Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agla Hreiðarsdóttir – 15. apríl 2015

Það er Agla Hreiðarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Agla er fædd 15. apríl 1960 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Agla tekur virkan þátt í innanfélagsmótum hjá Keili, bæði púttmótum og mótaröðum sem og öðrum opnum golfmótum og spilar golf hérlendis sem erlendis. Sjálf hefir afmæliskylfingurinn sagt: „Ég spila golf og verð sjúkari í golfið með hverju sumrinu enda frábær félagsskapur og fín útivera.“ Agla er gift Gunnari Bergmann og á 3 börn, Gunnar, Karenu og Þóreyju og tvo dásamlega ömmu/afastráka, Gabríel Bergmann 6 ára og Kristján Frey næstum 5 ára. Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan: Agla Hreiðarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 11:45

Michael Greller fór úr stærðfræðikennslu í kaddýstörf fyrir Spieth… og sér ekki eftir því!

Michael Greller kenndi stærðfræði og raunvísindi í 6. bekk í 10 ár og þótti fremur strangur kennari, sem þó undir niðri bar ekkert nema hag nemenda sinna fyrir brjósti. Greller ætlaði sér aldrei að vera kaddý.  Hann er „scratch-ari“ sjálfur (þ.e. með forgjöf um 0) og var áhorfandi á U.S. Amateur Public Links Championship í Gold Mountain golfklúbbnum árið 2006 þegar hann tók eftir strák sem bar poka sinn sjálfur.  Þetta var Matt Savage nemandi í Florida State carrying his own bag, og var pirraður eftir 1. hring sem hann lék á 75 höggum. Greller bauðst til þess að bera pokann fyrir hann frítt.  Um það sagði Greller: „Við fórum í fjórðungsúrslitin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst sigraði í 2. sinn á skömmum tíma!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í The Greenbrier Collegiate Inviational en mótið fór fram á TPC White Sulphur Springs golfvellinum í Greenbrier, í Vestur Virginíu í Bandaríkjunum. TPC White Sulphur Springs völlurinn var hannaður af Charles Blair Macdonald „föður golfvallarhönnunar í Bandaríkjunum“ og opnaði fyrir meira en 100 árum, árið 1914.  Þetta er glæsivöllur sem margir af bestu kylfingum samtímans hafa keppt á; menn á borð við golfgoðsagnirnar Arnold Palmer og Gary Player og Tiger Woods. Háskólamót Guðmundar Ágústs stóð dagana 13.-14. apríl og lauk því í gær.  Þátttakendur voru 72 frá 13 háskólum. Guðmundur Ágúst sigraði í einstaklingskeppninni og deildi sigursætinu með 2 öðrum: Jonathan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 09:45

Jordan Spieth í Today Show – „Græni Jakkinn eins og silki!“ – Myndskeið

Eftir sigurinn á Masters flaug Jordan Spieth til New York, eins og áður hefir komið fram hér á Golf 1. Þar kom hann fram í ýmsum sjónvarpsþáttum m.a. The Today Show með Matt Lauer. Hann var m.a. spurður um hvort hann hefði nokkuð farið úr Græna Jakkanum frá því hann var klæddur í hann á Augusta National. Spieth svaraði því að hann (jakkinn) hefði ekki vikið frá hlið sér og þetta væri besti jakki sem hann hefði fengið, hann væri eins og silki. Hér má sjá Jordan Spieth í viðtali í The Today Show SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 09:00

Dýr á golfvöllum: 75 ára Ástrali bitinn af krókódíl

Heldri ástralskur kylfingur hefir heitið því að snúa aftur á golfvöllinn þrátt fyrir að hafa verið bitinn af krókódíl eftir að hann náði í bolta sinn úr vatnshindrun meðan hann var við golfleik í Ástralíu. John Lahiff, 75 ára, var að spila golf á Palmer Sea Reef golfvellinum í Port Douglas, 70km norður af hinni vinsælu túristaborg Cairns, síðdegis í fyrradag, hehehe mánudaginn 13. apríl (fyrir þá sem eru hjátrúarfullir) þegar hann húkkaði bolta sinn í vatnið á 11. holu. „Ég keyrði á golfbílnum mínum til þess að sækja boltann og ég sá ekki krókódílinn sem var í sólbaði þarna í einu horni vatnshindrunarinnar,“ sagði Lahiff í viðtali við Australian Broadcasting Corporation. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 23:00

Spieth hjá Letterman – Myndskeið

Jordan Spieth, hinn 21 árs nýbakaði Masters meistari flaug í gær til New York, en þar voru m.a. viðtöl tekin við hann á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum. Eins var Empire State byggingin lýst í grænum lit honum til heiðurs. Svo mikið er víst að Spieth slær í gegn hvar sem er sbr. dægurlagatexta Frank Sinatra „…. if you can make it there you´ll make it everywhere, it´s up to you NY NY!“ Um kvöldið kom Spieth svo fram í spjallþætti David Letterman. Sjá má myndskeið af Spieth hjá Letterman með því SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 18:00

Spieth vann sér inn $4.1 milljón á 4 vikum

Jordan Spieth hefir gert það gott undanfarnar 4 vikur. Þann 12. mars 2015 sigraði Spieth á Valspar Open og á næstu vikum varð hann tvívegis í 2. sæti og sigraði svo á 1. risamóti ársins The Masters. Hvað gerir þetta í verðlaunafé? Valspar Championship: $1.06 milljón Texas Open: $670.000 Houston Open: $581.000 Masters: $1.8 milljón Samtals: $ 4.1. milljón bandaríkjadala, sem er svo mikið sem 567 milljónir íslenskra króna eða meira en hálfur milljarður íslenskra króna á 4 vikum…. við það sem honum finnst skemmtilegast alls ….. að spila golf! Geri aðrir betur!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —- 14. apríl 2015

Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Hún er félagi í Golfklúbbi Dalvíkur. Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir (Innilega til hamingju með stórafmæl Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 91 árs); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (68 ára); Meg Mallon (fyrirliði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013), 14. apríl 1963 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 14:00

Spieth vinsæll meðal kvenna – en hann er genginn út!

Jordan Spieth nýtur mikillar kvenhylli nú eftir að hann sigraði á The Masters. Hann hefir m.a. fengið aragrúa bónorða frá stúlkum um allan heim, sem gjarnan vildu giftast honum. En Spieth er bara genginn út …. hann er búinn að deita highschool-ástina sína Annie Verret í 5 ár. Það virðast gírugar, ástfangnar konur um allan heim ekkert láta á sig fá og ein tvítaði m.a. að hann yrði bara að segja Annie upp fyrir sig!  Mörg tvítin ganga í sömu átt.  Allt svolítið yfirþyrmandi fyrir Annie og Jordan, en því miður fyrir alla kvenkyns aðdáendur Spieth eru hann og Annie enn eftir 5 ár yfir sig ástfangin! Þeim sem fylgja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 13:30

Rose upplýsir leyndarmálið um velgengnina á Masters

Justin Rose hefir upplýst að leyndarmálið að velgengni sinni á síðasta Masters risamóti hafi verið það að hann breytti matarræði sínu til samræmis við það sem tennisleikarinn Novak Djokovic neytir og nú segir Rose að sér „líði betur en nokkru sinni áður.“ Hann á líka mjög auðvelt með að sjá jákvæðu hliðarnar á leik sínum, sem í 13 af síðustu 14 Mastersrisamótum hefði örugglega nægt til að koma honum í bráðabana. Aðeins David Duval hefir fundið fyrir því hvernig það er að vera á 14 undir pari á August og fara frá Georgía án Græna Jakkans. Auðvitað er Rose vonsvikinn að verða ekki fyrsti Evrópubúinn í 16 ár til að Lesa meira