Nike birtir Mastersgolfklæðnað Tiger
Alls óvíst er hvort Tiger Woods taki þátt í Masters risamótinu. En þrátt fyrir alla óvissu er Nike golfvöruframleiðandinn, sem Tiger er á samningi hjá, búinn að birta meðfylgjandi línu á golfklæðnaði Tiger, sem hann mun klæðast taki hann þátt. Vá, bara smart og lekkert!!!! Vonandi að Tiger verði með!!!! Hann er þó ekkert búinn að skrá sig í mót fyrir Masters og á þessari stundu eins og segir óvíst hvort hann taki þátt.
Jimmy Fallon í „pægolfi“ við Bubba Watson – Myndskeið
Skemmtiþáttastjóranandinn Jimmy Fallon fékk tvöfaldan Masters-risamóts sigurvegarann Bubba Watson í heimsókn í skemmtiþátt sinn. Og þeir fóru í nýjung sem nefnist „pægolf“ svona til skemmtunar. Sjá má „pægolfið“ með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Sunna við keppni í Flórída – Elon í 2. sæti e. 2. mótsdag
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sunna Víðisdóttir og golflið Elon eru sem stendur við keppni á MSU Ocala Spring boðsmótinu í Dunnellon, Flórída. Mótsstaður er Juliette Falls Golf Resort. Þátttakendur eru u.þ.b. 90 frá 18 háskólum. Eftir fyrstu tvo keppnisdaga er Gunnhildur í 50. sæti með skor upp á (79 76) og Sunna er T-63 í einstaklingskeppninni (83 75). Golflið Elon er í 2. sæti eftir 2. keppnisdag.
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór T-18 e. fyrri dag ULM Wallace Jones Inv.
Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State taka þátt í ULM Wallace Jones boðsmótinu. Mótið fer fram á golfvelli Black Bear golfklúbbsins í Delhi, Louisiana, dagana 23.-24. mars og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum. Eftir fyrri dag er Andri Þór T-18 í einstaklingskeppninni, er búinn að spila á samtals 1 yfir pari (73 72). Í liðakeppninni er Nicholls State í 6. sæti eftir 1. dag. Til þess að fylgjast með Andra Þór og Nicholls State á ULM Wallace Jones Inv. SMELLIÐ HÉR:
GR: Marolína púttmeistari GR-kvenna 2015
Skemmtikvöld GR kvenna tókst með miklum ágætum, en það fór fram helgina fyrir viku síðan. Stemningin var í þá veru að allar GR-konur ætluðu að skemmta sér og njóta kvöldsins í góðra vinkvennahópi. Maturinn lék við bragðlaukana og hefur sjaldan bragðast betur og þjónusta Sigrúnar og hennar fólks í veitingaskálanum í Grafarholti var til fyrirmyndar. Anna Björk var ræðumaður kvöldsins og leiddi GR-konur í allan sannleikann um að það er hægt að vera mamma út á velli; móðurlegt og skemmtilegt innlegg frá Önnu Björk. Dúettinn September bræddi það sem eftir var af hjörtum GR-kvenna, með ljúfum tónum og það skemmdi svo ekki fyrir að GR konur fengu að dást að því nýjasta í Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Matt Every?
Eftirfarandi verkfæri voru í pokanum hjá sigurvegaranum á Arnold Palmer Inv. á Bay Hill s.l. helgi 20.-21. mars 2015: Dræver: Callaway Big Bertha V-Series (Fujikura Pro 73x skaft), 9° 3-tré: Callaway X2 Hot 3Deep (Aldila Tour Blue 75x skaft), 14.5° 5-tré: Callaway Big Bertha Alpha 815 (Nventik Nunchuk X skaft), 18° Blendingur: Callaway X Utility Prototype (2-járn; KBS V-Tour 125 skaft) Járn: Callaway Apex Pro (4-9; True Temper Dynamic Gold AMT S400 sköft) Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 2 (47-11S, 54-11T and 60-08C°; True Temper Dynamic Gold sköft) Pútter: Odyssey Works Versa #9 (á sunnudaginn); Odyssey Milled Collection #9 (fimmtudag-laugardag) Bolti: Callaway SR-3.
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Haraldi Franklín á Lone Star Inv.
Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette taka þátt í Lone Star boðsmótinu, sem fram fer í Briggs Ranch golfklúbbnum, í Texas. University of Texas er gestgjafi. Þátttakendur eru 88 frá 16 háskólum. Mótið stendur 23.-24. mars 2015 og er lokahringurinn þegar hafinn. Sem stendur er Haraldur Franklin T-22 búinn að spila fyrstu tvo hringina á samtals 3 undir pari (70 71) en völlur Briggs Ranch er par-72. Til þess að fylgjast með Haraldi Franklín á lokahringnum SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 7. sæti á Mountain View Collegiate
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Mountain View Collegiate, sem fram fór dagana 20.-21. mars 2015 í Tucson, Arizona, en það var University of Missouri, sem var gestgjafi Þátttakendur voru 105 frá 20 háskólum. Guðrún Brá varð T-59 í einstaklingskeppninni þ.e. deildi 59. sæti með 5 öðrum keppendum. Guðrún Brá lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 72 75) og var besti hringur hennar slétt par, 72 högg. Guðrún Brá var á 4. besta skorinu í liði sínu, en Fresno State varð í 7. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Mountain View Collegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Lilja Rúnarsdóttir – 23. mars 2015
Það er Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðrún Lilja er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Guðrún Lilja er fædd 23. mars 1960 og því 55 ára í dag. Komast má á facebook síðu Guðrúnar Lilju til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, GK (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard (Dick) Mast, 23. mars 1951 (64 ára); Heather Bowie Young, 23. mars 1975 (40 ára stórafmæli); Montford Johnson Wagner, 23. mars 1980 (35 ára); Birgir Mar Guðfinnsson, 23. mars 1982 (33 ára) GG; Evan Samuel Mickelson, 23. mars 2003 (12 ára – Lesa meira
Henrik Stenson reiður út í starfsmenn á Arnold Palmer Inv.
Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson sem var í forystu fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational. Hann sá síðan 2 högga forystu sína verða að engu á 8 holu kafla; reyndar var hann þá kominn 2 höggum á eftir forystumanninn. Stenson var öskureiður út í að hafa verið áminntur fyrir of hægan leik á seinni 9 á 4. hring. Við blaðamenn sagði hann: „Ég er augljóslega svolítið vonsvikinn yfir útkomunni.“ „Ég er mjög vonsvikinn með starfsmenn PGA Tour sem áminntu okkur vegna hægs leiks á 15. og byrjuðu að eltast við okkur lokaholurnar.“ (Stenson fékk skolla á 15. holu) – hefði það ekki gerst hefði hann getað knúið fram bráðabana við Lesa meira










