The Masters 2015: Tiger á 69 – Myndskeið
Fjórfaldur Masters meistari Tiger Woods lék á 3-undir pari, 69 höggum í dag, föstudaginn 10. apríl 2015, á Augusta National, þ.e. á 2. hring The Masters í ár. Hinn 14-faldi risamótsmeistari (Tiger) kláraði spila á holurnar 36 á 2 undir pari, 142 höggum! Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2014 á WGC-Bridgestone Invitational sem Tiger hefir klárað tvo hringi undir pari. Auðvitað var þetta líka bara 3. skiptið sem hann hefir klárað 36 holur síðan 2014. „Þetta var sólíd dagur, ég gaf sjálfum með fullt af færum. Ég strögglaði aðeins við hraða flatanna, þær voru aðeins hægari en ég hélt að þær myndu vera,“ sagði Tiger. „Allt í allt náði ég nokkrum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 43 ára afmæli í dag! Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni (GL). Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA. Þórður er kvæntur Írisi Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Þórður Þórðarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, GO, 10. apríl 1949 (66 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (53 ára); Patrice Mourier, franskur 10. apríl Lesa meira
The Masters 2015: Stenson fúll á 15. – braut kylfu – Myndskeið
Nr. 2 á heimslistanum, Henrik Stenson, er ekki maður lítilla skapsmuna. Fyrirfram var vitað að hann yrði ekki í sínu besta formi í þessu móti því hann er nýstiginn upp úr svæsinni flensu og hefir ekkert verið að æfa að undanförnu. Á 15. braut var Stenson nóg boðið og slæmur hringur hans var farinn í taugarnar á honum. Hann braut kylfu eftir að 2. högg hans fór í tré og það 3. í vatnshindrun. Og allt auðvitað tekið upp og má sjá myndskeið af þessum slæma degi Stenson, þar sem hann braut kylfu á The Masters með því að SMELLA HÉR:
The Masters 2015: Jordan Spieth tjáir sig um nýtt 36 holu met sitt á Masters – Myndskeið
Jordan Spieth átti hreint magnaðan 2. hring á The Masters og er búinn að stinga alla hina af og hafi einhver haldið að 64-högga hringur hans í gær hafi verið eitthvert grís þá þarf sá hinn sami að endurhugsa málið eftir daginn í dag. Spieth lék 2. hring á Masters í dag á 66 glæsihöggum og er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (64 66)!!! Með þessu sló Spieth 36-holu skora meti sem Raymond Floyd setti The Masters 1976, en hann lék fyrstu tvo hringi á samtals 131 höggi! Þvílíkur hringur hjá Spieth – hann skilaði skollalausu skorkorti; var með hvern glæsifuglinn (alls 6) á fætur öðrum. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Einarsdóttir – 9. apríl 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Einarsdóttir. Hún er fædd 9. apríl 1999 og á því 16 ára afmæli í dag. Ólöf María er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Árið 2013 varð Ólöf María Íslandsmeistari bæði í holukeppni og höggleik 14 ára og yngri stelpna. Einnig vakti hún athygli það ár fyrir að fara tvívegis holu í höggi með nokkurra vikna millibili – afrekaði sem sagt það sem sumir ná ekki á allri golfævi sinni!!!! Árið 2014 var Ólöfu Maríu frábært í golfinu. Hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð, nú í flokki 15-16 ára, sigraði í 4 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar og er stigameistari GSÍ 2014 í telpnaflokki. Eins sigraði Lesa meira
The Masters 2015: Spieth efstur e. 1. dag
Það er bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth sem leiðir eftir 1. dag á The Masters risamótinu. Spieth lék Augusta National á 8 undir pari, 64 höggum. Ekkert smá glæsilegur árangur þetta!!! Í 2. sæti 3 höggum á eftir eru 4 kylfingar: Ernie Els, Charley Hoffman, Justin Rose og Jason Day, allir á 5 undir pari, 67 höggum. Nr. 1 á heimslistanum, Rory er enginn „bráð“ þ.e. enginn er að eltast við hann, en Rory er á 1 undir pari, 71 höggi og T-18 e. 1. dag. Tiger sem vann svo mikið í leik sínum til að koma aftur í keppnisgolfið lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-41. Til Lesa meira
Golfleikjaskóli Önnu Díu kveður eftir 15 ára farsælt starf
„Ég er bæði stolt og sátt með mitt,” segir Anna Día íþróttafræðingur sem kennt hefur nokkur hundruð kylfingum á öllum aldri grunnatriðin í golfíþróttinni í gegnum Golfleikjaskólann sem hún hefur starfrækt undanfarin 15 ár. Nú er komið að kaflaskilum hjá Önnu Díu sem ætlar að beina kröftum sínum að sundkennslu leikskólabarna og þjálfun eldri borgara í vatnsleikfimi. Anna Día segir að það sem standi upp úr á þessum 15 árum sé sá fjöldi kvenna sem hefur byrjað í golfíþróttinni eftir að hafa farið í gegnum byrjendakennslu hjá Golfleikjaskólanum. Frá upphafi var það markmið Golfleikjaskólans að sérhæfa sig í byrjendakennslu fyrir konur. Síðan bættust karlar og börn í hópinn. Golfleikjaskólinn bauð Lesa meira
The Masters 2015: Fyrsti hringur hafinn – Fylgist með á skortöflu hér!
Fyrsti hringur The Masters mótsins hófst stundvíslega kl. 11:45 þ.e. fyrir næstum 2 klukkustundum síðan. Hér má sjá paranirnar í ár fyrir 1. og 2. hring SMELLIÐ HÉR: Fyrstir fóru út þeir Charley Hoffman og Brian Harman. Mikill spenningur er fyrir hollum Rory, Ryan Moore og Phil Mickelson sem fer út kl. 14:41 og Tiger, Jamie Donaldson og Jimmy Walker, sem fer út kl. 17:48 að íslenskum tíma. Fylgjast má með á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
The Masters 2015: Hvaða áhugamenn eru með 2015?
Það eru 7 áhugamenn sem taka þátt í The Masters risamótinu að þessu sinni af þeim 97 sem þar keppa. Þetta eru (heimslistarönkun áhugmannanna er fyrir aftan nöfn þeirra og þjóðerni): Corey Conners, Kanada (20); Bradley Neil, England (24); Scott Harvey, Bandaríkin (53); Byron Meth, Bandaríkin; Antonio Murdaca, Ástralía (79); Gunn Yang (86) S-Kóreu og Matias Dominguez, Chile (130). Dominguez var einn þeirra sem fór holu í höggi í par-3 keppninni í gær og sá fyrsti frá Chile til að keppa á The Masters frá 1964. Kyle Porter hjá CBS hefir gert spá um hver þessara 7 verði efstur og raðað þeim á lista eftir hver þeirra hann telji að Lesa meira
The Masters 2015: Stenson gerir sér litar vonir um sigur eftir flensu
Nr. 2 á heimslistanum Henrik Stenson er afslappaður yfir öllu varðandi The Masters risamótið og segir vonir sínar um sigur „flognar út um gluggann.“ Það er vegna þess að hann fékk svæsna flensu og varð að draga sig úr Houston Open í síðustu viku, en hann hefir samt lítið getað æft í viku fyrir mótið. Í staðinn hefir hann lagt áherslu að ná sér almennilega eftir flensuna og er enn ansi slapplegur og ekki í besta formi sínu. Stenson hefir samt gengið ágætlega í s.l. 3 mótum þar sem hann varð fjórði, fjórði og í 2. sæti – og í Arnold Palmer Inv. rann sigurinn í mótinu rétt úr greipum Lesa meira










