Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 11:00

Tiger meiddist á hendi á lokahring The Masters

Tiger Woods meiddi sig á hendi á lokahringnum á The Masters og sagði eftir hringinn að „handarbein hefði farið úr lið.“ Svo virðist sem Tiger hafi slegið í trjárót þegar hann var að spila 2. höggið sitt á 9. holu. „Beinið fór úr lið og ég kippti því aftur í lið,“ sagði Tiger. „Þetta var vont. Það var svo sannarlega vont. Ég vissi ekki að það væri trjárót þarna. Ég fór með hendina eða réttara sagt kylfuna beint í hana. Hún haggaðist ekki en líkami minn var á hreyfingu.“ „Þetta fór úr lið, en mér tókst að kippa þessu í liðinn, sem mér leið ekki vel með en þetta small Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 10:00

Spieth ætlar ekkert úr græna jakkanum

„Ég hef plön um að fara ekkert úr honum um stund,“ sagði Spieth eftir að hann var klæddur í græna jakann á The Masters af sigurvegara mótsins 2014, Bubba Watson. „Ég mun líklega sofa í honum (græna jakkanum) í nokkrar nætur.“ „Þetta er ótrúlegasta vika lífs míns. Þetta er eins frábært og það verður í íþróttagrein okkar (golfinu). Þetta er draumur minn sem rætist. Ég hef ekki brotið 70 á síðasta ári jafnvel þó ég hafi haft tækifæri til sigurs þannig að vera á lágu skori hér (á Augusta National) og heyra þessi fagnaðaróp en mjög sérstakt.“ „Að fá aðild að klúbbi grænu jakkana og verða hluti af Masters sögunni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 09:00

Mickelson og Rose tala um lokahringi sína – Myndskeið

Hér má sjá myndskeið þar sem Phil Mickelson og Justin Rose tala um lokahringi sína á The Masters risamótinu 2015 – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Það voru Mickelson og Rose sem deildu 2. sætinu á The Masters í ár – voru báðir á 14 undir pari, hvor, sem oft hefði nú dugað til sigurs eða a.m.k. bráðabana …. en ekki í þetta sinn. Spieth var einfaldlega með yfirburði sigraði á 18 undir pari. Rose sagðist m.a. hafa getað gert betur.  Spieth hefði ekki gefið sér nein færi en hann hefði s.s. ekki búist við því heldur. Rose sagðist e.t.v. hafa eygt smá von á 16. holu – en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 08:00

Wozniacki neitar því að hamingjuóskir hennar til Spieth hafi verið sneið til Rory

Caroline Wozniacki hefir verið ásökuð um það á félagsmiðlum að hamingjuóskir sem hún sendi Jordan Spieth vegna sigurs hans á The Masters risamótinu hafi verið sneið til Rory. Í hamingjuóskum Wozniacki sagði: „Congratulations to @JordanSpieth on winning @TheMasters! Extremely impressive how he came out firing from the start and never looked back!“ (Lausleg þýðing: Hamingjuóskir til @JordanSpieth fyrir að sigra @TheMasters! Verulega flott hvernig hann skoraði allt frá byrjun og leit aldrei aftur!“) Margir á félagsmiðlunum ásökuðu Caroline um að þetta væri ein aðferða hennar til að ná sér niðri á Rory, sem sagði henni upp með símhringingu en ekki augliti til auglitis á síðasta ári, meðan þau voru trúlofuð, rétt eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 07:00

The Masters 2015: Hápunktar og myndasería frá lokahringnum – Myndskeið

CBS hefir tekið saman 10 mínútna langt myndskeið um hápunkta lokahringsins á The Masters risamótinu 2015. Hápunktana má sjá með því að SMELLA HÉR:  Hér má einnig sjá myndaseríu frá lokahring Masters  – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 01:30

Spieth farinn frá Augusta

Jordan Spieth er nú farinn frá Augusta National til New York. Hann setti meðfylgjandi mynd inn á facebook síðu sína, en þar má sjá hann fara um borð í einkaþotu sem einn styrktaraðila hans Under Armour sendi eftir honum. Á facebook síðu sína skrifaði Spieth kl. 21:30 í gær (13. apríl 2015) að okkar tíma: „Unbelievable week…so thankful for everyone’s support. Off to NYC!“ (Lausleg þýðing: „ Ótrúleg vika …. svo þakklátur fyrir stuðning allra. Farinn til New York City!“)

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2015 | 19:30

Rick Shiels fer yfir kylfurnar í poka Masters-meistarans Jordan Spieth – Myndskeið

Rick Shiels fer í meðfylgjandi myndskeiði yfir þær kylfur sem eru í poka Jordan Spieth. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:  Eftirfarandi verkfæri voru í poka Spieth á The Masters risamótinu 2015: Dræver: Titleist 915D2 (9.5°, Aldila Rogue 60 TX skaft) 3-tré: Titleist 915F (15°, Graphite Design Tour AD-DI7 X skaft) Blendingur: Titleist 915Hd (20.5°, Graphite Design Tour AD-DI 95 X skaft) 4-9 járn: Titleist AP2 714 (True Temper Project X 6.0 sköft) 46° fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (True Temper Project X 6.0 skaft) 52° fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (True Temper Project X 6.0 skaft) 56° fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (True Temper Project X 6.0 skaft) 60° fleygjárn: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davis Love III ——- 13. apríl 2015

Það er fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum 2016 Davis Milton Love III sem er afmæliskylingur dagsins. Love III er fæddur í Charlton, Norður-Karólínu 13. apríl 1964 og á því 51 árs afmæli í dag. Hann fæddist daginn eftir að pabbi hans Davis M Love Jr. lauk við lokahring sinn í Masters-mótinu 1964, en pabbi hans var golfkennari og atvinnumaður í golfi og móðir hans, Helen, lágforgjafarkylfingur. Love III gerðist atvinnumaður í golfi 1985, sem sagt 21 árs. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 36 mótum þar af 20 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum kom 1997 þegar hann sigraði í PGA Championship. Love III er hin síðari ár best Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2015 | 14:00

Kvikmyndin sem Spieth horfði á fyrir lokahringinn

Jordan Spieth sagðist ekki hafa fengið mikinn svefn fyrir lokahring The Masters risamótsins. Vafalaust af spennu og stressi. Og hvað gerir maður þá? Reynir að slappa af. Og hvað gerði Spieth? Hann sagðist hafa horft á kvikmynd sem heitir „Forgetting Sarah Marshall“ til þess að dreifa huganum. Þetta sagði hann í viðtali við CBS, sem olli mikilli kátínu fréttamanna og bætti síðan við að sér finndist kvikmyndin ein sú besta sem hann hefði séð.  Hún hefði fengið sig til að hlægja og slappa af. Sjá má þetta líka í „18 atriðum sem maður þarf að vita um sigur Jordan Spieth (á Masters)“ sem CBS Sports hefir tekið saman, með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2015 | 11:15

Snemma beygist krókurinn – Jordan Spieth byrjaði 1 1/2 árs í golfi!

Nýbakaður Masters meistari Jordan Spieth byrjaði ungur í golfi, aðeins 1 1/2 árs – þ.e. fyrir 19 1/2 ári með plastkylfum, til þess að halda honum uppteknum meðan yngri bróðir hans fæddist. Hann byrjaði að fara f með pabba sínum og yngri bróður á æfingasvæðið þegar hann var 4 ára. Og allt frá því að hann byrjaði hefir hann aldrei stoppað og virðist endalaust geta bætt sig. Jordan Spieth er sonur Chris og Shawn og á tvö yngri systkini: 1 bróður Steven og þá sem er yngst, systurina Ellie. Mamma Jordan sagði eitt sinn í viðtali: „Við (Spieth-fjölskyldan) gerðumst félagar í  Brookhaven Country Club í Dallas (Texas) þegar Jordan var 8 ára Lesa meira