Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 22:00

Bubba með sama matseðil á Champions Dinner og í fyrra skiptið

Núverandi Masters meistari Bubba Watson fær að setja saman matseðilinn á Masters Champions Dinner, sem einmitt fer fram í kvöld. Og Bubba ætlar bara að hafa það einfalt. Hann upplýsti í morgun að hann ætli að bera fram nákvæmlega það sama og hann var með í fyrra skiptið, þegar hann vann fyrri græna jakkann sinn 2013 þ.e.: Caesar salat, grillaðan kjúkling, grænar baunir, kartöflustöppu, maís og makkarónur í osti með brauði. Þetta er nammilegur matseðill sem Bubba setur saman og vafalaust góður en þó nokkuð „leiðigjarn“ miðað við marga ævintýralega rétti sem margir fyrrum sigurvegarar Masters móta hafa boðið upp á. Þannig var Sandy Lyle með haggis 1989; Jose María Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 20:00

Lexi bara ánægð með mynd af sér „naktri að ofan“ á forsíðu Golf Digest

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson birtist á forsíðu nýjasta tölublaðs hins virta Golf Digest golftímarits og er þar „nakin að ofan“ þ.e. greinilega sést að hún er ekki klædd nema hvað hún heldur að því er virðist handklæði/jakka fyrir brjóstum sér. Forsíðumyndin hefir verið mjög umtöluð vestra, svo vægt sé til orða tekið. Lexi birtist í viðtali við Fox&Friends nú í morgun og sagðist ekki hafa verið í neinum vandræðum með að hafa verið „nakin að ofan“ í myndatökunni. „Ég er í fleiri fötum á myndinni en fullt af stelpum á ströndinni,“ sagði Thompson í sjónvarpsþætti Fox & Friends „Ég er í skóm, í stuttbuxum og ég er í jakka sem hylur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 13:20

Ný Nike auglýsing með Rory og Tiger

Nike hefir sett á markað nýtt auglýsinga myndskeið með Tiger og Rory. Tiger hefir löngum verið á samningi hjá Nike og fyrirtækið staðið með honum í gegnum súrt og sætt. Nú er Rory einnig á samningi hjá fyrirtækinu. Við útkomu auglýsingarinnar sagði nr. 1 á heimslistanum Rory m.a.í fréttatilkynningu: „Þetta hefir verið ótrúleg ferð á mér frá því að vera mikill aðdáandi til keppanda. Að hugsa sér að ekkert allt of langt er síðan að ég var þessi litli strákur að horfa á hann í sjónvarpinu og til þess sem ég er staddur núna. Þetta hefir verið svöl ferð og ég er mjög heppinn að fá að keppa við og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer luku leik á Agnes McAmis minningarmótinu í 11. sæti

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2014 og golflið Pfeiffer tóku þátt í Agnes McAmis minningarmótinu, en það fór fram í Link Hill CC í Greenville, Tennessee, 30.-31. mars s.l. Þátttakendur voru 96 frá 16 háskólum. Stefanía Kristín lék á samtals 166 höggum (80 86) og lauk leik T-38 í einstaklingskeppninni; var á 3. besta heildarskori í liði sínu. Lið Pfeiffer varð í 11. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Agnes McAmis minningarmótinu SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Stefaníu Kristínar og Pfeiffer er 19. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil og Arkansas Monticello luku leik í 13. sæti í Flórída

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GM og golflið Arkansas Monticello luku leik á Argunaut boðsmótinu, sem fram fór í Tiger Point golfklúbbnum í Gulf Breeze í Flórída. Mótið fór fram dagana 29.-31. mars 2015 og voru þátttakendur 85 frá 16 háskólum. Theodór Emil lék á 240 höggum (81 78 81) og lauk keppni T-60 og á besta skori Arkansas Monticello. Ari lék á samtals 242 höggum (74 84 80) og lauk keppni T-63 í einstaklingskeppninni og á 2. besta skori Arkansas Monticello. Lið Ara og Theodórs Emils, Arkansas Monticello lauk leik í 13. sæti Til þess að sjá lokastöðuna á Arunaut boðsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 20:50

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már við keppni í Wyoming

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese er við keppni þessa stundina á Wyoming Cowboy Classic. Mótið fer fram á  Cowboy Classic Cattail golfvelinum (sem er par-72) í  Whirlwind golfklúbbnum, í Laramie, Wyoming og stendur dagana 6.-7. apríl 2015. Þátttakendur eru 100 frá 18 háskólum. Ragnar Már er búinn að spila 1. hringinn á 1 undir pari, 71 höggi og er sem stendur T-10 (þegar þetta er ritað kl. 20:45 að íslenskum tíma) McNeese er sem stendur T-6, þ.e. deilir 6. sætinu með 2 öðrum liðum. Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese State SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar var á besta skori Minnesota State í Arizona

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota State tóku þátt í ASU Thunderbird Invitational, sem fram fór á Karsten golfvellinum í Tempe, Arizona. Mótið fór fram dagana 3.-4. apríl 2015. Rúnar lauk keppni T-28 en var á besta skori liðs Minnesota State. Hann lék á samtals 5 yfir pari, 215 höggum (70 71 74).  Lið Minnesota State lauk keppni í 10. sæti Til þess að sjá lokastöðuna á ASU Thunderbird Invitational SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Rúnars og Minnesota State fer fram 18 apríl n.k. í Iowa.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind á næstbesta skori UNCG á Bryan National Collegiate

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í Bryan National Collegiate, sem fram fór á Bryan Park Champions keppnisvellinum, í Browns Summit, Norður-Karólínu. Berglind varð í  85. sæti – lék á 32 yfir pari,  248 höggum (84 83 81).   Hún var á næstbesta skori UNCG. UNCG, líð Berglindar varð í 18. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Bryan National Collegiate SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Berglindar og UNCG er 12. apríl n.k. í Georgia.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 19:55

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín við keppni á Old Waverly

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette eru við keppni á Old Waverly Collegiate Championship mótinu, sem fram fer í West Point, Mississippi. Mótið stendur dagana 6.-7. apríl og lýkur því á morgun.  Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Tveir hringir eru spilaðir fyrri daginn og hefir Haraldur Franklín lokið leik á fyrri hring þegar þetta er ritað (kl. 19:50 að íslenskum tíma) – lék á 1 undir pari, 71 höggi. Lið Louisiana Lafayette er sem stendur T-8 þ.e. deilir 8. sætinu. Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Louisiana Lafayette SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State luku leik í 5. sæti í Mississippi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State tóku þátt í Rebel Intercollegiate en mótið stóð dagana 3.-5. apríl 2015. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Guðrún lauk keppni í T-18i í einstaklingskeppninni en hún lék samtals á 5 yfir pari, 221 höggi (73 75 73). Golflið Fresno State varð í 5. sæti í liðakeppninni Til þess að sjá lokastöðuna á Rebel Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Fresno State er 20. apríl í n.k Rancho Mirage (þar sem ANA Inspiration 1. risamót kvennagolfsins á LPGA mótaröðinni fór fram um helgina) í Kaliforníu.