GA: Sumarleiga á golfbílum
Golfklúbbur Akureyrar ætlar að bjóða kylfingum sem þurfa á golfbíl að halda að staðaldri í sínum golfleik, sumarleigu á golfbíl hjá klúbbnum. Leigan tryggir kylfingum aðgang að golfbíl í allt sumar. Boðið var upp á þessa þjónustu í fyrra og tókst hún vel og því höldum við henni áfram í sumar. Kylfingar geta keypt kort sem þeir eru þá skráðir fyrir og þeir einir geta nýtt, korthöfum er þó sjálfsagt að bjóða öðrum kylfingum með sér í bílinn. Það þarf að bóka bílana með dags fyrirvara og mun GA reyna að tryggja að ávallt sé bíll til staðar, þó sú staða geti komið upp að það þurfi að hliðra til Lesa meira
Grímur hitti Ernie Els
Nokkrir Íslendingar eru á Bay Hill að fylgjast með Arnold Palmer Invitational. Þ.á.m. er Grímur Kolbeinsson. Hann hitti m.a. Ernie Els og var tekin þessi skemmtilega mynd af þeim köppum, sem með fylgir. Ernie snýr sér við og veifar í þann mund sem mynd er tekin af Grími. Myndina má finna á facebook síðu Gríms.
PGA: Fylgist með á Arnold Palmer Inv. hér!
Svo sem flestir kylfingar vita hófst Arnold Palmer Invitational á Bay Hill í Flórída í dag. Allir bestu kylfingar heims nema Tiger og nr. 2 Bubba Watson eru með. Til þess að fylgjast með stöðunni á Bay Hill á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Snedeker á 68 eftir að skipta um járn
Brandt Snedeker hefir ekkert gengið sérlega vel undanfarna 18 mánuði. Hann er sá leikmaður á PGA Tour sem er einna verst við að gera nýjungar á verkfærum sínum, en lét nú loks til leiðast. Snedeker notar Bridgestone kylfur og skipti út J40 járnum sínum fyrir J715 járnin sín. Og árangurinn lætur ekki á sér standa…. hann spilaði 1. hring á Bay Hill á glæsilegum 68 höggum, betur en hann er búinn að spila í langan tíma. „Þau eru einfaldlega betri“ sagði Snedeker hæstánægður og fullur nýfengins trúnaðartrausts á nýju kylfunum. Hann var samt þreyttur eftir 1. hring og sagðist þurfa á hvíld að halda.
Evróputúrinn: Madeira Open stytt í 54 holu mót – 1. hringur aflýstur vegna vinda
Madeira Open var í dag stytt í 54 holu mót vegna mikils hvassviðris. Fyrsti hringur var felldur niður, jafnvel þó mótið hefði verið haldið síðar á árinu, nú í ár en í fyrra. Á síðasta ári var mótið stytt í 36 holu mót af sömu ástæðu. Framkvæmdastjóri mótsins Jose Maria Zamora sagði m.a.: „Við höfum ekki hafið 1. hring vegna sterkra vindhviða, sem hafa verið í allan dag. Í hvert sinn sem við sendum dómara til að athuga aðstæður voru boltar að hreyfast á flötum. Leikmenn hafa verið að bíða í allan dag og nú upp í 8 tíma, þannig að besta ákvörðunin er að senda þá tilbaka og fá Lesa meira
PGA: Bubba dregur sig úr Arnold Palmer Inv.
Tvöfaldi Masters meistarinn Bubba Watson dró sig úr Arnold Palmer Invitational mótinu, sem hefst á Bay Hill í dag. Ástæða þess er andlát náins vinar frá æskuárum Bubba. Bubba sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann útskýrði það að hann yrði aðdraga sig úr mótinu. Þar sagði m.a.: „Ég er sorgmæddur yfir að þurfa að draga mig úr Arnold Palmer Invitational.“ „Náinn æskuvinur minn lést óvænt s.l. nótt.“ „Hugsanir mínar og bænir eru hjá ungu fjölskyldu hans á þessum sorglegu tímum. Ég hef ákveðið að draga mig úr mótinu þannig að ég geti verið við jarðaförina og vottað vini mínum hinstu virðingu sem og fjölskyldu hans.“ Bubba var líka nærri Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Louise Stahle ——- 19. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Louise Stahle. Stahle er fædd 19. mars 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Stahle átti mjög farsælan áhugamannsferil. Árið 2002 sigraði Stahle á French Open Amateur Championship. Hún var jafnframt í 2. sæti á Girls British Open 2002 og var í Junior Solheim Cup liði Evrópu sem tapaði það ár fyrir Bandaríkjamönnum. Árið eftir þ.e. 2003 var hún líka í Junior Solheim Cup liði Evrópu þegar mótið fór fram í Svíþjóð. Árið 2004 vann Stahle the St Rule Trophy, the Beirut Café Ladies Trophy og the Telia Tour. Eins sigraði hún the Smyth Salver en hún var besti áhugamaðurinn sem þátt tók í Weetabix Women’s Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jacqui Concolino (24/45)
Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice. Byrjað verður að kynna þær 4 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum um fullan keppnisrétt á LPGA og eru því líkt og hinar 23, sem Lesa meira
Ef Tiger tekur ekki þátt í Masters söknum við hans?
Nafnið á fyrirsögninni er það sem prýðir grein eina í USA Today. Í greininni segir m.a. að frétt þess efnis að Tiger ætli ekki að taka þátt í Arnold Palmer Inv. sem hefst á Bay Hill í dag, hafi næstum verið ekki frétt hjá því sem menn fóru þá þegar að velta fyrir sér hvort Tiger yrði nógu hress til að spila á Masters risamótinu sem hefst í næsta mánuði. Í greininni er því gert í skóna að Tiger muni ekki taka þátt í Masters fyrst hann tekur ekki þátt í einu af uppáhaldsmótum sínum hjá þeim kylfingi, Arnold Palmer, sem hann dáist einna mest að. Hann muni ekkert snúa Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Gamalt myndskeið um dýr á PGA Tour mótum!
Nú nýlega hafa borist fréttir frá Flórída af gríðarstórum krókódíl sem tafði leik kylfinga – Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Eins varð maður nýlega var við slöngu í golfbolla nokkum og gekk myndin af slöngunni, sem föst var í bollanum eins og eldur í sinu um golffréttaheima. Myndina má sjá hér að neðan: Golf 1 birti fyrir jólin 2014 skemmtilegt myndskeið, þar sem klippt höfðu verið saman 10 atvik, þar sem dýr tefja leik á PGA Tour mótum – Sjá þessa gömlu frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: – Alltaf gaman að rifja um gömul myndskeið af dýrum á golfvöllum!










