Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Guðrún Brá við keppni í Bandaríkjunum

Rúnar Arnórsson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hafa verið að leika með sínum liðum nú um helgina. Þau eru einsog flestir vita í Háskólum í Bandaríkjunum, Guðrún spilar fyrir Fresno State og Rúnar fyrir Minnesota. Nú er talsvert liðið á keppnisárið og styttist í að þau komi aftur á klakann, gaman verður að fylgjast með þeim í sumar. Rúnar var að ljúka leik með liði sínu Minnesota. Sjá má úrslit úr mótinu með því að SMELLA HÉR:  Guðrún Brá er að byrjaði í gær, mánudaginn 20.apríl. Fylgjast má með mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bogi Ísak Bogason – 21. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Bogi Ísak Bogason. Hann er fæddur 21. apríl 1995 og því 20 ára stórafmæli í dag!!! Bogi Ísak er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju: Bogi Ísak Bogason (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karen Dale Lundqvist Eggeling 21. apríl 1954 (61 árs s); Michael Jonzon, 21. apríl 1972 (43 ára); Virada Nirapathpongporn, 21. apríl 1983 (32 ára); Beatriz Recari, 21. apríl 1987 (28 ára); Hafliði Már Brynjarsson, GS, 21. apríl 1993 (22 ára) … og …. Lúðvík Geirsson, GK (56 ára) Gassi Olafsson (38 ára) Holmar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 14:00

Jordan Spieth sýnir meiri klassa en evrópskar stórstjörnur

Eftir að Jordan Spieth sigraði á Masters risamótinu flaug hann til New York og veitti 25 viðtöl á 24 klukkustundum. Þrátt fyrir augljósa þreytu sagði hann já, hann myndi spila í RBC Herritage í Suður-Karólínu og er einnig búinn að segja að hann muni verða með í 2 mótum í heimaríki sínu Texas, holukeppi í San Francisco af því að það er heimsmót og auðvitað Players mótinu sem er þar stuttu á eftir. Klassanáungi. Ólíkt stjörnukylfingum í Evrópu, sem bera fyrir sig þreytu og segjast ekki ætla að mæta í flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar BMW PGA á Wentworth, þá Ian Poulter, sem hefði verið Ryder Cup í guðatölu á heimavelli auk nr. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 08:45

PGA: Fullt af Thompson-um á Zurich Classic

Það verða fleiri Thompsonar á TPC Louisiana í dag en hægt er að benda á með 9-járni. Og sá Thompsoninn, sem líklega er þekktastur mun ekki spila á s Zurich Classic of New Orleans. Það Lexi Thompson, sem orðin er uppáhald allra markaðssérfræðinga aðeins 20 ára. Hún verður með kennsluhóp í tengslum við mótið (ens. Zurich Classic Youth Clinic), sem á eflaust eftir að vekja gleði kylfinga þar af yngri kynslóðinni. Bræðrum hennar hefir hins vegar verið boðin þátttaka í Zurich Classic (þ.e. öðrum þeirra Curtis, sem spilaði í bandaríska háskólagolfinu með LSU (Louisiana State University)) en hinn Nicholas Thompson er á PGA Tour. Lexi er sem stendur nr. 10 á Rolex-heimslista kvenkylfinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 07:00

Lík af syni golffréttaritara ESPN finnst í Lake Ontario

Lögreglan í Rochester, New York, hefir borið kennsl á lík sem fannst nú á föstudaginn fyrir helgi, sem  það af Max Maisel, en hann var aðeins 21 árs, sonur ESPN golffréttaritarans Ivan Maisel, sem m.a. á heimili í Mobile, New York. Max Maisel var á 3. ári í  Rochester Institute of Technology og hafði verið saknað frá 22. febrúar en gert hafði verið ráð fyrir að hann hefði drukknað.  Skv.the Rochester Democrat and Chronicle, fann stangveiðimaður líkið kl. 7:30 p.m.  sl. föstudag þar sem það flaut aðeins 200 yördum frá þeim stað þar sem Maisel var síðast talinn hafa verið á. Maisel fjölskyldan hélt minningarguðsþjónustu í síðasta mánuði og lét frá sér fara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 20:00

Vel heppnaður golfskóli á Costa Ballena að baki!

4. árgangur golfkennaraskólans stóð fyrir golfskóla á Costa Ballena á Spáni daganna 12. – 19. apríl. Hátt í 50 þátttakendur voru í golfskólanum og var mikil ánægja með ferðina. 11 kennaranemar sáu um skipulagningu ferðarinnar og golfskólans undir handleiðslu PGA kennaranna Magnúsar Birgissonar, Derrick Moore og Arnars Más Ólafssonar. Í ferðinni var skipulagður golfskóli á milli klukkan 9-12 fimm daga vikunnar. Einnig voru haldin hin ýmsu golfmót ásamt glæsilegu lokahófi. Það voru því hressir og kátir kylfingar sem héldu heim á leið í dag eftir frábæra viku.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 18:00

Rory og Caroline hafa svo sannarlega skilið skiptum – ný sambönd

Svo virðist sem Rory McIlory og Caroline Wozniacki hafi svo sannarlega skilið skiptum og hafið ný sambönd. Caroline hefir sést mikið að undanförnu með ruðningsboltakappanum og leikmanni ársins hjá NFL JJ Watt. Rory hefir á hinn bóginn notið frjálsræðis síns með ýmsum konum.  Sú saga sem virðist hvað lífseigust er að hann eigi í sambandi við starfsmann PGA Tour, Ericu Stoll. Hún á að hafa vakið Rory og komið honum á völlinn þegar hann var við að missa af rástíma sínum árið 2012 í Kraftaverkinu í Medinah. Rory og Erica hafa sést mikið saman ef marka má grein í Belfast Telegraph SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karlotta Einarsdóttir – 20. apríl 2015

Það er Karlotta Einarsdóttir, margfaldur klúbbmeistari NK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Karlotta er fædd 20. apríl 1984 og á því 31 árs afmæli í dag!!! Hún hefir orðið klúbbmeistari kvenna í Nesklúbbnum í alls 12 skipti (2000-2002 og 2004-2012) og langoftast allra kvenna í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Karlotta Einarsdóttir F. 20. apríl 1984 (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881; Árni Sævar Jónsson, golfkennari, 20. apríl 1943 (72 ára); John Gerard Senden, 20. apríl 1971 (44 ára) …. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 14:00

GO: Framkvæmdastjóraskipti á Urriðavelli

Emil Emilsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds eftir rúmlega fimm ára starf. Síðasti starfsdagur Emils var 15. apríl síðastliðinn en hann hefur starfað hjá klúbbnum frá ársbyrjun 2010. Þorvaldur Þorsteinsson tekur við sem framkvæmdastjóri klúbbsins. Hann þekkir rekstur klúbbsins vel og hefur setið í stjórn klúbbsins undanfarin fjögur ár, þar af þrjú ár sem gjaldkeri. „Tími minn hjá Golfklúbbnum Oddi hefur verið mjög ánægjulegur. Ég geng sáttur frá borði og stoltur af því sem hefur áunnist. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu því frábæra fólki sem er í Golfklúbbnum Oddi. Ég vil þakka félögum í Oddi fyrir samstarfið og óska öllum sem koma nálægt þessum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Jim Furyk?

Jim Furyk sigraði á RBC Heritage í gær s.s. allir sem fylgjast með golf vita. En vita menn allt um Furyk? Hver er eiginlega kylfingurinn? James Michael (alltaf kallaður Jim) Furyk fæddist 12. maí 1970 í West Chester, Pennsylvaníu og er því 44 ára að verða 45 eftir u.þ.b. 3 vikur. Á þeim tíma var pabbi hans aðstoðargolfkennari í Edgmont Country Club og seinna einnig í Chester Golf and Country Club og Hidden Springs golfklúbbnum í Horsham. Furyk ólst upp í úthverfum Pittsburgh og lærði að spila golf af pabba sínum, sem þá var orðinn yfirgolfkennari í Uniontown Country Club nálægt Pittsburgh. Jim Furyk útskrifaðist frá Manheim Township Highschool í Lesa meira