Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 08:30

Massaður Rory verður að passa sig

Í Business Insider er ágætis grein um Rory og alla þá áherslu sem hann leggur á að vera „fitt“ þ.e. í formi og í ræktinni. Nú þegar Rory reynir í næstu viku að verða aðeins 6. kylfingur heims til þess að klára Grand Slam á ferli sínum  (ens. Career Grand Slam) þá verður ekki litið hjá því hversu mikla vinnu hann hefir sett í að verða massaður í rætkinni. Rory var þannig m.a. nýlega á forsíðu „Men´s Health“ þar sem hann ræddi um æfingaprógramm sitt, sem hann hefir m.a. gert myndskeið um fyrir Nike. Skv. Brian Wacker á PGATour.com hefir Rory minnkað líkamsfitu sína úr 24% í 10% á aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 06:55

Ko missti af tækifærinu að slá met Sörenstam

Lydia Ko átti „hræðilegan“ 2. hring á ANA Inspiration mótinu á Rancho Mirage í Kaliforníu, þar sem allt gekk á afturfótunum. Hún lék á 1 yfir pari, 73 höggum og varð því af tækifærinu að slá met Anniku Sörenstam um flesta leikna hringi undir pari í röð á LPGA mótaröðinni. Á fimmtudaginn s.l. jafnaði Ko met Anniku upp á 29 hringi í röð undir pari, en klúðraði því að slá met Anniku í gær. „Ég var bara ekki að hitta brautirnar og þá verður þetta lítið gaman,“ sagði Ko eftir hringinn. „Það er gaman vegna þess að maður var að reyna að húkka og slá lág högg út úr trjánum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 05:45

LPGA: Sei Young Kim leiðir í hálfleik ANA Inspiration

Það er Sei Young Kim, frá Suður-Kóreu, sem leiðir í hálfleik á ANA Inspiration í Kaliforníu. Kim lék á 7 undir pari, 137 höggum (72 65). Hin 22 ára Kim vann fyrsta LPGA Tour titil sinn í febrúar á Bahamas. Hún er fimmfaldur sigurvegari á kóreanska LPGA og er að spila í 13. sinn á bandarísku LPGA mótaröðinni. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Kim er forystukona 1. dags Morgan Pressel á 5 undir pari, 139 höggum (67 72). Í 3. sæti eru síðan skoska golfdrottningin Catriona Matthew, bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome og Jenny Shin, frá S-Kóreu, allar á samtals 4 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á ANA Inspiration í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 05:30

PGA: Andrew Putnam leiðir í hálfleik Shell Houston – Mickelson í 2. sæti – Hápunktar 2. dags

Það er Andrew Putnam, sem leiðir í hálfleik á Shell Houston Open, á 12  undir pari. Sjá má kynningu Golf 1 á Andrew Putnam með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti eru Phil Mickelson og Austin Cook aðeins 1 höggi á eftir og fjórða sætinu deila þeir Luke Guthrie og Graham DaLaet, enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari, hvor. Það sem heillar fyrir utan hátt verðlaunaféð á Shell Houston er boðsmiðinn á The Masters risamótið, sem sigurvegarinn hlýtur. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shell Houston Open SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 22:45

Staðfest: Tiger tekur þátt á Masters!!!

Kannski það hafi verið æfingahringur Tiger Woods á Augusta sem sannfærði hann um að taka þátt á fyrsta risamóti ársins The Masters; en nú er allaveganna orðið opinbert að Tiger verður meðal keppenda á Masters í næstu viku. Tiger snýr því aftur til keppnisgolfsins. Í fréttatilkynningu frá Tiger sagði: „Það er mér augljóslega mjög mikilvægt og ég vil vera þarna. Ég hef unnið mikið í leik mínum og ég hlakka til að keppa. Ég hlakka til að keppa á Augusta og ég er þakklátur fyrir stuðning allra.“ Tiger keppti síðast á The Masters 2013 þegar mikið uppnám varð vegna „ólögmæts dropps hans“, sem síðan kom í ljós að ekkert ólögmætt var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 20:00

GBE: Lagfæringar á Byggðarholtsvelli

Í dag, föstudaginn langa, fór hann Siggi og að dytta að ýmsu á golfvellinum hjá Golfklúbbi Eskifjarðar, þ.e. Byggðarholtsvelli. Eins og sjá má er enn snjór yfir öllu, föstudaginn langa, 3. apríl 2015, á Eskifirði. Við þetta tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar:    

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 16:09

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá við keppni í Mississippi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State taka þátt í Rebel Intercollegiate en mótið hófst í dag og stendur til 5. apríl 2015. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Guðrún hóf leik kl. 8:15 að staðartíma (kl. 13:15 að íslenskum tíma) af 8. teig. Þegar Guðrún Brá er búin að spila 9 holur er hún T-11 þ.e. deilir 11. sæti með nokkrum öðrum keppendum. Til þess að fylgjast með Guðrúnu Brá og Fresno State í Mississippi SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og er því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson F. 3. apríl 1997 (18 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970; Dorothy Germain Porter, f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012);  Marlon Brando, f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004; Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. 9. september 1985); Sandra Spuzich, f. 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Laetitia Beck (26/45)

Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck, en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice (en þær 4 hafa þegar verið kynntar). Laetitia Beck var ein af þeim 3 heppnu sem unnu bráðabanann og er með fullan spilarétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 12:00

Marc Leishman missir líklega af Masters vegna veikinda konu sinnar

Eiginkona ástralska kylfingsins Marc Leishman var flutt á spítala með lungnabólgu og nú er óvíst hvort hann muni taka þátt í the Masters risamótinu, sem hefst á Augusta National í Georgía í næstu viku. Eiginkona Leishman, Audrey, hélt í fyrstu að hún væri bara með venjulega flensu en hún virðist vera með þetta þráláta afbrigði flensu sem snýst fyrr en varir í lungnabólgu og getur orðið lífshættulegt. Audrey var flutt á  Virginia Beach hospital þar sem henni var komið í lyfjadá til þess að geta veitt henni bestu mögulegu meðferð skv.frétt í the Australian Associated Press. Í fréttatilkynningu frá Leishman sem AAP birti sagði hann: „Fjölskylda okkar er þakklát fyrir góðar hugsanir Lesa meira