Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 16:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU urðu í 5. sæti í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Mason Rudolph meistaramótinu, sem fram fór í Vanderbilt Legends Club, í  Tennessee, 3.-5. apríl og lauk í gær. Í mótinu tóku þátt 81 keppendur frá 14 háskólum. Guðmundur Ágúst lauk keppni í 21. sæti í einstaklingskeppninni; lék samtals á 8 yfir pari, 221 höggi (74 76 71). Golflið ETSU varð í 5. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Mason Rudolph meistaramótinu SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót ETSU verður 13. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dóra Henriksdóttir – 6. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Dóra Henriksdóttir. Dóra fæddist 6. apríl 1966 í Póllandi. Hún er í GVG þ.e. Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska til hamingju með afmælið hér að neðan Dora Henriksdottir F. 6. apríl 1966 (49 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (53 ára); Robert Rock, 6. apríl 1977 (38 ára); Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (31 árs), Victor Riu, 6. apríl 1985 (30 ára stórafmæli!!!)…. og …. Bogi Agustsson F. 6. apríl 1952 (63 ára) Árni Björn Guðjónsson F. 6. apríl 1949 (66 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 13:25

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór sigraði á Red Wolves Intercollegiate!!!

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels, golflið Nicholls State tóku þátt í Red Wolves Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í RidgePointe Country Club, í Jonesboro, Arkansas 4.-5. apríl s.l. og voru þátttakendur 115 frá 21 háskóla. Andri Þór sigraði í mótinu þ.e. varð T-1 ásamt Lee Whitehead frá Tennessee Tech og því varð að fara fram bráðabani sem Andri Þór sigraði í!!! Andri Þór lék á samtals 1 undir pari, 212 höggum (69 70 73). Þetta er fyrsti sigur Andra Þórs í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu. Stórglæsilegur árangur þetta hjá Andra Þór!!! Fjallað er um frábæran árangur Andra Þórs á heimasíðu Nicholls State og má sjá þá umfjöllun með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 13:00

Klúbbfélagi í Augusta National Knox paraður með Tiger – vann Rory

Rory McIlroy skrifaði honum bréf og bað um „nokkra æfingahring“ með honum, en hann vann m.a. Sergio Garcia fyrir nokkrum árum á Augusta National og í síðustu viku var hann þ.e. Jeff Knox paraður með Tiger Woods. Jeff Knox er félagi í Augusta National og þekkir völlinn eins og lófann á sér.  Þegar þátttakendur í The Masters mótinu eru í oddatölu eins og nú (97 eftir að Marc Leishman dró sig úr mótinu) er Knox kallaður til. Skv. ýmsum heimildum lék Knox með Tiger s.l. föstudag á Augusta National.  Þetta var 2. æfingahringur Tiger á vellinum á þessu ári og nokkrum klukkustundum síðar kom fréttatilkynningin um að hann ætlaði að keppa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: JB Holmes?

JB Holmes sigraði í gær, 5. apríl 2015 á Shell Houston Open. Það er kunnara en í frásögur sé færandi að Holmes er snjall kylfingur; en han hefir aldrei verið meðal þeirra allra fremstu og hefir aldrei verið eins eins vinsæll og landar hans Rickie Fowler, Bubba Watson eða Dustin Johnson. En hver er kylfingurinn JB Holmes? JB heitir fullu nafni John Bradley Holmes og fæddist hann 28. apríl 1982 í Cambellsville, Kentucky og er því 32 ára. Hann byrjaði að spila með golfliði Taylor County High School í Campbellsville þegar hann var í 3. bekk. Hann þjáðist af mildri lesblindu þegar hann var í skóla. Æskuvinur Holmes, Brandon Parsons, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Brittany Lincicome?

Bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome sigraði í gær, 5. apríl 2015, á fyrsta kvenrisamóti ársins, ANA Inspiration (en mótið hét áður Kraft Nabisco Championship). Brittany er fædd 19. september 1985 í St. Petersburg, Flórída og því 29 ára. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfinga LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra) og þess vegna er hún oft kölluð Bam-Bam (með vísun til högglengdar sinnar). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 08:00

Colin Montgomerie: „Ef Tiger hættir í miðju Masters myndi það vera áfall fyrir alla.“

Tiger Woods ætlar sér auðvitað að sigra á Masters en það myndi vera áfall fyrir alla ef hann haltrar af braut á Masters í þessari viku. Það er álit  Colin Montgomerie (Monty) eftir að Tiger tilkynnti um að hann ætli sér að snúa aftur til keppnisgolfs á Masters í fyrsta sinn frá því í febrúar þegar hann dró sig úr móti vegna bakmeiðsla í fyrsta hring  the Farmers Insurance Open. Tiger er nú fallinn niður í 104. sætið á heimslistanum og hefir í raun ekki verið í neinni keppni að því er heitið getur í golfinu undanfarið; aftur á móti hefir hann æft mikið bæði í Flórída og í Augusta þessa s.l. daga… að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 02:08

LPGA: Brittany Lincicome sigraði á ANA Inspiration e. bráðabana við Stacy Lewis

Bandarísku stúlkurnar Brittany Lincicome og Stacy Lewis voru efstar og jafnar eftir hefðbundið 72 holu spil í Rancho Mirage í Kaliforníu, þar sem fyrsta kvenrisamót ársins af 5 fór fram nú um helgina. Báðar léku þær á 9 undir pari, 279 höggum; Lincicome (72 68 70 69) og Lewis (72  69  68  70). Báðar hafa sigrað í mótinu áður; Lincicome 2009 og Lewis 2011. Það varð því að fara fram bráðabani milli þeirra og var par-5 18. holan spiluð.  Á fyrstu tveimur holum bráðabanans var allt jafnt báðar með par í bæði skiptin. Það var á 3. holu bráðabanans sem úrslitin réðust, en þar var Lincicome aftur með par, meðan Lewis Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 00:30

PGA: JB Holmes sigrar á Shell Houston e. bráðabana v/Spieth og Wagner

JB Holmes stóð uppi sem sigurvegari á Shell Houston Open eftir bráðabana við þá Jordan Spieth og Johnson Wagner. Allir voru þessir þrír efstir og jafnir eftir 72 holu leik þ.e. á 16 undir pari, 272 höggum; JB Holmes (65 70 73 64); Jordan Spieth (69 66 67 70) og Johnson Wagner (69 68 66 69). Það varð því að koma til bráðabana milli þessara þriggja og var par-4 18. holan spiluð. Þar datt Spieth þegar út á 1. holu bráðabanas, þegar hann fékk skolla en Holmes og Wagner voru á parinu. 18. var aftur spiluð í 2. sinn og þar vann Holmes með pari en Wagner datt út með skolla. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 20:00

DJ gæti sigrað á Masters

Þetta eru spennandi tímar hjá Dustin Johnson (skammst. DJ). Hann er að snúa aftur til keppnisgolfs eftir að hafa tekið sér 6 mánaða frí til þess að koma skikki á einkamál sín. Og endurkoman hefir verið frábær, hann er með 1 sigur og 3 aðra topp árangra í beltinu en í 3 öðrum mótum  frá endurkomunni hefir hann ekki verið neðar en í 6. sæti. DJ á þar að auki gullfallega konu, Paulinu Gretzky og þau virðast ástfanginn og allt leikur í lyndi hjá þeim og skv. mörgum reynsluboltum í golfinu s.s. Gary Player er gott einkalíf grundvöllur velgengni í golfinu. Þann 19. janúar s.l. fæddist  DJ og Paulinu líka Lesa meira