LPGA: Hyo Joo Kim sigraði á JTBC Founders Cup
Vað var Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu sem sigraði í JTBC Founder Cup, Þessi 19 ára suður-kóreanska stúlka spilaði á samtals 21 undir pari, 267 höggum (65 69 66 67). Kim átti 3 högg á helsta keppninaut sinn, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis, sem lék samtals á 18 undir pari og var í 2. sæti. Um Stacy Lewis sagði Kim m.a. í sigurviðtali sínu: „Nú, þar er ómögulegt annað en að finna svolítið fyrir perssu eða vera taugaóstyrk þegar keppinautur þinn spilar svona vel.“ Þetta er 2. sigur Hyo Joo Kim á LPGA en hún sigraði í fyrra á Evían Masters, 5. risamótinu í kvennagolfinu. Til þess Lesa meira
PGA: Matt Every sigraði á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 4. dags
Það var bandaríski kylfingurinn Matt Every sem stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational. Every sigraði á glæsiskori, samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 66 69 66). Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti varð Henrik Stenson, frá Svíþjóð, sem var heldur fúll yfir ýmsu sem úrskeiðis fór hjá honum. Stenson lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (68 66 66 70) og má segja að lokaskorið og sérstaklega tveir skollar á lokahringnum, hafi kostað hann sigurinn. Í 3. sæti varð Matt Jones á samtals 17 undir pari; í 4. sæti Morgan Hoffmann á samtals 15 undir pari og í 5. sæti Ben Martin á samtals Lesa meira
Lowry tapaði í veðmáli við Harrington
Írarnir Shane Lowry og Pádraig Harrington veðjuðu um hvor væru betri í Pro-Am hluta the Arnold Palmer Bay Hill Invitational sem lauk í gær í Orlando, Flórída, en mótið stóð dagana 19.-22. mars 2015. Það var Harrington sem hafði betur í veðmálinu. Og það var ekki sökum að spyrja, farið var með úrslitin í veðmálinu beint á félagsmiðlana. Þar birti Harrington glaðhlakkalega meðfylgjandi mynd af þeim Lowry og tvítaði auk þess: „ „Dinner on Shane! Young lads just never learn.“ (Lausleg þýðing: Shane borgar kvöldmatinn! Ungir strákar bara læra aldrei!!!“ Báðir eru þeir Lowry og Harrington að nota Bay Hill Invitational sem hluta af undirbúningi þeirra fyrir Masters risamótið sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðbjörg S Jónsdóttir – 22. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Guðbjörg S Jónsdóttir, en hún er fædd 22. mars 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Guðbjörg S Jónsdóttir F. 22. mars 1975 (40 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter McEvoy, 22. mars 1953 (62 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (59 ára); Diane Pavich, 22. mars 1962 (53 ára); Tim Elliot, 22. mars 1962 (53 ára); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (51 árs); Peter Lawrie, 22. mars 1974 (41 árs) … og … Davið Arthur Friðriksson Lesa meira
Stephen Gallacher kylfingur ársins í Skotlandi
Stephen Gallacher var útnefndur kylfingur ársins í Skotlandi í veislu föstudagskvöldið í Edinburgh´s Corn Exchange í Edinborg á Scottish Golf Awards. Á árinu 2014 komst Gallacher meðal 50 bestu á heimslistanum og spilaði í fyrsta sinn í Ryder Cup á heimavelli í Gleneagles. Gallacher tók við heiðursverðlaunum sínum úr hendi eins fremsta kvenkylfings Skotlands til margra ára, Catrionu Matthews, fyrir framan 600 gesti, sem voru saman komnir. Gallacher eins og svo margir aðrir af toppkylfingum heims er að búa sig undir fyrsta risamót ársins, sem nálgast óðfluga. Eftir að Gallacher hafði hlotið heiðursveðlaunin sagði hann: „Það var dásamlegt að fá þessa heiðursviðurkenningu fyrir framan alla vini mína, fjölskyldu og samkeppendur.“ Lesa meira
GK: Sveinn Steindórsson hverfur af Hvaleyrinni á Öndverðanesið
Sveinn Steindórsson, sem starfað hefur sem aðstoðarvallarstjóri hjá Keili síðustu 5 ár, skipti um starfsvettvang nú á dögunum og er að hefja störf hjá Golfklúbbi Öndverðanes. Sveinn hefur starfað við hlið Bjarna og Daníels vallarstjóra Keilis síðustu ár. Golfklúbburinn Keilir þakkar Sveini á vefsíðu sinni fyrirgóð störf fyrir Keili í gegnum árin og er honum óskað velfarnaðar hjá nýjum golfklúbbi. Eftirsjá er af Sveini, en verður jafnframt gaman að koma í Öndverðarnesið að spila þar. Við starfi Sveins tekur Arnaldur Birgisson, Arnaldur hefur starfa hjá Keili síðastliðið ár og þar á undan hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
PGA: Els hreinsaður af áburði um reglubrot á Bay Hill
Fjórfaldur sigurvegari risamóta, Ernie Els , var spurður af dómurum um mögulegt brot hans á golfreglum áður en hann var hreinsaður af áburði þar um á Arnold Palmer Invitational mótinu í gær, (laugardaginn 21. mars 2015) Í sjónvarpsútsendingu mátti sjá hvar Els snerti fleygjárn sitt í löngu grasi í hindrun á par-5 6. holunni á 3. hring Arnold Palmer Invitational í Bay Hill, Flórída. Dómarinn á hringnum, Steve Rintoul gat ekki ákveðið sig eftir að horfa af myndbandsupptöku hvort Ernie hefði groundað kylfu sína, sem myndi hafa varðað hann 2 högg í víti. „Myndskeiðið sýndi ekki að kylfunni hefði verið groundað, jafnvel þó kylfuhausinn hafi verið í grasinu,“ sagði Rintoul. Yfirdómarinn Lesa meira
LPGA: Hyo Joo Kim efst fyrir lokahring JTBC Founders Cup
Suður-kóreanski kylfingurinn Hyo Joo Kim er efst fyrir lokahring JTBC Founders Cup. Kim er búin að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (65 69 66). Í 2. sæti, tveimur höggum á eftir er fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Stacy Lewis (64 71 67). Þriðja sætinu deila síðan tveir nýliðar á LPGA; Kim Kaufman og Alison Lee frá Bandaríkjunum á 13 undir pari, hvor, en Lee jafnaði vallarmetið þegar hún lék 3. hring á 63 glæsihöggum. Sjá má viðtal við Lee með því að SMELLA HÉR: Fimmta sætinu deila síðan 3 kylfingar þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko. Til þess að sjá stöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ Lesa meira
PGA: Stenson efstur f. lokahring Arnold Palmer Inv. – Hápunktar 3. dags
Það er nr. 3 á heimslistanum, Henrik Stenson, sem er efstur fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational. Stenson er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (68 66 66). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er forystumaður fyrri helming mótsins, Morgan Hoffmann á samtals 14 undir pari, 202 höggum (66 65 71), en hann spilaði 5-6 höggum verr á 3. hring en hann var búinn að gera dagana þar áður og með hring yfir 70 er hann fljótur að missa forystuna! Fjórir kylfingar deila 3. sætinu: Jason Kokrak, Matt-arnir Every og Jones og Ben Martin, en margir vænta margs af Martin, sem talinn er meðal helstu vonarstjarna Lesa meira
GSG: Árni Þór Freysteinsson sigraði í fyrsta mótinu á Kirkjubólsvelli 2015!
Alls luku 78 kylfingar leik á Kirkjubólsvelli í dag í Opnu punktamóti, því fyrsta á árinu 2015. Áætlað er að halda mót aftur eftir viku og má þegar skrá sig í það með því að SMELLA HÉR: Leikform var punktakeppni. Sigurvegari í fyrsta móti ársins hjá GSG varð Árni Þór Freysteinsson, GSE en hann var með 35 punkta, líkt og reyndar þeir tveir sem urðu í 2. og 3. sæti en Árni Þór var með flesta punkta á seinni 9 eða 19. Í 2. sæti varð heimamaðurinn Sveinn Hans Gíslason, GSG á 35 punktum (17 á seinni 9) og í 3. sæti Ásgeir Eiríksson, GS á 35 punktum (en með Lesa meira










