Afmæliskylfingur dagsins: Gerina Piller ——— 29. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Gerina Piller, en hún er fædd 29. mars 1985 og á því 30 ára stór-afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Sue Fogleman, 29. mars 1956 (59 ára) spilaði á LPGA; Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (54 ára); Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (53 ára); Lori Atsedes 29. mars 1964 (51 árs); …. og …. Toggi Bjöss F. 29. mars 1944 (71 árs) Gudrun Þórs F. 29. mars 1972 (43 ára) Ingimar Kr Jónsson F. 29. mars 1970 (45 ára) Golf 1 óskar öllum Lesa meira
Evróputúrinn: Ramsay sigurvegari í Marokkó – Hápunktar 4. dags
Skotinn Richie Ramsay sigraði á Hassan Trophée II mótinu, sem fram fór í Agadír, Marokkó, en mótið var mót vikunnar á Evróputúrnum. Ramsay lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (72 66 71 69). Á dramatískum lokahring fékk Ramsay 4 fugla í röð á 3.-6. holu og var kominn 3 högg í forystu. Hann eyddi þeirri forystu á næstu 2 holum þar sem hann fékk fyrst skolla og svo skramba. Þarna var hann kominn 2 höggum á eftir Romain Wattel frá Frakklandi. En þá var komið að seinni fuglaröð Ramsay sem hann fékk á 12.-14. holu og vann Wattel með 1 höggi. Þetta er 3. sigur Ramsay á Evrópumótaröðinni en Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í Kaliforníu í 17. sæti
Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota tóku þátt í The Goodwin, bandarísku háskólamóti, sem fram fór á Stanford golfvellinum í Kaliforníu. Mótið stóð dagana 26.-28. mars og lauk í gær. Þetta var stórt mót; keppendur voru 132 frá 24 háskólum. Rúnar lauk leik T-50 í einstaklingskeppninni var á samtals 4 yfir pari, 214 höggum (70 75 69). Hann var á 2. besta heildarskori Minnesota. Golflið Minnesota State varð í 17. sæti. Sjá má lokastöðuna á The Goodwin með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og golfliðs Minnesota verður í Phoenix, Arizona þann 3. apríl n.k.
PGA: Walker leiðir e. 3.dag Valero Texas Open – Hápunktar 3. dags
Jimmy Walker er enn í forystu á Valero Texas Open e. 3. keppnisdag. Hann hefir nú fjögurra högga forystu á þann sem er í 2. sæti, en það er Jordan Spieth. Walker er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 67 69). Spieth er á samtals 5 undir pari, 211 höggum (71 69 71). Í 3. sæti er Billy Horschel á samtals 3 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Liebelei Elena Lawrence – 28. mars 2015
Afmæliskylfingur dagsins er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 29 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei Lawrence Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla. Hún varð í 19. sæti á lokaúrtökumóti LET, sem fram fór Lesa meira
Fyndin golfmistök þeirra bestu – Myndskeið
Það gera allir mistök í golfi. Líka þeir bestu. Hér má sjá myndskeið þar sem golfstjörnunum verður á út á velli SMELLIÐ HÉR: Jafnvel þó myndskeiðið er gamalt er það alltaf jafngott fyrir því!
Evróputúrinn: Richie Ramsay meðal 4 sem leiða í hálfleik Hassan Trophée
Skoski kylfingurinn Richie Ramsay leiðir á Hassan Trophée mótinu í Marokkó í hálfleik, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Ramsay deilir forystunni ásamt 3 öðrum þ.e. þeim Rafael Cabrera-Bello og Richard Green. Oliver Farr virtist ætla að næla sér í toppsætið í hálfleik einn, en gerði mistök á 18. og er nú efstur og jafn þessum 3 framangreindum. Sjá má hápunkta 2. dags á Hassan Trophée með því að SMELLA HÉR: Þriðji hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með gangi mála á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Morgan Pressel og Mirim Lee efstar í hálfleik Kia Classic
Morgan Pressel jafnaði vallarmetið á golfvelli Aviara golfklúbbsins í gær; með glæsispili upp á 8 undir pari, 64 högg og leiðir nú í hálfleik (70 64) Kia Classic ásamt Mirim Lee frá Suður-Kóreu (65 69). Báðar eru þær búnar að spila á samtals 10 undir pari, hvor og eiga 1 högg á Cristie Kerr (67 68) og nýliðann Alison Lee (69 66). Fjórir kylfingar eru síðan T-5 á samtals 8 undir pari; þ.e. sigurvegari s.l. viku Hyo Joo Kim,Brittany Lang frá Bandaríkjunum, Maria Hernandez frá Spáni og Sakura Yokomine frá Japan. Nr. 1 á Rolex heimslista kvenna, Lydia Ko er T-8 ásamt nr. 3 á kvenkylfingsheimslistanum, Stacy Lewis, og Alison Walshe, en þær Lesa meira
PGA: Walker efstur í hálfleik á Valero Texas Open – Hápunktar 2. dags
Jimmy Walker er efstur eftir 2. dag Valero Texas Open. Walker er búinn að spila á samtals 6 undir pari (71 67). Aðeins 1 höggi á eftir eru Charley Hoffman og Aaron Baddeley á samtals 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dag á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:
PGA: Aaron Baddeley með fugl af 307 metra færi á 1. hring Valero Texas Open
Ástralski kylfingurinn Aaron Baddeley átti glæsihögg á 1. hring Valero Texas Open s.l. fimmtudag. Hann slá teighögg sitt út í skóg og tók 2. högg af teig á par-4 12. brautinni á JW Marriott TPC San Antonio vallarins. Og viti menn …. boltinn fór beint ofan í holu en brautin er 336 yarda (þ.e. u.þ.b.307 metra). Menn trylltust og héldu að Baddley hefði fengið ás ….. en ásinn var bara fugl eftir allt …. glæsifugl!!! Eftir að hafa spilað 12. brautina sagði Baddeley m.a.: „Ég sló, fór af stað og síðan heyrði ég að áhorfendur trylltust.“










