Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 10:52

Tiger „aðeins“ nr. 3 yfir mestu íþróttamenn s.l. 20 ára

ESPN hefir nýlega birt lista yfir 20 bestu íþróttamenn heims sl. 20 ár. Óhætt er að segja að listinn hafi valdið miklu fjölmiðlafári. Á listanum er Michael Jordan, körfuboltakappi í efsta sæti, LeBron James í 2. sæti og Tiger BARA í 3. sæti. Þetta hefir farið fyrir brjóstið á mörgum kylfingnum og sýnist sitt hverjum. Golf Digest sá m.a. ástæðu til að taka fram að hér væri ekki um aprílgabb að ræða Sjá með því að SMELLA HÉR:  Ég meina, það er kannski allt í lagi að láta Jordan halda 1. sætinu en að LeBron James standi Tiger framar, um það hafa margir golffjölmiðlar skrifað og talið að Tiger ætti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 10:00

20 staðreyndir sem þið vitið ekki um The Masters (seinni grein af 2)

11) Hinn ótrúlegi Jeff! Það hafa verið gerðir 24 ásar á hinu fræga Masters risamóti, en aðeins einn þessara ása hefir komið á löngu par-3 4. holuna.  Það var bandaríski kylfingurinn Jeff Sluman sem náði að fara holu í höggi á ‘Flowering Crab Apple’ árið 1992, en við það notaði hann 4-járn, af 213 yarda færi ( þ.e. 195 metra færi). 12) Besta/versta skorið  Ef þið takið besta skorið á hverri holu í sögu Masters risamótsins, þá myndi heildartalan á skorkorti ykkar vera 32, með einungis 16 högg á hvorum leikhelmingi.  Ef tekin væru öll hæstu skorin hins vegar myndu þau hrúgast upp í 166 högg!!! 13) Fjögur fræknu Af öllum leikmönnum, sem spilað hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 08:30

Ný forsíðumynd Golf Digest af Lexi „naktri að ofan“ veldur harðri gagnrýni

Golf Digest birtir viðtal við nr. 9 á Rolex-heimslistanum, Lexi Thompson í nýjasta tölublaði sínu. Forsíðumynd blaðsins, sem er af Lexi hefir valdið harðri gagnrýni meðal lesenda blaðsins vestra, einkum kvenlesenda, þar sem glögglega sést að Lexi er nakin að ofan þó hún haldi handklæði yfir brjóstum sér. Fagnaðarefni er að kvenkylfingar komist á forsíðu eins virtasta golftímarits heims, en það gerist sárasjaldan. Gagnrýnin hefir beinst að því að blaðið notfæri sér í sífellu kynþokka þeirra fáu kvenna, sem fá að vera á forsíðunni. Kærasta Dustin Johnson, Paulina Gretzky, hlaut sömu gagnrýni þegar hún skreytti forsíðu Golf Digest í fyrra. Sjá má mynd af Paulinu í Golf Digest hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik í dag í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU hefja leik í dag á Mason Rudolph meistaramótinu, sem fram fer í  Vanderbilt Legends Club í Tennessee. Mótið stendur dagana 3.-5. apríl 2015. Þátttakendur eru 81 frá 14 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 06:00

LPGA: Pressel leiðir e. 1. dag ANA Inspiration

Það er bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem er í forystu eftir 1. dag ANA Inspiration, sem fram fer á the Dinah Shore Tournament Course, í Mission Hills Country Club, í  Rancho Mirage, Kaliforníu. Pressel lék á 5 undir pari, 67 höggum. Í 2. sæti er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, japanska golfdrottningin Ai Miyazato, en hún hefir ekki sést ofarlega í neinu móti nýlega og fögnunarefni að sjá hana aftur meðal þeirra fremstu. Ai var á 4 undir pari, 68 höggum. Fjórar deila 3. sætinu þ.á.m. gamla brýnið Juli Inkster. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 05:45

PGA: Piercy efstur e. 1. dag Shell Houston – jafnaði vallarmet m/ 63 höggum!

Bandaríski kylfingurinn Scott Piercy leiðir eftir 1. dag á Shell Houston Open, eftir glæsihring upp á 9 undir pari, 63 högg. Þar með jafnaði hann vallarmetið á the Golf Club of Houston þar sem mótið fer fram. Í 2. sæti eru landi Piercy, JB Holmes og þýsli kylfingurinn Alex Cejka á 7 undir pari, 65 höggum. Fjórða sætinu e. 1. dag deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. Phil Mickelson, sem sýndi snilldartakta í stutta spilinu. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 22:00

Afmæliskylfingar dagsins: Þorvaldur Hilmarsson og Örn Hafsteinsson – 2. apríl 2015

Það eru Örn Hafsteinsson og Þorvaldur Hilmarsson, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Þeir eru báðir fæddir 2. apríl 1965 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á Facebook til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju hér fyrir neðan: Örn Hafsteinsson F. 2. apríl 1965 (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Þorvaldur Hilmarsson F. 2. apríl 1965 (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Johnny Golden (2. apríl 1896 – 27. janúar, 1936); Ayako Okamoto, 2. apríl 1951 (64 ára); Dan Halldorson, 2. apríl 1952 (63 ára); Rory Sabbatini, 2. apríl 1976 (39 ára); Shane Lowry, 2. apríl 1987 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 21:30

Ko jafnar met Sörenstam um flesta hringi undir pari

Lydia Ko barðist í gegnum hvasviðrið á ANA Inspiration mótinu og lauk 1. hring á 1 undir pari, 71 höggum. Þar með jafnaði hún met Anniku Sörenstam um 29 hringi í röð undir pari á LPGA móti. Þeir hjá LPGA segja að þetta sé besti árangur nokkurs kvenkylfings frá árinu 1992. Ko, 17 ára, átti í vandræðum með dræverinn sinn mestallan hringinn, var með mörg pull hook í þétt röffið á Mission Hills Dinah Shore völlinn, en hún barðist allan hringinn og náði oft að setja niður ótrúleg pútt m.a. á 16. holu til þess að halda sér á parinu og síðan náði hún glæsifugli með 6-járninu sínu á 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Queens í 7. sæti – Stefanía Kristín og Pfeiffer í 11. sæti á Wingate mótinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA og golflið Pfeiffer  og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens tóku þátt í Wingate mótinu, sem fram fór 23.-24. mars s.l. í Olde Sycamore Golf Plantation í Charlotte, Norður-Karólínu. Völlurinn á Olde Sycamore er par-73 5872 yardar. Þáttakendur í mótinu voru 89 frá 16 háskólum. Stefanía Kristín varð í 46. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 22 yfir pari, 168 höggum (86 82). Íris Katla varð í 52. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 24 yfir pari, 170 höggum (85 85). Golflið Stefaníu Kristínar varð í 11. sæti en golflið Írisar Kötlu, frá Queens háskóla í 7. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Wingate mótinu SMELLIÐ HÉR: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 20:30

PGA: Frábær fugl Sergio Garcia á Shell Houston – Myndskeið

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia átti glæsilegan fugl á 1. hring Shell Houston Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour og hófst í kvöld. Á par-3 9. holunni sló Garcia upphafshöggið í flatarglompu. Hann átti síðan stórglæsilegt fuglahögg upp úr glompunni, sem fór beint ofan í holu. Fugl, staðreynd.  Til þess að fylgjast með stöðunni á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá flott fuglaglompuhögg Sergio Garcia á 9. holu 1. hrings Shell Houston Open 2015 SMELLIÐ HÉR: