Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 03:30

PGA: Ryan Moore leiðir fyrir lokahring Valspar – Hápunktar 3. hrings

Það er bandaríski kylfingurinn Ryan Moore, sem leiðir fyrir lokahring Valspar Championship, sem fram fer á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum í Palm Harbour í Flórída. Moore hefir nauma forystu er búinn að spila á samtals 9 undir pari, (69 68 67) og virðist bæta sig með hverjum hringnum. Fast á hæla hans í 2. sæti er Jordan Spieth á samtals 8 undir pari og í 3. sæti fyrir lokahringinn er Derek Ernst á samtals 7 undir pari. Spennandi golfkvöld framundan og spurningin virðist bara vera hvaða bandaríski kylfingur taki mótið! Til þess að sjá stöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR:   Hér má sjá nokkra hápunkta 3. hrings á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 02:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG í 13. sæti e. 2. dag 3M Jaguar mótsins

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG, taka þátt í 3M Jaguar Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Forest Hills golfklúbbnum í Augusta, Georgia. Mótið stendur dagana 13.-15. mars 2015 og þátttakendur eru 74 frá 13 háskólum. Berglind er samtals búin að spila á 14 yfir pari, 156 höggum (76 80) og er sem stendur T-51. Hún er á 2. besta heildarskori UNCG, sem er í 13. sæti í liðakeppninni. Mótið er 54 hola og verður loka hringurinn spilaður í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst enn í forystu e. 2. dag í Flórída – Á 67!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Seminole Intercollegiate. Mótið fer fram á Southwood golfvellinum í Flórída og stendur dagana 13.-15. mars. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 14 undir pari 130 höggum (63 67) og er enn í 1. sæti. ETSU, líð Guðmundar Ágústs er einnig í 1. sæti í liðakeppninni Guðmundur Ágúst lék á 5 undir pari í dag; skilaði skollalausu skorkorti, var með 5 fugla og 13 pör!!!  Hann jók þar með enn forystu sína og er kominn með 7 högga forystu á næsta keppanda. Frábær árangur hjá Guðmundi Ágústi og vonandi að hann standi uppi sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 18:30

GB: Tré rifnaði upp með rótum á Hamarsvelli í óveðrinu

Guðríður Ebba Pálsdóttir, ritar eftirfarandi á facebook síðu Golfklúbbs Borgarness: „Eitt tré rifnaði upp með rótum á vellinum (Hamarsvelli) í nótt. 15 teig(ur) og grin urðu að eyjum, Haf var komi(ð) fremst á æfingavellinum. Einn fingur af Dagmar var brotin og árabátafæri milli 6. grin(s) og 7. teig(s).„

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 17:55

LET: Inbee Park leiðir fyrir lokahring World Ladies Championship

Inbee Park heldur naumri forystu fyrir lokahring World Ladies Championship. Park er búin að spila á samtals 10 undir pari 209 höggum  (69 69 71). Fast á hæla hennar er landa hennar So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu á 9 undir pari, 210 höggum (73 73 65) en Ryu átti glæsilegan hring upp á 65!! Í 3. sæti eru síðan norska frænka okkar Suzann Pettersen og heimakonan Xiyu Lin á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 17:45

PGA: Luke Donald setur niður 8 metra fuglapútt á 2. holu á 3. hring Valspar mótsins

Luke Donald setti niður 8 metra fuglapútt á 2. holu 3. hrings Valspar mótsins, sem fram fer á Copperhead golfvellinum, í Palm Harbor, Flórída. Til þess að sjá glæsilegt fuglapútt Donald SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 17:30

Golfútbúnaður: Rappað um PING G30 dræverinn

Tveir golfvörusölumenn hafa stofnað bandið R-Rabbit & Q-tip  þ.e. „R-hérann og Eyrnarpinnann“  upp á okkar ilhýra     og ….. hafa sett á alheimsvefinn fyrsta rapplag sitt „Turbulators.“ Þar er rappað um PING G30 dræverinn. Ekki á hverjum degi sem rapplag er búið til um golfkylfu!  E.t.v. að lagið eigi eftir að slá í gegn hjá kylfingum í vor! Hér má sjá myndskeið R-Rabbit & Q-tip með laginu „Turbulators“ SMELLIÐ HÉR:  (Horfið endilega á kynningu Rick Shiels á PING G30 drævernum á eftir!)

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 17:00

GS: Birkir Þór nýr umsjónarmaður Leirunnar

Búið er að ráða í starf umsjónarmanns golfvallar Golfklúbbs Suðurnesja Í gær var gengið frá ráðningu Birkis Þórs Karlssonar í starf umsjónarmanns golfvallar hjá GS. Birkir er 27 ára gamall fjölskyldumaður, kemur frá Bíldudal en hefur búið í Reykjanesbæ undanfarin ár. Hann starfaði við golfvöllinn á Bíldudal frá tólf ára aldri og var vallarstjóri þar árin 2007-2012 við góðan orðstí. Birkir hefur störf um miðjan þennan mánuð. Þá er búið að ganga frá ráðningu þeirra fastráðnu starfmanna sem klúbburinn þarf á að halda, en auk þeirra verða fleiri ráðnir tímabundið yfir golfvertíðina.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 16:10

Evróputúrinn: 6 leiða á Tshwane Open – þ.á.m. Otaegui

Það eru 6 kylfingar sem eru efstir og jafnir á Tshwane Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Þetta er þeir: Adrian Otaegui frá Spáni, Englendingurinn David Horsey, Trevor Fisher Jr. og George og Wallie Coetzee frá S-Afríku og Craig Lee frá Skotlandi.  Allir hafa þeir spilað á 9 undir pari, 201 höggi. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá högg 3. dags á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Tshawane Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2015

Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 26 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Lesa meira