Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 12:00

Faxið sem sent var þegar Tiger réði Steve Williams

Fyrir u.þ.b. 16 árum nánar tiltekið 8. mars 1999 var eftirfarandi fréttatilkynning send á fjölmiðla, þar sem tilkynnt var um að Tiger hefði ráðið fyrrum kylfubera Raymond Floyd, Steve Williams. Kylfusveinn Tiger á þeim tíma var Mike „Fluff“ McCowan og sagðist Tiger í tilkynningunni að þeir hefðu skilið í góðu. Um þetta leyti voru þeir Tiger og Williams að leggja golfheiminn að fótum sér. Hér má sjá fréttatilkynninguna, en í þá daga var enn notast við fax-tækið en ekki skannað eins og tíðkast í dag! Sjá má faxið hér að neðan: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 10:00

LPGA: Sei Young Kim leiðir fyrir lokahringinn á LOTTE Championship

Það er suður-kóreanski kylfingurinn Sei Young Kim, sem leiðir fyrir lokahringinn á LOTTE Championship, sem fram fer á Ko Olina, á Oahu eyju á Hawaii. Kim er búin að spila á samtals 12 undir pari, 204 högg (67 67 70). Á hæla Kim er landa hennar IK Kim  samtals 11 undir pari og í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park, á samtals 10 undir pari; allt kylfingar frá Suður-Kóreu.  Keppnin virðist standa milli þessara þriggja kylfinga, sem skipst hafa á um að vera í efstu sætum. Í 4. og 5. sæti eru enn kylfingar frá Suður-Kóreu í 4. sæti er Jenny Shin og í 5. sæti er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 08:00

PGA: Troy Merritt efstur í hálfleik RBC Heritage – jafnaði vallarmet!

Bandaríski kylfingurinn Troy Merritt er efstur eftir 2. dag RBC Heritage. Hann átti lægsta skor á 2. degi, 61 glæsihögg og er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 130 höggum (69 61) og fór úr T-8 í 1. sætið milli hringja! Merritt á 4 högg á þá sem næstir koma en það eru Matt Kuchar og John Merrick sem báðir eru búnir að spila á samtal 8 undir pari, hvor. Merritt jafnaði vallarmet; sem og mótsmet, sem David Frost setti fyrir 21 ári, þ.e. 1994.  Jafnframt á Merrit ásamt þeim Ryan Palmer (PGA West (Nicklaus) Humana Challenge in partnership with the Clinton Foundation) og Justin Thomas (Waialee Country Club Sony Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 21:00

GK: Frítt fyrir krakka 4-10 ára á SNAG námskeið kl. 10 á morgun!

Nú er um að gera fyrir foreldra að nýta sér þetta góða sumartilboð Golfklúbbsins Keilis! Næstu tvo laugardaga verður frítt fyrir alla krakka á aldrinu 4-10 á SNAG námskeið í Hraunkoti. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Hraunkot klukkan 10 á morgun og svo aftur næsta laugardag. Tilvalið til að kanna áhuga yngstu kynslóðarinnar á golfíþróttinni. SNAG (Starting New At Golf) er reyndar nokkuð sem allir aldurshópar hafa gaman af – Sjá má  og kaupa SNAG golfútbúnað hjá Hissa.is – en allt sem þarf að gera til þess að virða fyrir sér SNAG útbúnaðinn er að SMELLA HÉR eða á bláu auglýsingu á forsíðu Golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:45

Evróputúrinn: Uihlein efstur e. 2. dag á Shenzhen International

Það er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein, sem tekið hefir forystu á Shenzhen International en mótið er samtarfsverkefni Evróputúrsins og Asíumótaraðarinnar. Mótið fer fram í Genzon golfklúbbnum í Shenzhen, Kína.  Meðal hæst rönkuðu þátttakenda er Masters meistarinn 2012 og 2014, Bubba Watson, en honum hefir ekkert gengið sérlega vel; er sem stendur T-42 á sléttu pari (70 74). Uihlein er búinn að spila frábært golf, er á 9 undir pari í hálfleik 135 höggum (67 68). Í 2. sæti, fast á hæla honum er thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat á 136 höggum (67 69). Til þess að sjá stöðuna í Shenzhen í hálfleik SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:30

Skemmtilegt Mercedes myndskeið með Kaymer og Langer

Fyrir Masters risamótið var meðfylgjandi myndskeið tekið af Martin Kaymer og landa hans Bernhard Langer. Þar hrósa þeir hvor öðrum í hástert. Myndskeiðið er e.t.v. fyndið að horfa á núna því hvorugur þeirra Kaymer og Langer komst í gegnum niðurskurð á síðasta Masters móti. Það var Mercedes Benz sem báðir kylfingar eru á samningi hjá, sem styrtki gerð myndskeiðsins. Þó ekki hafi gengið vel á síðasta Masters móti þá er eins víst að þýska stálið; Kaymer og Langer munu láta til sín taka á þessu ári! Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:15

LET: Sei Young Kim og IK Kim efstar og jafnar í hálfleik LOTTE Championship

Það eru tvær stúlkur frá S-Kóreu, Sei Young Kim og IK Kim sem eru efstar og jafnar í hálfleik á LOTTE Championship. Mótið fer fram í Ko Olina, á Oahu eyju á Hawaii og er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Þær Sei Young og IK eru báðar búnar að spila á samtals 10 undir pari, hvor; Sei Young (67 67) og IK (65 69). Ein í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park á samtals 7 undir pari, 3 höggum á eftir forystukonunum. Það er Michelle Wie, sem á titil að verja. Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Keith Pelley skipaður framkvæmdastjóri

Keith Pelley hefir verið skipaður framkvæmdastjóri European Tour (ísl: Evróputúrsins) og tekur hann við stöðunni úr hendi George O´Grady, sem gengt hefir stöðunni á undanförnum misserum og stundum ekki alveg gagnrýnislaust. Pelley er fæddur 11. janúar 1964 – er kvæntur og á 2 börn, Jason og Hope. Pelley hefir átt einstaklega góðan starfsferil en hann er sem stendur forseti Rogers Media, sem er fjölmiðlasamsteypa í Kanada og er þar í forsvari fyrir m.a. 51 útvarpsstöð, 56 útgáfur, 12 sjónvarpsstöðvar og er með ábyrgð allra viðskipta fjölmiðlarisans sem m.a. á Toronto Blue Jays, sem er eina alvöru hafnaboltalið Kanada Pelley er sem stendur félagi í Lambton Golf and Country Club, og Goodwood Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:00

Bikinímyndir af skoska kylfingnum Booth

Skoski kylfingurinn Carly Booth, sem spilar LET er nú stödd á Máritíus þar sem hún er við tökur á bikiní myndum fyrir golftímaritið Golf Punk. Hin 22 ára Carly Booth hefir ekkert að fela og sýnir fagran líkamann í hinum ýmsu bikiníum. Áður en hún ákvað að leggja golfið fyrir sig var hún meðal efnilegustu fimleikastúlkum Skotland s.s. sjá má í myndskeiðinu með því að SMELLA HÉR:  Pabbi Carly starfaði sem rótari hjá Bítlunum og byggði sér einkagolfvöll við hús sitt í Skotlandi og hafa Carly og annar eldri bræðra hennar æft golf á einkavelli fjölskyldunnar frá blautu barnsbeini. Hér má síðan sjá nokkrar af bikinímyndum Booth:  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 19:30

PGA: Spieth á 62 á 2. hring RBC Heritage!!!

Masters meistarinn bandaríski Jordan Spieth átti glæsihring í dag, 2. dag RBC Heritage mótsins á Hilton Head í Suður-Karólínu. Hann lék golfvöll Harbour Town GL á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum!!! Með þessum enn eina frábæra árangrinum, er Spieth komin meðal efstu manna, en ekki leit einu sinni út fyrir í gær að hann myndi ná í gegnum niðurskurð eftir hring upp á 3 yfir pari, 74 högg!!!  Sjá má viðtal sem tekið var við Spieth eftir hringinn með því að SMELLA HÉR:  Ljóst er þó, jafnvel þó nokkrir eigi eftir að ljúka hringjum sínum að Spieth á ekki besta skor dagsins, það sem komið er, en landi hans Lesa meira