Faxið sem sent var þegar Tiger réði Steve Williams
Fyrir u.þ.b. 16 árum nánar tiltekið 8. mars 1999 var eftirfarandi fréttatilkynning send á fjölmiðla, þar sem tilkynnt var um að Tiger hefði ráðið fyrrum kylfubera Raymond Floyd, Steve Williams. Kylfusveinn Tiger á þeim tíma var Mike „Fluff“ McCowan og sagðist Tiger í tilkynningunni að þeir hefðu skilið í góðu. Um þetta leyti voru þeir Tiger og Williams að leggja golfheiminn að fótum sér. Hér má sjá fréttatilkynninguna, en í þá daga var enn notast við fax-tækið en ekki skannað eins og tíðkast í dag! Sjá má faxið hér að neðan:
LPGA: Sei Young Kim leiðir fyrir lokahringinn á LOTTE Championship
Það er suður-kóreanski kylfingurinn Sei Young Kim, sem leiðir fyrir lokahringinn á LOTTE Championship, sem fram fer á Ko Olina, á Oahu eyju á Hawaii. Kim er búin að spila á samtals 12 undir pari, 204 högg (67 67 70). Á hæla Kim er landa hennar IK Kim samtals 11 undir pari og í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park, á samtals 10 undir pari; allt kylfingar frá Suður-Kóreu. Keppnin virðist standa milli þessara þriggja kylfinga, sem skipst hafa á um að vera í efstu sætum. Í 4. og 5. sæti eru enn kylfingar frá Suður-Kóreu í 4. sæti er Jenny Shin og í 5. sæti er Lesa meira
PGA: Troy Merritt efstur í hálfleik RBC Heritage – jafnaði vallarmet!
Bandaríski kylfingurinn Troy Merritt er efstur eftir 2. dag RBC Heritage. Hann átti lægsta skor á 2. degi, 61 glæsihögg og er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 130 höggum (69 61) og fór úr T-8 í 1. sætið milli hringja! Merritt á 4 högg á þá sem næstir koma en það eru Matt Kuchar og John Merrick sem báðir eru búnir að spila á samtal 8 undir pari, hvor. Merritt jafnaði vallarmet; sem og mótsmet, sem David Frost setti fyrir 21 ári, þ.e. 1994. Jafnframt á Merrit ásamt þeim Ryan Palmer (PGA West (Nicklaus) Humana Challenge in partnership with the Clinton Foundation) og Justin Thomas (Waialee Country Club Sony Open Lesa meira
GK: Frítt fyrir krakka 4-10 ára á SNAG námskeið kl. 10 á morgun!
Nú er um að gera fyrir foreldra að nýta sér þetta góða sumartilboð Golfklúbbsins Keilis! Næstu tvo laugardaga verður frítt fyrir alla krakka á aldrinu 4-10 á SNAG námskeið í Hraunkoti. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Hraunkot klukkan 10 á morgun og svo aftur næsta laugardag. Tilvalið til að kanna áhuga yngstu kynslóðarinnar á golfíþróttinni. SNAG (Starting New At Golf) er reyndar nokkuð sem allir aldurshópar hafa gaman af – Sjá má og kaupa SNAG golfútbúnað hjá Hissa.is – en allt sem þarf að gera til þess að virða fyrir sér SNAG útbúnaðinn er að SMELLA HÉR eða á bláu auglýsingu á forsíðu Golf1.is
Evróputúrinn: Uihlein efstur e. 2. dag á Shenzhen International
Það er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein, sem tekið hefir forystu á Shenzhen International en mótið er samtarfsverkefni Evróputúrsins og Asíumótaraðarinnar. Mótið fer fram í Genzon golfklúbbnum í Shenzhen, Kína. Meðal hæst rönkuðu þátttakenda er Masters meistarinn 2012 og 2014, Bubba Watson, en honum hefir ekkert gengið sérlega vel; er sem stendur T-42 á sléttu pari (70 74). Uihlein er búinn að spila frábært golf, er á 9 undir pari í hálfleik 135 höggum (67 68). Í 2. sæti, fast á hæla honum er thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat á 136 höggum (67 69). Til þess að sjá stöðuna í Shenzhen í hálfleik SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags Lesa meira
Skemmtilegt Mercedes myndskeið með Kaymer og Langer
Fyrir Masters risamótið var meðfylgjandi myndskeið tekið af Martin Kaymer og landa hans Bernhard Langer. Þar hrósa þeir hvor öðrum í hástert. Myndskeiðið er e.t.v. fyndið að horfa á núna því hvorugur þeirra Kaymer og Langer komst í gegnum niðurskurð á síðasta Masters móti. Það var Mercedes Benz sem báðir kylfingar eru á samningi hjá, sem styrtki gerð myndskeiðsins. Þó ekki hafi gengið vel á síðasta Masters móti þá er eins víst að þýska stálið; Kaymer og Langer munu láta til sín taka á þessu ári! Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
LET: Sei Young Kim og IK Kim efstar og jafnar í hálfleik LOTTE Championship
Það eru tvær stúlkur frá S-Kóreu, Sei Young Kim og IK Kim sem eru efstar og jafnar í hálfleik á LOTTE Championship. Mótið fer fram í Ko Olina, á Oahu eyju á Hawaii og er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Þær Sei Young og IK eru báðar búnar að spila á samtals 10 undir pari, hvor; Sei Young (67 67) og IK (65 69). Ein í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park á samtals 7 undir pari, 3 höggum á eftir forystukonunum. Það er Michelle Wie, sem á titil að verja. Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Keith Pelley skipaður framkvæmdastjóri
Keith Pelley hefir verið skipaður framkvæmdastjóri European Tour (ísl: Evróputúrsins) og tekur hann við stöðunni úr hendi George O´Grady, sem gengt hefir stöðunni á undanförnum misserum og stundum ekki alveg gagnrýnislaust. Pelley er fæddur 11. janúar 1964 – er kvæntur og á 2 börn, Jason og Hope. Pelley hefir átt einstaklega góðan starfsferil en hann er sem stendur forseti Rogers Media, sem er fjölmiðlasamsteypa í Kanada og er þar í forsvari fyrir m.a. 51 útvarpsstöð, 56 útgáfur, 12 sjónvarpsstöðvar og er með ábyrgð allra viðskipta fjölmiðlarisans sem m.a. á Toronto Blue Jays, sem er eina alvöru hafnaboltalið Kanada Pelley er sem stendur félagi í Lambton Golf and Country Club, og Goodwood Golf Lesa meira
Bikinímyndir af skoska kylfingnum Booth
Skoski kylfingurinn Carly Booth, sem spilar LET er nú stödd á Máritíus þar sem hún er við tökur á bikiní myndum fyrir golftímaritið Golf Punk. Hin 22 ára Carly Booth hefir ekkert að fela og sýnir fagran líkamann í hinum ýmsu bikiníum. Áður en hún ákvað að leggja golfið fyrir sig var hún meðal efnilegustu fimleikastúlkum Skotland s.s. sjá má í myndskeiðinu með því að SMELLA HÉR: Pabbi Carly starfaði sem rótari hjá Bítlunum og byggði sér einkagolfvöll við hús sitt í Skotlandi og hafa Carly og annar eldri bræðra hennar æft golf á einkavelli fjölskyldunnar frá blautu barnsbeini. Hér má síðan sjá nokkrar af bikinímyndum Booth:
PGA: Spieth á 62 á 2. hring RBC Heritage!!!
Masters meistarinn bandaríski Jordan Spieth átti glæsihring í dag, 2. dag RBC Heritage mótsins á Hilton Head í Suður-Karólínu. Hann lék golfvöll Harbour Town GL á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum!!! Með þessum enn eina frábæra árangrinum, er Spieth komin meðal efstu manna, en ekki leit einu sinni út fyrir í gær að hann myndi ná í gegnum niðurskurð eftir hring upp á 3 yfir pari, 74 högg!!! Sjá má viðtal sem tekið var við Spieth eftir hringinn með því að SMELLA HÉR: Ljóst er þó, jafnvel þó nokkrir eigi eftir að ljúka hringjum sínum að Spieth á ekki besta skor dagsins, það sem komið er, en landi hans Lesa meira










