The Masters 2015: Rose heitur!
Justin Rose er nú í 2. sæti fyrir lokahringinn á The Masters risamótinu. Hann er 4 höggum á eftir forystumanninum, Jordan Spieth, búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 70 67) „Þetta verður mikil reynsla á morgun (þ.e. í dag), stórkostleg reynsla,“ sagði Rose eftir 3. hring, í gær. „Jordan er að spila ótrúlegt golf. Það verður frábært að fylgjast með honum og reyna að halda í við hann.“ Rose hefir unnið a.m.k. eitt PGA Tour mót á hverju s.l. 5 ára þ.á.m. Opna bandaríska risamótið 2013 í Merion. Hann hefir ekkert verið sérlega heitur á þessu keppnistímabili; hann hefir ekki komist í gegnum niðurskurð 3 Lesa meira
The Masters 2015: Rástímar og paranir f. 4. hring
Fyrstur út á lokahring Masters fer út tælenski kylfingurinn Thongchai Jaidee og það kl. 10 að staðartíma, sem er kl. 14 að íslenskum tíma eða eftir 1 tíma. Næstur á eftir honum fara út fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópu, Darren Clarke og Fidji-eyingurinn Vijay Singh, en ræst er út með 10 mínútna millibili. Rory og Tiger fara út kl. 14:30 eða kl. 18:30 að íslenskum tíma og verður spennandi að fylgjast með þeim. Lokahollið sem í eru Justin Rose (2. sætið) og (forystumaðurinn) Jordan Spieth fer ekki út fyrr en kl. 14: 50 að staðartíma eða rétt fyrir kvöldmatarleytið hér á Íslandi (kl. 19:00) Til þess að sjá rástíma og paranir á Lesa meira
Hrafn á Masters
Meira af Hrafni Guðlaugssyni, klúbbmeistara GSE 2012 og 2014 og Faulkner. Á morgun byrja svæðismótin SSAC í Montgomery, Alabama hjá honum, en í gær var Hrafn að slappa af. Hann er einn Íslendinga, sem staddur er á the Masters risamótinu en ólíkt öðrum var tekin mynd af honum og Jordan Spieth! Fyrir andliti sér heldur Hrafn á einhvers konar skrá og segir í texta með myndinni: „Ég er augljóslega bara að lesa!“ … sem er eins gott því það er stranglega bannað að taka myndir! Þetta er svo sannarlega Golfmynd vikunnar hér á Golf 1!!! Vel gert Hrafn!
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn (í 2. sæti) og Faulkner sigruðu á Red Hawk Spring Classic
Hrafn Guðlaugsson, GSE, er aldeilis að gera góða hluti í bandaríska háskólagolfinu. Stutt er síðan að hann sigraði í einstaklingskeppni – Sjá umfjöllun Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Nú um daginn, nánar tiltekið 6.-7. apríl s.l. tóku Hrafn og lið hans í Faulkner háskólanum þátt í Red Hawk Spring Classic. Mótið fór fram á Canebrake golfklúbbnum í Athens, Alabama og gestgjafi var Martin Methodist háskólinn. Þátttakendur í mótinu voru 60 frá 10 háskólum. Hrafn varð í 2. sæti í mótinu (70 72) í einstaklingskeppninni (en herbergisfélagi hans í Faulkner, Hunter Fikes sigraði í mótinu (71 69). Lið Hrafns varð í sigursæti mótsins af 10 háskólum – og Hrafn Lesa meira
Spieth vildi sigra á Masters þegar hann var 14 ára – Myndskeið
Í 7 ára gömlu viðtali sagðist Jordan Spieth , sem þá var 14 ára, vilja sigra á The Masters. Nú 7 árum síðar aðeins 21 árs er hann í þeim sporum að geta sigrað á The Masters. Hér má sjá myndskeið af viðtali við þjálfara hins 14 ára Spieth og síðan Spieth sjálfan þar sem hann segist vilja sigra á The Masters. Draumur sem verður að veruleika í dag? Hér má sjá myndskeiðið með viðtalinu við hinn 14 ára Texasbúa Jordan Spieth SMELLIÐ HÉR:
The Masters 2015: Hápunktar 3. hrings – Myndskeið
Það sáust mörg góð tilþrif á 3. hring The Masters risamótsins. Hér má sjá hápunkta 3. hrings á The Masters risamótinu SMELLIÐ HÉR:
The Masters 2015: Uppskrift að ekta Pimento ostasamloku á la Masters
Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, á árinu 2013 til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka 🙂 ) Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er sérlega Lesa meira
The Masters 2015: Blaðamannafundur með Spieth e. 3 hring – Myndskeið
Eftir metheildarskor Jordan Spieth upp á 16 undir pari, 200 höggum (64 66 70) var efnt til blaðamannafundar. Á fundinum sagði Spieth m.a. að það hefðu verið vonbrigði að hafa verið á 4 undir fyrir 17. holu og hafa síðan lokið 3. hring á 2 undir pari, 70 höggum. Hann sagði líka að í raun væri hann samt ánægður því skorið hefði getað verið mun verra og var ánægður með björgun á 18. holu. Spieth sagði að sér hefði liðið vel alla mótsdagana en erfitt hefði verið að vera með mikla forystu. Gott hefði verið að sjá mörg pútt detta, en á hinn bóginn hefði verið erfitt að þurfa að Lesa meira
The Masters 2015: Rory og Tiger í sama ráshóp lokahringinn
Rory og Tiger (Nike-teymið) mun spila í sama ráshóp lokahringinn á The Masters risamótinu. Þeir hafa verið paraðir saman í 11 PGA Tour mótum of 4 þessara móta eru risamót ….. en aldrei hafa þeir áður spilað saman lokahring. Þeirra býður það erfiða verkefni að saxa á forystu og helst ná auðvitað, forystumanninum, Jordan Spieth, en munurinn á þeim og Spieth eru 10 högg, þar sem báðir hafa spilað 54 holurnar á samtals 6 undir pari, en Spieth er á metskori 16 undir pari. Þetta þýðir að þeir hafa enga ástæðu til að spila öruggt heldur hafa mun meiri ástæðu til að spila aggressívt sóknargolf. Það gæti þýtt flugeldasýningu fyrir Lesa meira
The Masters 2015: Spieth m/ 4 högga forystu f. lokahringinn: „Langt eftir í land“
Annað árið í röð mun Jordan Spieth spila í lokaráshópnum á The Masters. En nú mun það koma öllum á óvart ef hann fer ekki frá keppni í grænum jakka! Spieth er nú þegar búinn að setja met fyrir lægsta skor eftir 36 og 54 holur. Hann bætti 54 holu skormetið sem Tiger og Raymond Floyd áttu um eitt högg og er sá eini í sögu Masters, sem spilað hefir á samtals 16 undir pari, 200 höggum. Ef ekki hefði verið fyrir skramba á Nandínu (17. braut Augusta National) þá hefði Spieth bætið metið enn meir og fátt, nema e.t.v. epískt hrun, getað komið í veg fyrir sigur hans – m.ö.o. hann hefði átt Lesa meira










