Heimslistinn: Jordan Spieth nr. 2
Jordan Spieth, sigurvegari The Masters risamótsins var í síðustu viku fyrir Masters í 4. sæti á heimslistanum. Nú um áramótin 2014/2015 var Spieth í 9. sæti heimslistans og aðeins fyrir 2 árum síðan, árið 2013, í 141. sæti. Nú eftir sigurinn fer hann upp um 2 sæti úr 4. sætinu í 2. sætið!!! Þetta er það hæsta sem hinn 21 árs Spieth hefir komist á heimslistanum; aðeins Rory er enn á undan honum. Staða efstu 10 á heimslistanum er nú eftirfarandi: 1. sæti Rory McIlroy 11,54 stig 2. sæti Jordan Spieth 9,15 stig 3. sæti Henrik Stenson 7,64 stig 4. sæti Bubba Watson 7,41 stig 5. sæti Jason Day 6,39 Lesa meira
Fötluð systir Jordan Spieth – Ellie – veitir honum innblástur – Myndskeið
Lífið hefir ekki alltaf verið dans á rósum fyrir nýbakaðan Masters meistara Jordan Spieth Hann á fatlaða yngri systur, Ellie sem þjáist af taugasjúkdómi og er auk þess að mörkum þess að vera einhverf. Hann ver hluta af þeim fjármunum, sem hann vinnur sér inn á PGA Tour til góðgerðarstofnunar sinnar, sem styrkir: 1) aðallega ungmenni, sem glíma við fatlanir eins og systir hans, 2) fjölskyldur hermanna og 3) uppbyggingu á unglingagolfi. Spieth er einn af þeim sem gefur til baka. En Ellie er sú sem að sögn Jordan heldur honum á jörðinni og veitir honum innblástur – og hann segist finna til með systur sinni og félögum hennar þegar hann sér Lesa meira
The Masters 2015: Spieth veittur græni jakkinn – Myndskeið
Það er í Butler´s Cabin, sem sigurvegara The Masters er veittur græni jakkinn. Í ár var það Bubba Watson sem klæddi sigurvegara The Masters 2015, Jordan Spieth, í græna jakkann. Til þess að sjá myndskeiðið þar sem Jordan Spieth hlýtur græna jakkann SMELLIÐ HÉR:
The Masters 2015: Hver er Annie Verret?
Jordan Spieth var kysstur og knúsaður í bak og fyrir, eftir sigurinn á Masters risamótinu af fjölskyldu sinni, vinum og …. Annie Verret. Annie Verret? Hver skyldi það nú vera? Annie og Jordan hafa verið saman síðan þau kynntust fyrst 16 ára í highschool í Texas, en nú eru bæði 21 árs. Og Annie, kærastan hans Jordan er ekki bara sæt, heldur þrælklár, en hún er með 4 (sem er það sama og 10 á Íslandi) í meðaleinkunn í viðskiptafræði frá Texas Tech. Svo mikið er víst að hún verður með flottari WAG´s um í Ryder bikarnum, sem fram fer á næsta ári, 2016 í Bandaríkjunum. Annie og Jordan eru Lesa meira
The Masters 2015: Spieth sigraði!
Það var sá sem búinn var að leiða alla mótsdaga The Masters risamótsins, Jordan Spieth, sem stóð uppi sem sigurvegari. Sigurskorið var 18 undir pari, 270 högg (64 66 70 70) – jöfnun á lægsta heildarskorinu, en í reynd setti Spieth nýtt heildarskormet eftir 36 holur – var á 14 undir pari þá og jafnaði síðan 54 holu heildarskormetið var á samtals 16 undir pari þá og lauk keppni 18 undir eins og áður segir, en við það jafnaði Spieth met um lægsta skor eftir 72 holur á Masters, 270 högg, sem Tiger setti 1997. Spieth er líka sá fyrsti á Masters sem kemst í að verða 19 undir pari Lesa meira
The Masters 2015: Allt lítur vel út hjá Spieth e. fyrri 9
Hinn 21 árs Jordan Spieth er nú aðeins 9 holur frá draumi sínum – að sigra á The Masters risamótinu. Hann hefir aðeins aukið forystu sína, er kominn með 5 högga forystu á þann sem næstur kemur, keppinaut sinn Justin Rose. Samtals er Spieth á 17 undir pari. Nú eru aðeins seinni 9 með hinu fræga Amen Corner eftir. Spieth er búinn að fá 3 fugla og 2 skolla, er samtals á 1 undir pari eftir fyrri 9. Rose er á sléttu pari fyrri 9, búinn að fá 2 fugla og 2 skolla. Hann deilir nú 2. sæti með Phil Mickelson en báðir eru samtals á 12 undir pari , Lesa meira
The Masters 2015: Allir farnir út lokahringinn – Fylgist með hér!
Nú eru allir farnir út á lokahring The Masters og úrslit nálgast í fyrsta risamóti ársins, með hverri holunni sem spiluð er. Síðasti ráshópur, þeirra Justin Rose og Jordan Spieth fór út fyrir um 1 klst síðan. Eftir 5 holu leik leiðir Spieth enn, en Rose er búinn að saxa á forystuna nú munar aðeins 3 höggum milli þeirra og 13 holur eftir!!! Heldur Spieth þetta út? Spennan magnast með hverri holunni! Tekst Spieth að yfirvinna gamlar, vondar minningar af því þegar hann tapað forystunni á 7. holu fyrir Bubba Watson í fyrra, eða gerist þa sama nú fyrir reynsluboltanum Rose? Svarið fæst næstu 30 mín! Til þess að fylgjast Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lilja Ingibergsdóttir – 12. apríl 2015
Afmæliskylfingar dagsins er Lilja Ingibergsdóttir. Lilja er fædd 12. apríl 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Lilju hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lilja Ingibergsdóttir F. 12. apríl 1975 (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Donna Andrews, 12. april 1967 (48 ára); Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (40 ára stórafmæli!!!); … og … Evrópumótaröð karla (ens.: European Tour) á 43 ára afmæli í dag! Jafnframt eiga eftirfarandi afmæli, Russell Henley, 12. apríl 1989 (26 ára); Oliver Goss, 12. apríl Guðrún Björg Egilsdóttir, GO F. 12. april Lesa meira
The Masters 2015: Spieth þarfnast þolinmæði til að klára sem sigurvegari!
Fyrir fjórum árum síðan var 21 árs strákur sem leiddi með 4 höggum fyrir lokahringinn á the Masters og var síðan á 80 höggum lokahringinn og glutraði epískt niður forystu sinni. Í dag mun annar 21 árs strákur fara út (reyndar nú aðeins eftir 2 tíma) með 4 högga forystu og reyna að vinna fyrsta risatitil sinn, nokkuð sem hann hefir dreymt um í óralangan tíma. Og hver er eiginlega munurinn milli þessara tveggja 21 árs stráka; Rory (2011) og Jordan Spieth (2015)? Munurinn er m.a. sá að þetta var í fyrsta skipti sem Rory hafði verið í forystu fyrir lokahring á risamóti. Þetta er hins vegar í 2. sinn Lesa meira
Græni jakkinn
Það er þetta sem allt snýst um …. að geta klæðst græna jakkanum! Græni jakkinn á upphaf sitt allt til fyrstu daga Masters mótsins, 1937, þar sem félagar Augusta National voru látnir klæðast grænum jökkum til þess að aðgreina þá frá öðrum sem voru á mótinu. Frá árinu 1949 hefir sigurvegari Masters risamótsins fengið að klæðast græna jakkanum í 1 ár – að sigurárinu liðnu er hefð að skila jakkanum til klúbbsins, en þeir sem eru í Masters Champions hópnum þ.e. þeir sem hafa sigrað á Masters mótinu fá að klæðast jakka sínum aftur þegar þeir koma að Augusta National Allir nema Gary Player gerðu það, þ.e. skiluðu græna jakkanum Lesa meira










