Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 10:00

20 staðreyndir sem þið vitið ekki um The Masters (fyrri grein af 2)

Það er litlu meira en 1 vika þar til The Masters 2015, fyrsta risamót ársins í golfinu hefst. Golffréttamenn Evrópumótaraðarinnar hafa tekið saman 20 staðreyndir, sem þið vissuð ekki um Augusta National og fyrsta risamótið; e.t.v. atriði sem valda undrun.  Hér fara fyrri 10 staðreyndirnar af 20: 1) Eitt sinn voru menn teknir í gíslingu þegar  Bandaríkjaforseti spilaði Augusta Árið 1983, spilaði Bandaríkjaforseti Ronald Reagan  Augusta National í boði innanríkisráðherra Bandaríkjanna,  George Schultz. Íbúi Augusta, Charles Harris, truflaði hring þeirra með því að keyra trukk sínum gegnum hlið Augusta og heimtaði að fá að sjá forsetann. Harris tók síðan gísla og beindi að þeim byssu í pro shopinu í tvo tíma áður en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku leik í 5. sæti í Arkansas

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið  McNeese háskóla tóku þátt í UALR/First Tee Classic mótinu. Mótið fór fram 30.-31. mars s.l. í  Chenal Country Club í Little Rock, Arkansas í The Bear´s Den. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Ragnar Már lék á samtals 226 höggum (79 72 75) og varð T-47 í einstaklingskeppninni. McNeese lðið varð í 5. sæti í liðakeppninni og var Ragnar Már á 4. besta heildarskori liðsins og taldi skor hans því í 5. sætis árangri McNeese. Til þess að sjá lokastöðuna í  UALR/First Tee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Ragnars Más og McNeese verður 6. apríl n.k. í Scotsdale, Arizona og er gestgjafi mótsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 08:00

Dufnerhjónin fá lögskilnað

Jason Dufner og eiginkona hans Amanda hafa sótt um lögskilnað. Hjónin giftust í maí 2012, árið áður en Dufner sigraði á US PGA Championship risamótinu. Skv. Golf Channel undirrituðu Dufner-hjónin lögskilnaðarsamning þann 16. mars s.l. Í honum kemur m.a. fram að um hafi verið að ræða „óumflýjanlegt rof hjúskaparins“ og sagði þar að „algerum ósamræmanleika persónuleika aðila væri um að kenna, sem þeir gætu ekki lengur lifað með.“ Amanda er sögð hljóta u.þ.b. $2,5 milljónir (þ.e. u.þ.b. 350 milljónir íslenskra króna) skv. skilnaðarskilmálum, en Jason mun halda tveimur húsum sem þau hjón eiga í Auburn, Alabama.  Dómari er sagður munu undirrita skilnaðarplöggin eftir páska.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 07:00

Rory skrifaði Tiger bréf 9 ára – Myndskeið

Þegar Rory McIlroy var 9 ára sendi hann bréf til  Tiger Woods þar sem kom fram að hann væri á hælum Tiger og stefndi að því að verða betri en hann. Í tölvupósti til New York Times endursagði frændi Rory bréfið frá honum með eftirfarandi hætti, en Rory á m.a. að hafa skrifað: „Ég ætla mér að ná þér. Þetta er bara byrjunin. Fylgstu með bilinu (milli okkar verða minna).“ Rory, sem mun klára Grand Slam í næstu viku, ef hann sigrar á Masters, staðfesti að hann hefði skrifað bréfið. Rory sagðist hafa „skrifað eitthvað í þessa veru.“ Rory, sem nú er 25 ára, er nú nr. 1 á heimslistanum og hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Örn og Óðinn Hilmissynir og Haraldur Már Stefánsson ——- 1. apríl 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Örn og Óðinn Hilmissynir. og Haraldur Már Stefánsson.  Örn og Óðinn eru fæddir 1. apríl 1965 og eiga því  báðir 50 ára merkisafmæli í dag! Komast má á heimasíðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Örn Hilmisson Óðinn Hilmisson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælin!!!) Haraldur Már Stefánsson er fæddur 1. apríl 1975 og á 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með árin 40 hér að neðan: Haraldur Már Stefánsson Haraldur Már Stefánsson, 1. apríl 1975 (40 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!!) Aðrir frægir kylfingar, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla varð í 2. sæti á háskólamóti í Suður-Karólínu!

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens háskólans í Charlotte, Norður-Karólínu tóku þann 30-31. mars 2015 þátt í North Greenville University Cherokee Valley boðsmótinu. Mótinu, sem fór fram í Cherokee Valley í Travelers Rest í Suður-Karólínu og gekk líka undir nafninu (Cherokee Valley Womans Invite) lauk í gær. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Íris Katla varð T-2 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 2. sætinu í mótinu með 3 öðrum sem er stórglæsilegur árangur!!! Íris Katla lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (76 77).  The Royals, lið Írisar Kötlu varð einnig í 2. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá úrslitin úr North Greenville University Cheokee Valley Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 11:30

GA: Golfskálinn að Jaðri í andlitslyftingu

Golfskálinn á Jaðri fór nú nýverið í gegnum talsverða andlitslyftingu þegar að loftið í skálanum var málað hvítt. Það voru nokkrir vaskir GA félagar sem tóku sig til og máluðu allt loftið í salnum sem og veggina. Óhætt er að fullyrða að salurinn er talsvert fallegri og bjartari svona auk þess sem þetta stækkar hann verulega. Á myndinni hér að neðan má sjá málarana stilla sér fallega upp fyrir myndatöku. Vill GA [þakka]  þeim kærlega fyrir!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 11:15

GR: Fyrsta opna mót Grafarholtsvallar 2015 – Opna Icelandair Golfers í samvinnu v/Samsung

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur náð samkomulagi við Icelandair og Samsung um fyrsta opna mót sumarsins og fer það fram sunnudaginn 7. júní á Grafarholtsvelli (þ.e. eftir aðeins u.þ.b. 2 mánuði!!!) Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur og mun mótið heita Opna Icelandair Golfers í samvinnu við SAMSUNG. Af þessu tilefni undirrituðu Þorvarður Guðlaugsson frá Icelandair, Björn Björnsson frá Samsung og Ómar Örn Friðriksson frá GR samkomulag um framkvæmd mótsins. Þetta er eitt af mörgum glæsilegum mótum sem haldin verða hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á komandi sumri. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þátttakendur. Þar má nefna flugmiða til USA og Evrópu, símar og spjaldtölvur frá SAMSUNG, áskrift að Stöð 2 og Golfstöðinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 11:00

GK: Golfnámskeið hjá Birni Kristni Björnssyni PGA golfkennara í apríl

Í apríl verður boðið uppá fullt af nýjum námskeiðum. Við ætlum að bjóða kylfingum uppá þá nýjung að vera með morgunnámskeið og hádegisnámskeið Þessi námskeið verða 1 sinni í viku í 5 vikur, 1 klst í senn eða samtals 5 klst Morgun og hádegisnámskeið verða í boði frá kl 08:00 – 09:00 eða kl 12:00-13:00 á eftirfarandi dögum: Mánudagar 13, 20, 27 apríl og 4 maí Miðvikudagar 15, 22, 29 apríl og 6, 13 maí Námskeið á laugardögum eru í boði fyrir þá sem ekki hafa tök á því að komast á virkum dögum en það námskeið verður á eftirfarandi frá kl 13-14 á eftirfarandi dagsetningum. Laugardagar 18, 25 apríl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 10:00

GKG: Viktor Snær Ívarsson púttmeistari GKG 2015!

[Þann 26. mars s.l.] fór fram innanfélagspúttmót í Kórnum og mættu um 30 hressir keppendur til leiks. Leiknir voru þrír hringir og töldu tveir bestu hringirnir. Viktor Snær Ívarsson, ungur kylfingur úr keppnishópi GKG, sigraði á frábæru skori, 20 undir á tveimur hringjum! Viktor Snær var því krýndur púttmeistari GKG 2015. Úrslit mótsins voru eftirfarandi: 1. Viktor Snær Ívarsson -20 2. Ólafur Sigurðsson -18 3. Jóhann Ingibergsson -17 Einnig fór fram sérstök nándarkeppni í Foresight herminum okkar, en keppendur fengu þrjár tilraunir á 7. braut Belfry vallarins, þar sem teigurinn var staðsettur 110 metra frá holu. Þorsteinn Þórsson átti besta höggið, en hann endaði 3,32 m frá holu. [GKG þakkar] keppendum Lesa meira