Evróputúrinn: Joachim Hansen leiðir á Madeira Islands Open – Mótið stytt í 36 holu mót!
Madeira Islands Open hefir verið stytt í 36 holu mót, alveg eins og gerðist í fyrra. Ástæðan er leiðindaveður sem búið er að vera á Madeira, m.a. mikið hvassviðri. Þó hefir tekist að spila 1 hring og eftir hann er það Daninn Joachim B. Hansen sem leiðir. Hansen spilaði á 4 undir pari, 68 glæsihöggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. leikinn hring á Madeira Islands Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Peter Campbell – 21. mars 2015
Það er bandaríski kylfingurinn Peter Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 21. mars 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Campbell var í La Costa Canyon High School, þar sem hann spilaði bæði golf og fótbolta. Hann var í MVP deildinni nokkrum sinnum og CIF champion lokaárið sitt og var valinn í San Diego Hall of Champions Athlete of the Year. Campbell spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA og gerðist atvinnumaður í golfi 2008. Campbell spilaði í fyrsta PGA Tour móti sínu árið 2008 þ.e. á Buick Invitational. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich) f. 21. mars 1859 – Lesa meira
GB: Hamarsvöllur flottur í sólmyrkvanum
Það fór varla á milli mála að það var sólmyrkvi á Íslandi í gær. Það var almyrkvi 70 km. austur af landinu en á Íslandi var verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík huldi tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026, en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík. Björgvin Óskar Bjarnason tók meðfylgjandi mynd á Hamarsvelli í Borgarnesi í gærmorgun þegar sólmyrkvinn stóð sem hæst. Heimild: golf.is
PGA: Hoffmann heldur forystu í hálfleik Arnold Palmer Inv – Rory T-6
Hinn lítt kunni, bandaríski kylfingur Morgan Hoffmann heldur enn forystu í hálfleik á Arnold Palmer Invitational og er búinn að breikka bilið milli sín og þeirra sem næstir koma í 3 högg. Hoffmann er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Í 2. sæti eru þeir Henrik Stenson, Harris English og Matt Every; allir 3 höggum á eftir Hoffmann á samtals 10 undir pari, 134 höggum; allir á (68 66). Einn í 5. sæti er síðan Ben Martin á samtals 9 undir pari og fjórir kylfingar, þ.á.m. Rory McIlroy deila 6. sæti á samtals 8 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Arnold Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull —— 20. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 19 ára í dag. Charley er einn alefnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 3 árum, þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar nýlega frétt Golf 1 þar um, SMELLIÐ HÉR: Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Hún var líka í fréttum nú fyrir nokkrum dögum þegar hún sigraði í fyrsta móti sínu Lesa meira
LPGA: Ko meðal efstu snemma 1. dags á JTBC Founders Cup
Það eru 4 sem eru efstar og jafnar snemma 1. dags á JTBC Founders Cup, en ekki hefir tekist að ljúka 1. hring vegna mikilla rigninga. Þetta eru nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko og eins þýski kylfingurinn Sophia Popov og bandarísku kylfingarnir Tiffany Joh og Kim Kaufman, sem eru efstar og jafnar snemma dags, en reynt verður að framhalda leik í dag. Þær 3 sem deila forystunni með Ko eru fremur óþekktar en engu að síðu hefir Golf 1 kynnt þær Popov sjá með því að SMELLA HÉR: og Tiffany Joh – Sjá með því að SMELLA HÉR: Sjá má kynningarmyndskeið með hinni fremur óþekktu Kim Kaufman með því Lesa meira
Bjarki við keppni á Sardiníu
Bjarki Pétursson, afrekskylfingur í GB er sem stendur við keppni á Sardiníu. Mótið sem Bjarki tekur þátt í ber nafnið: Campionato Internazionale D´Italia Maschile og fer fram á Circolo Golf Is Molas, á Sardiníu. (Ísmola-vellinum 🙂 Mótið stendur 19.-21. mars 2015 og þátttakendur 132. Á facebook síðu sína skrifaði Bjarki: „Erfiður dagur í dag, spilaði á Is molas vellinum í Sardiníu (Italíu). Síðasta vika fór í að breyta nokkrum áhersluatriðum í leiknum mínum og hefur það gengið mjög vel. Aftur á móti náði ég því ekki út á völlinn í dag og niðurstaðann 76 (+4) högg. Völlurinn sjalfur er að spilast erfiður og sýnir það sig þegar maður spilar illa Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Julie Yang (25/45)
Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice. Byrjað verður að kynna þær 4 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum um fullan keppnisrétt á LPGA og eru því líkt og hinar 22 sem Lesa meira
PGA: Hoffman bestur e. 1. dag Arnold Palmer Inv. – Spilaði í minningu ömmu sinnar – Hápunktar 1. dags
Það er fremur óþekktur bandarískur kylfingur Morgan Hoffman sem er efstur eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill. Hoffman lék Bay Hill á 6 undir pari, 66 höggum og er bestur af öllum því stjörnuliði sem þátt tekur á Bay Hill. Þannig var að amma Hoffman dó þegar mótið var hafið. Hún var 97 ára og Hoffman sagði að hún hefði verið frábær. Hann sagðist hafa spilað í minningu hennar. Á glæsihring sínum fékk Hoffman 4 fugla og 1 örn! Í 2. sæti eru 5 kylfingar: Kevin Na, Ian Poulter, John Peterson, Jason Kokrak og Ken Duke; allir 1 höggi á eftir Hoffman. Hópur 11 kylfinga er Lesa meira
GSÍ: Lagst gegn seinkun klukku
Golfsamband Íslands leggst, að hluta til, eindregið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Þetta kemur fram í umsögn GSÍ sem send var til Velferðarnefndar Alþingis. Í umsögn GSÍ kemur m.a. fram að fyrirhuguð breyting muni hafa gríðarleg áhrif á nýtingu íþróttamannvirkja yfir sumarmánuðina og skerða möguleika fólks til að leika golf eða stunda aðrar íþróttir úti við. Þar er einnig bent á að breytingin muni fela í sér mikið tekjutap fyrir golfklúbba og skerða rekstrargrundvöll þeirra. Umsögn GSÍ í heild sinni er hér fyrir neðan: Til Velferðarnefndar Alþingis. Umsögn Golfsambands Íslands um þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Þingskjal Lesa meira










