Evróputúrinn: George Coetzee sigurvegari á Tshwane Open
Það var heimamaðurinn George Coetzee, sem sigraði á Tshwane Open á heimavelli. Coetzee lék samtals á 14 undir pari, 266 höggum (67 66 66 65). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, varð landi Coetzee Jacques Blaauw. Í 3. sæti voru síðan enn aðrir tveir suður-afrískir kylfingar Tjaart Van Der Walt og Dean Burmester og Skotinn Craig Lee, sem var eini maðurinn utan Suður-Afríku, sem blandaði sér meðal efstu 5 manna. Til þess að sjá lokastöðuna á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:
LET: So Yeon Ryu sigraði á World Ladies Championship
Það var So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á World Ladies Championship á Mission Hills golfstaðnum í Hainan, Kína. Ryu lék á samtals 13 undir pari, 279 höggum (72 73 65 69) og átti 1 högg á þá sem búin var að leiða allt mótið, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, sem lék á 12 undir pari, 280 höggum (69 69 71 71). Í 3. sæti urðu norska frænka okkar Suzann Pettersen og heimakonan Xiyu Lin á samtals 10 undir pari, hvor. Í 5. sæti varð fremur óþekktur finnskur kylfingur, Ursula Wikstrom á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á World Ladies Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst sigraði á Seminole Intercollegiate!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Seminole Intercollegiate. Mótið fór fram á Southwood golfvellinum í Flórída og stóð dagana 13.-15. mars og lauk nú fyrr í dag. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Guðmundur Ágúst SIGRAÐI GLÆSILEGA Í MÓTINU!!!! Guðmundur átti 3 frábæra hringi undir 70; lék á samtals 17 undir pari, 199 höggum (63 67 69)!!!! Frábær árangur þetta!!! Guðmundur Ágúst spilaði síðasta hringinn af miklu öryggi, enda með 7 högga forystu fyrir lokahringinn. Hann átti 3 högg á næsta keppanda í lok dags. Lið Guðmundar Ágústs, ETSU, varð í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Seminole Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
GL: Haldið upp á 50 ára afmæli Golfklúbbsins Leynis í dag
Golfklúbburinn Leynir hélt upp á 50 ára afmæli klúbbsins í dag. Félagsmenn fögnuðu tímamótunum með glæsilegri veislu í golfskálanum við Garðavöll á Akranesi. Við þetta tilefni voru tveir félagsmenn útnefndir heiðursfélagar en þeir eru Reynir Þorsteinsson og Guðmundur Valdimarsson. Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis afhenti heiðursviðurkenningarnar en Guðmundur Sigurbjörnsson, tók við viðurkenningunni fyrir hönd afa síns, sem var ekki á landinu. Í ræðu Þórðar kom m.a. fram að Reynir hefur lagt mikið á vogarskálarnar í starfi Leynis allt frá því hann gerðist félagi árið 1976. Hann var lengi formaður klúbbsins, sat í framkvæmdanefnd um stækkun vallarins í 18 holur, og var drifkraftur í barna – og unglingastarfi klúbbsins eftir að Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Gerður Guðrúnar, Stefán Már og Íris Lorange – 15. mars 2015
Það eru Gerður Guðrúnar, Stefán Már Stefánsson og Íris Lorange Káradóttir, seru eru afmæliskylfingar dagsins. Gerður er fædd 15. mars 1955 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Stefán Már er fæddur 15. mars 1985 og á 30 ára stórafmæli í dag! Íris er fædd 15. mars 2000 og á því 15 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Gerður Guðrúnar F. 15. mars 1955 (60 ára – Innilega til hamingju) Stefán Már Stefánsson 15. mars 1985 (30 ára – Innilega til hamingju) Íris Lorange Káradóttir 15. mars 2000 (15 ára – Innilega til hamingju!)) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Nanna Madsen (34/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 2.-34. sætinu. Nú Lesa meira
Litli strákurinn þeirra DJ og Paulinu Gretzky heitir Tatum
Litli strákurinn sem Paulina Gretzky fæddi 19. janúar 2015 hefir verið skírður og heitir Tatum Johnson. Þetta er fyrsta barn þeirra Paulinu og Dustin Johnson. E.t.v. gott að leggja þetta nafn á minnið því það gæti verið nafn á næstu stórstjörnu framtíðarinnar í ísknattleik eða golfi, en afi stráksa Wayne Gretzky er hálfguð í Kanada í ísknattsheiminum. Eftir að DJ sigraði á Cadillac heimsmótinu s.l. helgi klæddi Paulina frumburðinn í viðeigandi bol en á honum stendur: „My daddy golfs better than your daddy“ (lausleg þýðing: pabbi minn spilar betur golf en pabbi þinn!!!) Hér má síðan sjá mynd af DJ með stráknum sínum:
PGA: Ernie Els braut kylfu – Myndskeið
Á 2. hring Valspar mótsins varð Ernie Els fyrir því óláni að brjóta kylfu sína. Hann stóð bakvið tré og átti erfitt inn á högg inn á braut. Ekki fór betur en svo að kylfan brotnaði. Atvikið átti sér stað á par-4 16. holu Copperhead golfvallarins. Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR:
Vígalegur golfbíll
Hann er vígalegur golfbíllinn á myndinni – eins og Batmobile úr kvikmyndinni um Leðurblökumanninn. Það væri ekki úr vegi að ráðast á hvaða golfvöll sem er í svona tæki, enda virðist gripurinn þægindalegur og vel útbúinn!
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur lauk keppni á +1 og Ragnar Már á +7 í Texas
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette og Ragnar Már Garðarsson, GKG og McNeese State, tóku þátt í Border Olympics mótinu, en það fer fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 13.-14. mars 2015. Þátttakendur eru 102 úr 18 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals 1 undir pari, 217 höggum (69 74 74) og varð T-24 í einstaklingskeppninni. Ragnar Már lék á samtals 7 yfir pari 223 höggum (73 75 75) og lauk keppni T-58 í mótinu. Næsta mót Haraldar Franklíns og Louisiana Lafayetter verður 23. mars í Texas en næsta mót Ragnars Más og McNeese State verður 30. mars í Arkansas. Til þess að sjá lokastöðuna á Border Olympics SMELLIÐ Lesa meira










