 golfvöllum. Ólafur Björn lauk keppni T-41 þ.e. deildi 41. sætinu með Dananum Niklas Nörgaard Möller. Daníel Jennevret frá Svíþjóð bar sigur úr býtum í mótinu, en hann lék á samtals 13 undir pari. Um þátttöku sína í mótinu ritaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína: „Lék lokahringinn á 70 (E) höggum á PGA Catalunya Tour vellinum í gær og endaði jafn Lesa meira
Tiger tekur ekki þátt í Arnold Palmer Inv.
Tiger Woods mun ekki taka þátt í PGA Tour móti næstu viku, þ.e. á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, móti sem hann hefir sigrað í 8 sinnum. Á vefsíðu sína í dag skrifaði Tiger: „Ég talaði við Arnold [Palmer] í dag og sagði honum að ég muni ekki spila á móti hans á þessu ári. Mér þykir leitt að ég mun ekki verða í Orlando í næstu viku, en ég veit að þetta mun verða flott mót.“ „Ég hef sett mikinn tíma og vinnu í leik minn og tekið miklum framförum, en eins og ég hef sagt, mun ég ekki snúa aftur á PGA Tour þar til leikur minn Lesa meira










