Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 09:00

Ólafur Björn skiptir yfir í GKG

Aprílgabb? Nei,  Ólafur Björn Loftsson er genginn í raðir Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar en atvinnukylfingurinn hefur verið í Nesklúbbnum frá því hann hóf að leika golf. Í tilkynningu á fésbókarsíðu sinni segir Ólafur að hann skilji við Nesklúbbinn í vinsemd og tímapunkturinn hafi verið réttur til þess að prófa eitthvað nýtt. Ólafur Björn varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 en hann er með keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni sem leikin er að mestu á Norðurlöndunum. „Eftir vel ígrundaða umhugsun hef ég ákveðið að ganga til liðs við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Ég hef spilað allan minn feril fyrir hönd Nesklúbbsins og á óteljandi góðar minningar af Nesvellinum. Ég vil taka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Ásgeirsson – 31. mars 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Ásgeirsson. Gunnar Þór er fæddur 31. mars 1985 og á því 30 ára stórafmælið i dag! Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Fb. síðu Gunnars Þórs hér: Gunnar Þór Ásgeirsson F. 31. mars 1985 (30 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (84 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (48 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (35 ára); Chrisje de Vries, 31. mars 1988 (27 ára) …. og …. Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, GK Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil við keppni í Flórída

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GM eru við keppni á Argunaut boðsmótinu, sem fram fer í Tiger Point golfklúbbnum í Gulf Breeze í Flórída. Mótið fer fram dagana 29.-31. mars 2015 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 85 frá 16 háskólum. Ari er búinn að spila á samtals 18 yfir pari, 162 höggum (78 84) og er T-61 en Theodór Emil hefir spilað á samtals 15 yfir pari  159 höggum (81 78) og situr einn í 57. sæti fyrir lokahringinn. Lið Ara og Theodórs Emils er í 13. sæti sem stendur í liðakeppninni. Fylgjast má með þeim Ara og Theodór Emil með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 15:00

Næstum 70 „ólöglegum“ golfvöllum lokað í Kína

Kommúnistar í Kína hafa snúist gegn þessu „elítusporti“ sem golfið er, með því að dæma næstum 70 golfvelli „ólöglega“ og á þeim að verða lokað á næstunni. Með því er verið að framkvæma 10 ára bann á golfvelli í fyrsta sinn. Þessi tilkynning kom frá innanríkisráðuneyti Kína en Xi Jinping virðist vera sá sem er í forsvari fyrir þessum framkvæmdum. Kínversk stjórnvöld hafa löngum átt í svolitlum vandræðum með golfið; annars vegar eru það tækifærin á að græða pening sem heilla og eins hafa ýmsir stjórnarliðar heillast af sportinu en hafa orðið að fara laumulega að því að stunda það; því golfið er svo hlaðið vestrænum gildum og auði. „Sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 13:00

Fowler ver kærustuna

Kærasta Rickie Fowler er Alex Randock og hún er ansi dugleg á félagsmiðlunum. Þar er hún dugleg að birta myndir af sér og kærastanum og öðrum í lífi sínu. Alex lenti nú á dögum í því, eftir að hafa birt bikínímynd af sér og systur sinni á Instagram,  að einhver náungi sem kallar sig „fatalsplash“, sem myndin virðist eitthvað hafa farið í taugarnar á sagði um hana: „What up gold digger, must be nice getting sh*t for free in life and not have to work for it.“ (Lausleg þýðing: „Þvílíkur gullgrafari, það hlýtur að vera fínt að fá hlutina (fallega orðað hér) frítt í lífinu og þurfa ekki að vinna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Sunna við keppni í Georgía

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon eru þessa dagana við keppni í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu. Mótið stendur 29.-31. mars og lýkur í dag. Þátttakendur eru 83 frá 15 háskólum. Eftir fyrstu tvo hringina eru Gunnhildur og Sunna báðar í 29. sæti; báðar hafa spilað á samtals 155 höggum; Sunna (76 79) og Gunnhildur (78 77). Golflið Elon er í 8. sæti. Spennandi dagur framundan hjá Gunnhildi og Sunnu. Til þess að sjá stöðuna í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu fyrir lokahringinn  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Húbertsson – 30. mars 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 72 ára afmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (57 ára); Jenny Lidback, 30. mars 1963 (52 ára); Ólafur Hreinn Jóhannesson, 30. mars 1968 (47 ára); Chloe Rogers, 30. mars 1985 (30 ára stórafmæli!!!); Connor Arendell, 30. mars 1990 (25 ára) … og … Audur Jonsdottir F. 30. mars 1973 (42 árs) Sigurður U. Sigurðsson F. 30. mars 1963 (52 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 1. sæti á North Greenville Inv.!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og 2014 og golflið Faulkner urðu í 1. sæti á North Greenville University boðsmótinu, en það fór fram dagana 23.-24.mars 2015 á Travelers Rest golfvellinum í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 63 frá 11 háskólaliðum. Hrafn varð í 1. sæti, sem er stórglæsilegur árangur og hlaut m.a. lof þjálfara síns sem sagði m.a. að Hrafn hefði alltaf verið ótrúlega góður púttari og hefði hæfileikana til þess að standa sig vel undir mikilli pressu!!!  Sjá má umfjöllun um árangurinn í mótinu á heimasíðu Faulkner golfliðsins með því að SMELLA HÉR:  Þjálfarinn er í reynd bara að segja það sem við hér heima á Íslandi höfum alltaf vitað að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 10:00

LPGA: Kerr sigurvegari Kia Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, sem stóð uppi sem sigurvegari á Kia Classic móti vikunnar á LPGA. Cristie lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 68 68 65) en það var einkum glæsilokahringur hennar upp á 65 högg sem tryggði henni sigurinn. Í 2. sæti varð Mirim Lee, sem búin var að leiða mestallt mótið en hún lék á samtals 18 undir pari, og nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko varð í 3. sæti á samtals 17 undir pari. Nýliðinn Alison Lee varð í 4. sæti á samtals 16 undir pari og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Inbee Park í 5. sæti á samtals 15 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 08:00

PGA: Jimmy Walker sigraði á Valero Texas Open – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker sigraði á Valero Texas Open í gær. Hann lék JW Marriott TPC San Antonio á samtals 11 undir pari, 277 höggum (71 67 69 70). Í 2. sæti 4 höggum á eftir Walker varð heimamaðurinn ungi Jordan Spieth á samtals 7 undir pari, 281 höggi (71 69 71 70). Í 3. sæti varð svo Billy Horschel á samtals 4 undir pari.   Allt Bandaríkjamenn í efstu 3 sætunum! Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins þ.e. 4. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: