Bandaríska háskólagolfið: Dagur hóf keppni í gær á Hargett Memorial mótinu
Dagur Ebenezersson, GM, hóf keppni í gær á Hargett Memorial boðsmótinu. Mótið fer fram á Monroe golfvellinum í Norður-Karólínu og eru þátttakendur 84 frá 15 háskólum. Lokahringur mótsins verður spilaður í kvöld en mótið stendur dagana 16.-17. mars 2015. Dagur er í 68. sæti eftir fyrri dag; búinn að spila á 162 höggum (84 78) og bætti sig um 6 högg milli hringja! Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
Jordan Spieth stefnir á 1. sæti heimslistans!
Jordan Spieth hefir að markmiði að ná 1. sætinu af Rory McIlroy á heimslistanum, eftir að hafa sigrað á Valspar Championship s.l. sunnudag. Spieth sigraði í 3 manna bráðabana þegar hann setti niður u.þ.b. 9 metra glæsilegt fuglapútt á 3. holu bráðabanans, sem var par-3 17. holan á Copperhead oglfvellinum Hann er aðeins einn af 4 kylfingum frá árinu 1940 sem tekist hefir að sigra tvívegis á PGA Tour fyrir 22 ára aldur. Hinir eru: Tiger Woods, Sergio Garcia og Robert Gamez. En það er nr. 1 á heimslistanum sem er ofarlega á óskalistanum hjá Spieth. „Mér finnst gaman að stúdera leikinn, vera vel að mér í sögu leiksins,“ sagði Spieth Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2015
Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og er því 24 ára í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011. Sumarið, 2012, varð Haraldur Franklín bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik! …. sá fyrsti úr röðum GR til að vinna Íslandsmeistara-titilinn í höggleik í 27 ár!! Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG luku leik í 12. sæti á 3M Jaguar mótinu
Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG, tóku þátt í 3M Jaguar Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Forest Hills golfklúbbnum í Augusta, Georgia. Mótið stóð dagana 13.-15. mars 2015 og þátttakendur voru 74 frá 13 háskólum. Berglind lék á samtals 24 yfir pari, 237 höggum (76 80 81) og lauk leik T-55. Hún var á 3. besta heildarskori UNCG, sem varð í 12. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á 3M Jaguar Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Berglindar og UNGC verður 20. mars n.k. í Arizona.
Sænskur kylfingur fær 1 árs bann „fyrir að vera of mikið að flýta sér“
Skv. frétt á TT News Agency þá fær sænskur kylfingur 1 árs golfbann. Ástæðan? Hann var „of mikið að flýta sér“ í Texas Scramble. Brot sitt framdi óþolinmóði maðurinn, sem lá svona mikið á, þegar hann sló bolta sínum á holl sem var fyrir framan hann. Boltinn fór í hendi á öðrum kylfingi í hollinu fyrir framan og sá varð að vera 7 vikur frá golfleik vegna meiðsla á hendi. Sá brotlegi áfrýjaði vegna þess að hann sagði að hollið fyrir framan hefði verið farið af flöt þegar hann sló en sænska golfsambandið stóð fast við úrskurð sinn. Skv. banninu má kylfingurinn ekki spila á neinum golfvelli í Svíþjóð í Lesa meira
Hver er kylfingurinn: So Yeon Ryu?
So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu, sigraði í gær, 15. mars 2015 á World Ladies Championship í Haikou á Hainan, í Kína. Það eru eflaust ekki margir sem kunna deili á þessum frábæra kylfingi frá Suður-Kóreu, en hún er samt búin að sigra á mörgum góðum kvennamótum á stærstu mótaröðum heims. Hver er kylfingurinn So Yeon Ryu? So Yeon Ryu (Kóreanska 유소연, RR Ryu So-yeon, MR Ryu Soyŏn, borið fram [ɾju sʰojʌn]; fæddist 29 júní 1990 og er því 24 ára. Hún á því sama afmælisdag og GKG-ingarnir Egill Ragnar Gunnarsson og Jóel Gauti Bjarkason, sem jafnframt er golfpenni, með meiru. Í dag spilar Ryu bæði á LPGA Tour og á LPGA of Korea Lesa meira
Ólafía Þórunn tók þátt í maraþoni og fer í 3 vikna æfingabúðir til Bandaríkjanna
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, æfir af kappi í Þýskalandi. Hún tók m.a. þátt í maraþoni s.l. laugardag þ.e. liðamaraþoni þar sem hún hljóp 8 km af 42 km. Í dag heldur hún síðan til Bandaríkjanna. Þar mun hún verða við æfingar í 3 vikur. Ólafía Þórunn tók þátt í Lalla Aicha Tour School í Marokkó s.l. desember og munaði sáralitlu að hún kæmist á LET!
Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?
Jordan Spieth (nr. 6 á heimslistanum) vann í gær 2. sigur sinn á PGA Tour. Margir þekkja lítið til hins 21 ára Spieth, sem á skömmum tíma hefir risið upp á stjörnuhimininn í bandaríska golfheiminum. Hver er kylfingurinn Jordan Spieth kunna menn að spyrja? Áhugamennskan Jordan Spieth fæddist í Dallas, Texas, 27. júlí 1993 og er því 21 árs. Spieth átti glæsilegan feril sem áhugamaður. Hann vann t.a.m. US Junior Amateur árin 2009 og 2011 og er ásamt Tiger Woods, sá eini sem sigrað hefir tvívegis á mótinu. Áður en hann varð 18 ára í júlí 2011 var hann nr. 1 á Polo golfstigalistanum, sem kveður á um hverjir séu Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Spieth?
Jordan Spieth vann 2. titil sinn á PGA Tour, í gær, sunnudaginn 15. mars 2015, þegar hann bar sigurorð af keppinautum sínum (Patrick Reed og Sean O´Hair) í 3 manna bráðabana á Valspar Championship Jordan Spieth þykir einstakur snillingur í stutta spilinu og við sigurpútt sitt notaði hann 35 tommu Scotty Cameron 009 týpu — sá eini á PGA Tour, sem notar slíkan pútter, en hann hefir verið með sama pútter síðan hann var 15 ára (sem reyndar er ekkert svo langt síðan – í 6 ár – en Spieth er aðeins 21 árs). Um pútterinn sinn góða sagði Spieth: „009 var uppáhaldspútterinn minn [þegar ég var unglingur]. Adam Scott og Lesa meira
PGA: Jordan Spieth vann á Valspar e. bráðabana við O´Hair og Reed
Bandarísku kylfingarnir Jordan Spieth, Sean O´Hair og Patrick Reed bitust um sigurinn á Valspar Championship. Allir voru þeir efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik; búnir að spila á samtals 10 undir pari, hver: Spieth (70 67 68 69); Reed (72 68 68 66) og O´Hair (66 72 69 67). Allt var í stáli hjá köppunum 3 á 1. og 2. holu bráðabanans þ.e. á par-4 16. og 18. holunum. En þegar spiluð var par-3 17. holan sem 3. hola bráðabanans fékk Spieth glæsifugl eftir að hafa sett niður gríðarlangt fuglapútt. Hinir tveir áttu ekki sjéns í Spieth sem sigraði á 3. holu bráðabanans. Hér má sjá sigurpútt Jordan Spieth, Lesa meira










