Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Madeira Islands Open!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Madeira Islands Open. Mótið fer fram í Clube do Golf do Santo de Serra, á Madeira í Portúgal, dagana 19.-22. mars. Meðal keppenda er heimamaðurinn snjalli Ricardo Santos, Skotinn Elliot Saltman, Norður-Írinn Gareth Maybin. Fáir frægustu kylfinga heims eru þátttakendur í mótinu, en margir þeirra sem komust í gegn í Q-school Evrópumótaraðarinnar fá að spreyta sig í mótinu. Fylgjast má með á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2015 | 01:00

10 bestu linksarar Írlands

Á Írlandi er gnægð gullfallegra strandvalla m.ö.o. linksara. Hér má sjá yfirlit yfir 10 best að mati yourgolftravel.com  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Aðalbergsson – 18. mars 2015

Það er Einar Aðalbergsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Helgi er fæddur 18. mars 1960 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Einar er í Golfklúbbi Suðurnesja (GSKomast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Aðalbergsson (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Adele Bannermann (áströlsk), 18. mars 1976 (39 ára); Bri Vega, 18. mars 1982 (33 ára); Marousa Polias (áströlsk), 18. mars 1983 (32 árs)  …. og ….. Helgi Hólm (74 ára) F. 18. mars 1941 Soffía Björnsdóttir (59 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 14:10

GSG: Opið mót laugardaginn n.k. á Kirkjubólsvelli

Fyrsta opna golfmót ársins 2015 fer fram um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 21. mars n.k. á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Það er greinilegt að íslenskir kylfingar hafa beðið með eftirvæntingu eftir því að fá að spreyta sig í keppnisgolfi. Tæplega 80 manns eru nú þegar skráðir í mótið. Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni og samkvæmt veðurspá helgarinnar verður hitastigið á bilinu 5-8 stig. Til þess að skrá sig í mótið SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 14:00

Bushnell, Bollé og Cobra í samvinnu við PGA EuroPro Tour

Bushnell, sem er #1 í fjarlægðamælum, Bollé gleraugnaframleiðandinn og Cobra golfvöruframleiðandinn hafa gengið til samvinnu við PGA EuroPro Tour, í viðleitni til að bæta árangur kylfinga á æðsta stigi golgsins. EuroPro golfmótaröðin er sú fyrsta sem heimilar notkun DMD (skammstöfun fyrir Distance Measuring Devices) þ.e. fjarlægðarmæla í mótum sínum. Það eru u.þ.b. 97% kylfinga á PGA Tour og 90% á Evrópumótaröðinni sem nota Bushnell fjarlægðarmæla. EuroPro gengur skrefinu lengra því mótaröðin beinlínis hvetur keppendur að nota fjarlægðarmæla í mótum sínum. Andrew Grose, framkvæmdastjóri Bushnell í Bretlandi, skýrði út samvinnuna: „Við erum afar ánægðir með að vera í samvinnu við  svona framsýna mótaröð sem styður þróun ungra, metnaðargjarnra kylfinga sem vilja verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 12. sæti á Hargett Memorial Inv.

Dagur Ebenezersson, GM, og lið hans Catawba luku leik í gær á Hargett Memorial boðsmótinu. Mótið fór fram á Monroe golfvellinum í Norður-Karólínu og voru þátttakendur 84 frá 15 háskólum. Mótinu lauk í gær en það stóð dagana 16.-17. mars 2015. Dagur varð T-66, þ.e. lauk keppni á  27 yfir pari, 243 höggum (84 78 81). Til þess að sjá lokastöðuna á Hargett mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 10:00

Rory tekur milljarða auglýsingasamning af Tiger

Rory McIlroy  er nú nr. 1 á heimslistanum s.s. flestir kylfingar vita; sæti sem áður var fastasæti Tiger Woods. Nú er Rory kominn með enn eitt sem áður tilheyrði Tiger –  hann verður framan á golfvídeó tölvuleik, sem mun færa honum jafnvel enn meiri milljónir dala. Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts Inc tilkynnti nefnilega á dögunum að Rory myndi vera „nýja andlit“ nýju golfleikja fyrirtækisins. EA Sports Rory McIlroy PGA Tour leikurinn kemur á markað í júní. Og auðvitað fær Rory hluta af allri sölu leikjanna á heimsvísu – en samningurinn er $7 milljóna dala virði ( þ.e. £4.75milljóna sem er svo mikið sem tæpur milljarður íslenskra króna ) Þetta er auglýsingasamingur sem Tiger er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 08:00

LPGA: JTBC Founders Cup hefst á morgun

Það er JTBC Founders Cup sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á morgun og stendur dagana 19.-22. mars í Phoenix Arizona. Margir helstu kvenkylfingar heims taka þátt. Þeirra á meðal eru Stacy Lewis, Lydia Ko, Yani Tseng,  Michelle Wie og Karrie Webb. Það er einmitt ástralska golfdrottningin Webb, sem á titil að verja í mótinu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2015 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 18 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Tumi Hrafn er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki. Eins varð hann m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. T.a.m. lék hann á Eimskipsmótaröðinni 2014 m.a. Íslandsmótinu í höggleik á Leirdalsvelli. Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Tumi Hrafn Kúld (18 ára – Innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2015 | 14:00

Fljúga með Obama í kringum hálfan hnöttinn og skilja hann eftir á golfvelli?

Í grínþætti Jimmy Kimmel er atriði sem heitir „mean tweet“ (lausleg þýðing: andstyggileg tíst). Þar koma allskyns stjörnur, úr íþrótta-, skemmti- eða opinbera geiranum og lesa upphátt andstyggileg tvít sem menn, sem er illa við viðkomandi, eru að senda. Núna um daginn var Barack Obama forseti í þættinum og hann samþykkti að taka þátt í þessum hluta þáttarins. Einn sendi inn tvít, sem var sett fram í formi óskhyggju: „Er ekki til einhver sá golfvöllur hinum meginn á hnettinum, sem hægt væri að fljúga með Obama til og ….. skilja hann eftir?“ Obama sjálfum fannst þetta ekkert vitlaus hugmynd! 🙂 Hér má sjá myndskeið af „Mean Tweet“ hluta Jimmy Kimmel Lesa meira