The Masters 2015: Niall Horan var kaddý Rory
Niall Horan úr Boys bandinu One Direction, tók við af Caroline Wozniacki, sem kylfusveinn Rory í par-3 keppninni, sem fram fór í gær. Fyrir þá sem ekki þekkja til Niall Horan eða hljómsveitarinnar One Direction þá er hér myndskeið af einu vinsælasta lagi þeirra: „What makes you beautiful“ Til að sjá SMELLIÐ HÉR: og öðru lagi „Story of my life“ – Til að sjá SMELLIÐ HÉR: sem allir eru eflaust búnir að heyra milljón sinnum í útvarpinu. Horan er írskur eins og Rory. Hann er vanur að koma fram fyrir milljónum, en viðurkenndi að hann hefði verið taugaóstyrkur þarna sem kaddý Rory. Horan stóð sig vel og þurfti ekki að lita hárið á Lesa meira
The Masters 2015: Daly selur varning sinn á Hooters og kennir syni sínum heima
Bandaríski kylfingurinn John Daly hefir ekki fengið boð um að taka þátt í The Masters risamótinu í mörg ár og besti árangur hans þar er T-3 árangur árið 1993. Nú er hann eins langt frá the Masters og hugsast getur golflega séð, þó líkamlega sé hann aðeins 1 km frá hliðum Augusta en þar er Daly á bílastæði Hooters veitingastaðarins, þar sem hann selur áritaða minjagripi s.s. der, flögg og sjálfsævisögu sína. Hann er þar ásamt kærustu sinni Önnu Cladakis, sem hann trúlofaðist s.l. desember en brúðkaup er framundan og verður Anna 5. eiginkona Daly, en þau hafa verið saman í 7 ár, frá árinu 2008. Kaupendur Daly-minjagripanna fá jafnvel Lesa meira
The Masters 2015: Streelman sigraði í par-3 keppninni – Jack Nicklaus og 3 aðrir með ás
Kevin Streelman bar sigur úr býtum í par-3 keppni The Masters 2015, eftir bráðabana við Camilo Villegas. Þeir voru báðir á 5 undir pari, 22 höggum eftir 9 leiknar par-3 holur. Það varð því að koma til bráðabana og þar vann Streelman, Villegas með fugli á 3. holu bráðabanans. Hefðinni skv. ætti Streelman ekki að takast að sigra á Masters mótinu sjálfu. Sjá má úrslitin úr par-3 keppninni 2015 með því að SMELLA HÉR: Sex-faldur sigurvegari græna jakkans, hinn 75 ára Jack Nicklaus náði ási á par-3 4. holu par-3 vallarins á Augusta og fékk að launum „high five“ frá spilafélögum sínum, Gary Player og Ben Crenshaw. Sjá má myndskeið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2015
Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már (T-6) og McNeese sigruðu í Wyoming!!!
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku keppni á Wyoming Cowboy Classic í gær. Mótið fór fram á Cowboy Classic Cattail golfvellinum (sem er par-72) í Whirlwind golfklúbbnum, í Laramie, Wyoming og stóð dagana 6.-7. apríl 2015. Þátttakendur voru 100 frá 18 háskólum. Ragnar Már lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 68 70) og átti m.a. glæsihring, á seinni hring fyrri dags þegar hann lék á 4 undir pari, 68 höggum!!! Ragnar Már varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 3 öðrum og er þetta frábær topp-10 árangur hjá Ragnari Má!!! McNeese lauk keppni í 1. sæti og átti Ragnar Már m.a. heiðurinn af þeim sigri en hann Lesa meira
Tveir tryggir aðdáendur
Tiger Woods á tvo afar trygga aðdáendur og þeir komu honum á óvart með því að birtast óvænt á æfingahring hjá honum. Reyndar eru aðdáendurnir þrír. Þar er átt við börn Tiger og Elínar Nordegren, Sam og Charlie, en þau eru á Augusta National og ætla að vera kylfuberar pabba síns í par-3 mótinu í dag og horfa á hann á The Masters risamótinu. Með Sam og Charlie var líka kærasta Tiger, Lindsey Vonn, skíðadrottning með meiru, svona til þess að sneisafylla krúttleikastuðulinn. Kannski að Tiger takist að hala inn þann 15. með svona sterkt stuðningslið í kringum sig? A.m.k. telja golffréttamenn að Tiger hungri mjög í risatitil og að Lesa meira
Tiger dansar á æfingaflötinni á Augusta
Daily Mail birti frétt þess efnis að Tiger hafi dansað á æfingaflötinni á Augusta National, þar sem Masters mótið, með hefst í dag með hinu hefðbundna par-3 móti! Hér má sjá myndskeiðið þar sem Tiger er sagður dansa SMELLIÐ HÉR: Okkur hér á Golf 1 virðist hann nú fremur vera að fíla í botn eitthvað sem hann er að hlusta á. Spurning hvað það er? Einhver tónlist? Leiðbeiningar frá þjálfaranum? Eða er hann bara glaður að vera aftur farinn að keppa á Masters?… sama hvernig allt fer??? (Endilega horfið á á allt myndskeiðið og síðan líka önnur sem koma í framhaldinu þar sem Tiger er sagður hafa fengið liðsauka í Lesa meira
Peter Aliss segir kvennréttindi hafa skemmt golfleikinn
Golffréttaskýrandinn Peter Alliss sagði nú nýlega í viðtali við Radio Times, orðrétt á ensku að baráttan fyrir auknum kvenréttindum hafi: “buggered up the game for a lot of people” [Lausleg þýðing: hafi skemmt (bein þýðing: horað) leikinn fyrir fullt af fólki]. Golfklúbbar sem einungis leyfa karlmönnum að gerast félagar hafa sætt gagnrýni, sem leitt hefir til þess að mótsstaðir Opna breska s.s. St. Andrews og Royal St George´s hafa leyft konum að gerast klúbbfélagar í fyrsta sinn í sögunni. Síðustu vígi karlanna í golfinu eru Royal Troon og Muirfield, sem eru einu mótsstaðir elsta risamótsins, sem synja konum um klúbbaðild. Ótrúlega forneskulegt! En nú hefir fyrrum fréttaskýrandi BBC (Aliss), 84 ára, haldið því Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Slæmur endir hjá Haraldi Franklín á Old Waverly
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette luku keppni á Old Waverly Collegiate Championship mótinu, sem fram fór í West Point, Mississippi. Mótið stóð dagana 6.-7. apríl og lauk í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék samtals á 8 yfir pari, 224 höggum (71 73 80) og varð T-50. Hann átti slæman lokahring eftir annars ágæta byrjun, en heldur óvanalegt er að sjá Harald fá 6 skolla og 2 skramba á golfhring, sem hann þó tók tilbaka með 2 fuglum. Lokastaðan 8 yfir pari á lokahringnum, sem einnig var heildarniðurstaðan, en fyrir lokahringinn var Haraldur Franklín á samtals sléttu pari e. 2 hringi. Haraldur Franklín Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 34 ára í dag. Suzann er nr. 6 á Rolex-heimslista kvenna og þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 21 titil þ.e.: 14 á LPGA, 7 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Christie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009. Suzann hefir 6 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 og 2011) tekið þátt í Solheim Cup liði Evrópu og var lykilkona Lesa meira










