Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 19:45

PGA: JB Holmes með frábæran lokahring!!!

Bandaríski kylfingurinn JB Holmes er búinn að eiga hreint æðislegan lokasprett á Shell Houston Open. Greinlegt að hann langar ósköpin öll á Masters, en meðal verðlaunanna er miði á Masters-risamótið, sem fram fer í næstu viku; Holmes hefir aðeins 1 sinni áður tekið þátt en þá varð hann T-25 árið 2008. Reyndar er hann öruggur með þátttöku þar, þar sem hann er í 20. sæti á heimslistanum, sem stendur. Þó Shell Houston mótið sé ekki búið og jafnvel ekki hringur Holmes, þá er vandséð að nokkur geti jafnað við hann; en jafnvel það er ekkert öruggt þegar menn eins og Jordan Spieth eru á eftir Holmes (búinn að spila 9 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 19:00

Poulter tippar á Bubba Watson

Ian Poulter tippar á að Bubba Watson nái að verja titil sinn á Masters risamótinu, fyrsta risamóti ársins,  sem hefst í næstu viku. „Hann er sá sem flestir telja að muni sigra. Þetta (Augusta National) fellur bara svo vel að leik hans, þannig að maður býst við að sjá hann ofarlega á skortöflunni á sunnudaginn.“ sagði Poulter í viðtali við Sky Sports. „Í gegnum árin hefir sleggjunum gengið vel á þessum golfvelli, en sérstaklega þeim örvhentu,“ hélt Poulter áfram. Phil (Mickelson) og Bubba eru báðir sleggjur og auk þess örvhentir, þannig þeir bara eru sigurstranglegri meðan þeir rétthentu verða að vera duglegir í að draga (ens. draw) boltann. „Það eru nokkur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976 og er því 39 ára í dag. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eru því 39 ára í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 08:45

Gleðilega páska!

Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 3 1/2 ár og á þeim tíma hafa tæp 12.000 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, þ.e. golffréttir á ensku, þýsku og íslensku, sem gerir að meðaltali u.þ.b. 9,5 golffréttir á dag. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Í dag, Páskadag, fer Golf 1 í stutt páskafrí og birtast engar fréttir aftur fyrr en í kvöld kl. 18:00. Gleðilega páska!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 08:30

GSG: Kirkjubólsvöllur opinn páskadag!

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði er opinn í dag, páskadag, 5. apríl 2015. Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri er að hræra í vöfflur, sem bornar verða fram að ásamt rjóma að hring loknum. Ágætis veður….  þannig að allt lítur út fyrir að hægt sé að verja páskadeginum í frábærri golfskemmtun hérna á suð-vesturhorninu! Nú er bara að fjölmenna í Sandgerði og spila stórgóðan Kirkjubólsvöllinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 08:00

PGA: Spieth leiðir f. lokahring Shell Houston – Hápunktar 3. dags

Það er heimamaðurinn Jordan Spieth, sem leiðir á Shell Houston Open, en Spieth er frá Texas. Spieth er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (69 66 67). Í 2.-4. sæti eru Austin Cook, Johnson Wagner og  Scott Piercy aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 13 undir pari, 203 höggum. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 20:00

PGA: Reed með ás á 3. hring Shell Houston

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed náði ási á 16. holu 3. hring Shell Houston Open, nú í kvöld. Sú sextánda er par-3 188 yarda (172 metra) löng braut. Sjá má ás Reed með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2015

Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 48 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Unnars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Unnar Ingimundur Jósepsson (48 ára – Innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 16:00

Sextíu sekúndna viðtal við Rory

Hafið þið nokkru sinni velt fyrir ykkur með hverjum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy myndi vilja spila golf; hver sé nánasti vinur hans á PGA Tour og hverjum hann myndi treysta fyrir að setja niður 10 feta fuglapútt, öðrum en sjálfum sér til þess, fyrir vinningsfjárhæðinni í því sem lagt hefir verið undir í sunnudags vinagolfhring? Einn golffréttamiðillinn lagði 8 spurningar fyrir Rory og hér koma 8 svör hans: Sp: Rory, hvern myndir þú vilja borga fyrir að sjá keppa í móti? Svar Rory: Bubba Watson. Sp: Hverjir myndir þú segja að séu bestu vinir þínir á PGA Tour? Svar Rory: Justin Thomas og Rickie Fowler og mér kemur vel saman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Garrett Phillips (27/45)

Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice. Garrett Phillips var ein af þeim 3 heppnu sem unnu bráðabanann og er með fullan spilarétt á LPGA keppnis-tímabilið 2015. Laetitia Beck hefir þegar Lesa meira