Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2015 | 14:00

Evróputúrinn: Edoardo Molinari vísað úr móti eftir að kaddýinn hans fékk far m/golfbíl

Ítalska kylfingnum Edoardo Molinari  var vísað úr Shenzhen International á föstudaginn s.l. eftir að kylfuberi hans fékk sér far með golfbíl. Tja, kylfuberar verða nú einu sinni að ganga í móti. Molinari gæti hafa tekið á sig 2 högga víti og þá skrifað undir skor upp á 77 högg, en það gerði hann ekki. Hann sá einfaldlega ekki til kylfubera síns og skrifaði því undir rangt skor og var í kjölfarið vísað úr móti! Talað er um það að kylfuberinn hafi ætlað sér að fara eftir reglum allra kylfubera í mótum að „Show up, keep up and shut up,“ (þ.e. mæta, halda í við (kylfinginn), og þegja – flottari orðaleikur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Amphibarnrat sigraði á Shenzhen International í Kína

Það var Kiradech Amphibarnrat, sem stóð uppi sem sigurvegari á Shenzhen International í Kína nú fyrr í morgun.  Hann þurfti á erni að halda á 17. holu til þess að tryggja sig í bráðabana og honum tókst einmitt það Þegar búið var að spila 72 holur voru Kiradech Amphibarnrat og heimamaðurinn Hao-tong Li frá Kína efstir og jafnir – báðir búnir að spila á 12 undir pari 276 höggum; Amphibarnrat (67 69 68 72) og Li á (71 73 65 67). Það varð því að koma umspils milli þeirra þar sem Amphibarnrat hafði betur þegar á par-4 1. holunni þar sem hann fékk fugl en Li tapaði á pari.  Amphibarnrat er aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2015 | 08:00

PGA: Troy Merritt leiðir fyrir lokahring RBC Heritage – Hápunktar 3. dags

Það er hinn 21 árs Bandaríkjamaður Troy Merritt sem enn hefir forystu fyrir lokahring RBC Heritage, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Merritt er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 199 höggum (69 61 69). Fast á hæla hans kemur Kevin Kisner, á 11 undir pari, 202 höggum og hefir Merritt nú aðeins 3 högga forystu á næsta keppanda.   Kisner lék á samtals 202 höggum (68 67 67). Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti en lokahringurinn er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 22:30

Ólöf María í 21. sæti e. fyrri dag Opna írska

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, tekur þátt í Irish Girls Open Strokeplay Championship, sem stendur dagana 18.-19. apríl 2015. Þátttakendur eru 71. Í dag, fyrri dag mótsins, voru spilaði 2 hringir. Ólöf María (4 í forgjöf) lék á samtals 12 yfir pari, 154 höggum (79 75) og er í 21. sæti, sem er ágætis árangur! Efst í mótinu er austurríski kylfingurinn Isabella Holpfer, (með +2 í forgjöf), sem leikið hefir á 2 yfir pari, 144 höggum (73 71). Til þess að sjá stöðuna á Irish Girls Open Strokeplay Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 22:15

Evróputúrinn: Amphibarnrat leiðir fyrir lokahringinn á Shenzhen Int. í Kína – Hápunktar 3. dags

Það er thaílenski kylfingurinn Kiradech Amphibarnrat, sem leiðir fyrir lokahringinn í Shenzhen International, í Shenzhen, í Kína, en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Asíutúrsins. Amphibarnrat er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 69 68). Í 2. sæti 2 höggum á eftir er forystumaður gærdagsins, Bandaríkjamaðurinn og Titleist erfinginn Peter Uihlein, en hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum (67 68 71). Hæst rankaði maður mótsins, Bubba Watson, sem er nr. 4 á heimslistanum er T-58 á samtals 2 yfir pari, heilum 14 höggum á eftir forystumanninum Amphibarnrat. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. dag Shenzhen International Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 22:00

Fitness stælarnir í Player skemmdu Masters-upplifunina fyrir sumum áhorfendum

The Masters risamótið, sem er nýlokið, á sér sérstakan sess í golfinu – það er í raun fyrsti vísir þess að vorið og þar með golftímabilið sé að hefjast aftur. Og það eru allskyns íhaldsamar hefðir sem gaman er að er haldið í t.a.m. sú staðreynd að áhorfendur að þessu fyrsta risamóti ársins eru enn kallaðir „patrons.“ Eitt af því sem líka er hefð er að fá golfgoðsagnirnar þrjár, Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Player til þess að taka heiðursupphafsdræv mótsins. Og í ár var auðvitað ekki vikið frá þessari hefð. Nema hvað að í ár fannst sumum Gary Player skemma upplifunina af The Masters fyrir sér s.s. segir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 20:00

GS: Samúel og Elvar Bjarki sigruðu á Opna vormóti 1

Í dag fór fram fyrsta Opna vormót Golfklúbbs Suðurnesja í einstöku „leirulogni.“ Skráðir til leiks voru 72 kylfingar og luku 55 hring sínum – þar af tveir kvenkylfingar Þorbjörg Jónína Harðardóttir, GK (97 högg – 23  punktar) og Gerða Hammer, GG (123 högg, 11 punktar) Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið og veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppni, þar sem hámarksforgjöf var 24 fyrir karl- og 28 fyrir kvenkylfinga. Á besta skorinu í dag var Samúel Gunnarsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ).  Hann lék Leiruna á glæsilegum 79 höggum og var sá eini í veðrinu í dag, sem braut 80. Í 3 efstu sætum í punktakeppninni urðu: Elvar Bjarki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagisins: Jóhanna Þorleifsdóttir – 18. apríl 2015

Það er Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 18. apríl 1961. Jóhanna er fyrrum formaður Golfklúbbs Siglufjarðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér: Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS F. 18. apríl 1961 (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (60 ára stórafmæli!!!, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (59 ára, var á PGA); Ian Doig, 18. apríl 1961 (54 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (54 árs) …. og ….. List Án Landamæra Listahátíð Ragnar Olafsson F. 18. apríl 1976 (39 ára) Þórey Petra F. 18. apríl 1997 (18 ára) Ólafur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 16:00

LET Access: Valdís Þóra lauk keppni í 35. sæti á Dinard mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lauk keppni á Open Generali de Dinard mótinu í dag. Hún lék á 10 yfir pari, 217 höggum (74 71 72) og hafnaði í 35. sæti af þeim 53 sem komust í gegnum niðurskurðinn.  Frábær árangur hjá Valdísi Þóru, sem þarna er að keppa við margar sterka keppendur, þær bestu í Evrópu sem hafa spilað á LET.  Hvernig svo sem gengið hefir verið þá er þetta frábær reynsla!!! Á lokahringnum, sem Valdís Þóra lék á 3 yfir pari, 72 höggum en Dinard völlurinn er par-69; fékk Valdís Þóra 4 fugla, 3 skolla og 2 skramba. Sigurvegari í mótinu varð heimakonan Sophie Giquel-Bettan og í 2. sæti varð Virginia Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese urðu í 6. sæti í N-Karólínu

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku keppni á Irish Creek Collegiate, en mótið fór fram þann 11.-12. apríl s.l. í Kannapolis, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 82 frá 15 háskólum. Ragnar Már lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 68 70) og átti m.a. glæsihring, á seinni hring fyrri dags þegar hann lék á 4 undir pari, 68 höggum!!! Ragnar Már varð T-20 þ.e. deildi 20. sætinu m.a. með liðsfélaga sínum, Martin Erikson, en þeir léku báðir á  216 höggum; Ragnar Már (74 72 70) og Erikson á (75 70 71) McNeese lauk keppni í 6. sæti í liðakeppninni og áttu Erikson og Ragnar Már aðallega heiðurinn af Lesa meira