Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 19:15

Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2015

Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 26 ára afmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (49 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012); John Gallacher 17. apríl 1981 (34 ára) … og … Helgi Ómar Pálsson, GA F. 17. apríl 1962 (53 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 19:00

LEIÐRÉTT FRÉTT GOLF1: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á Dinard mótinu!!!!

Hér verður leiðrétt eftirfarandi frétt Golf1 SMELLIÐ HÉR: en fréttin sem bar yfirskriftina „LET Access: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra komust ekki gegnum niðurskurð“ var ekki nema að hálfu leyti rétt. Hið ranga við fréttina er að sagt var að Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefði ekki komist í gegnum niðurskurð!!!  Hið rétta er að Valdís Þóra slapp í gegnum niðurskurð!!! Lengi vel í dag var búist við að niðurskurður yrði miðaður við 4 yfir pari.  Nokkrir keppendur áttu eftir að ljúka leik þegar röng frétt Golf1 var birt kl. 14:00 (að íslenskum tíma). Vegna ýmissa atriða m.a. slæms gengis þeirra sem áttu eftir að ljúka leik, færðist niðurskurðarlínan ofar og stöðvaðist við 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 15:00

PGA: Every og McDowell leiða e. 1 dag

Í gær hófst RBC Heritage mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Efstir eftir 1. dag eru þeir Graeme McDowell (G-Mac)og Matt Every, en þeir spiluðu báðir á 5 undir pari, 66 höggum. Hér má sjá viðtal við G-Mac eftir 1. hring RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:  Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Sang Moon Bae frá S-Kóreu þ.e. á 4 undir pari, 67 höggum Fimm kylfingar deildu síðan 4. sætinu á 3 undir pari, 68 höggum en þeirra á meðal var Matt Kuchar. „Gullna drengnum“, þ.e. sigurvegara The Masters risamótsins í ár, Jordan Spieth gengur ekki vel; hann er T-19 á 2 undir pari. Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 14:00

LET Access: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra komust ekki gegnum niðurskurð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í fyrsta móti sínu á LET Access mótaröðinni, á þessu keppnistímabili, þ.e. Open Generali de Dinard, sem fram fer í Dinard, Frakklandi 16.-18. apríl 2015. Þetta er sterkt mót með mörgum sterkum heimakonum, sem leikið hafa á LET s.s. Sophie Giquel-Bettan og Astrid Vayson de Pradenne. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra hafa báðar leikið 2 hringi og því miður komst hvorug þeirra í gegnum niðurskurð. Valdís Þóra lék á samtals 7 yfir pari, 145 höggum (74 71) en Ólafía Þórunn á 9 yfir pari, 147 höggum (72 75). Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 07:00

EPD: Besti árangur Þórðar Rafns í ár!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Open Casa Green Golf 2015 golfmótinu, sem fram fór i Casa Green golfklúbbnum í Casablanca í Marokkó. Mótið, sem er hluti hinnar þýsku Pro Golf Tour stóð 14.-16. apríl og lauk í gær. Þórður Rafn lék hringina 3 á 5 undir pari, 211 höggum (69 72 70) og varð T-8, þ.e. jafn 3 öðrum í 8.-11. sæti. Þórður Rafn var aðeins 4 höggum á eftir sigurvegara mótsins, Þjóðverjanum Nicolas Meitingar, sem lék á samtals 9 undir pari. Glæsilegur árangur þetta hjá Þórði Rafni! Sjá má lokastöðuna í Open Casa Green Golf 2015 mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2015

Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann er núverandi Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki. Komast má á facebook síðu Inga Rúnar hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG (f. 16. apríl 2000 – 15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (31 árs); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (30 ára stórafmæli– hann leiddi m.a. fyrir lokadag McGladreys mótsins í október 2011) …. og …. Bjössi Garðars, GS F. 16. apríl 1962 (53 ára) Oli Magnusson F. 16. apríl 1970 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2015 | 12:30

LPGA: IK Kim í forystu e. 1. hring Lotte Championship

Það er In Kyung Kim (oft skammst. IK Kim)  frá Suður-Kóreu, sem leiðir eftir 1. hring Lotte Championship. Kim lék á 7 undir pari, 65 höggum. Þrjár löndur hennar eru í 2. sæti, 2. höggum á eftir henni þ.e.: Inbee Park, Na Yeon Choi og Sei Young Kim, en þær eru allar búnar að spila á 5 undir pari, 67 höggum. Ein í 5. sæti er síðan enn önnur suður-kóreönsk, Jenny Shin á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá stöðun aá Lotte Championship SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2015 | 12:23

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra hefja keppnistímabilið í Frakklandi í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL hefja leik í dag á Open Generali de Dinard meistaramótinu sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni í Evrópu – sem er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Ólafía, sem hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi (2011 og 2014) hóf leik kl. 11.15 að íslenskum tíma. Valdís, sem hefur einnig sigrað tvívegis á Íslandsmótinu (2009 og 2012) var í næsta ráshóp á eftir sem fór af stað kl. 11.25. Þetta er fyrsta mót keppnistímabilsins en íslensku kylfingarnir ætla að leggja áherslu á LET Access mótaröðina á þessu tímabili. Þetta er í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2015 | 12:00

Golfútbúnaður: Takmarkað magn Nike Method Prototype 006 til sölu

Nike Golf tilkynnti í gær að það hefði sett á markað mjög takmarkaða sendingu af Nike Method Prototype 006 pútterum – en pútterinn er hugmynd nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Pútterinn er tiltölulega dýr – kostar f $450 þ.e. 62.00 út úr búð í Bandaríkjunum (Kominn hingað til lands leggst eflaut við hefðbundin 30% álag og þá kostar pútterinn eitthvað yfir 80.000 íslenskar krónur. Pútterinn erm með laser-ágrafið Nike Oven lógó og kemur með boxi af RZN Black golfboltum og head coveri. Það er ekki öll nótt úti enn fyrir þá sem ekki vissu af þessu í gær að krækja sér í svona Nike Method Prototype 006 pútter – nokkrir pútterar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2015 | 10:00

Spieth með viðurnefni sem honum er verr við en þrípútt

Jordan Spieth er með viðurnefni, sem að hans sögn „gengur gegn öllu því hvernig hann var alinn upp“ og það pirrar hann að sögn meira en þrípútt. Gullni drengurinn! En það er einfaldlega svo margt sem fólki finnst gullið við Spieth t.d. þegar hann spilaði við Phil Mickelson í fyrsta sinn lauk hann hringnum með fugli-fugli-fugli-erni og var á 62 höggum. Þegar hann spilaði við Tiger í fyrsta sinn á æfingahring fyrir Forsetabikarinn fór Spieth holu í höggi. Í fyrsta Masters mótinu sem hann tók þátt í, 20 ára, var hann í lokaráshópnum Og nú er „gullni drengurinn“ kominn með Græna Jakkann. Mörgum s.s. t.d. Mark Cannizzaro í New York Post segir Lesa meira