Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 11:30

Pétur Freyr og Alexander Aron taka þátt í nýjum bandarískum golfþætti – „Altered Course“

Íslensku afrekskylfingarnir Pétur Freyr Pétursson og Alexander Aron Gylfason taka þátt í nýjum raunveruleikagolfþætti sem frumsýndur verður á bandarísku golfstöðinni, Golf Channel, 15. júní n.k. GR-ingarnir sáu auglýsingu í fyrrahaust þar sem óskað var eftir umsóknum og komust þeir í gegnum síuna en mörg hundruð umsóknir bárust. Þátturinn er nýr og hefur aldrei slíkt verið gert áður. Átta tveggja manna lið keppa um sigurinn í „Altered Course” eins og þátturinn er nefndur. Þar leika keppendur á óvenjulegum brautum þar sem ýmsar hindranir voru í veginum – og er markmiðið að ljúka leik á sem stystum tíma og á sem fæstum höggum. Það má því segja að þátturinn sé blanda af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 10:55

LPGA: Lydia Ko er ekki að verja titil á LPGA í fyrsta sinn

Lydia Ko á titil að verja í Swinging Skirts LPGA Classic mótinu, sem fram fer í Lake Merced golfklúbbnum í San Francisco nú um helgina, þ.e. 23.-26. apríl 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem hún á færi á að verja titil á LPGA sem atvinnumaður, en henni var búið að takast að sigra á LPGA móti og verja titil á LPGA þegar hún var aðeins 16 ára. Það var á CN Canadian Women´s Open, sem er fyrsta LPGA mótið sem Ko tókst að sigra á en þá var hún aðeins 15 ára áhugamaður, sem gerir hana að þeirri yngstu til þess að sigra á LPGA. Árið eftir 2013, nánar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 08:00

Gleðilegt sumar!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og því miður ekkert  um opin golfmót, enda veturinn búinn að vera óvenjuharður og sumarið virðist fara seint af stað. Aðeins var auglýst eitt opið mót hjá GM, en því hefir verið frestað. Í fréttatilkynningu frá GM sagði: „Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður Sumardagsmót GM, sem fram átti að fara á morgun sumardaginn fyrsta á Hlíðavelli, vegna veðurspár. Ljóst er að veðuraðstæður til golfiðkunar verða ekki ákjósanlegar á morgun. Þar sem veðurspá fyrir helgina er ekki hagstæð er ljóst að mótið verður ekki flutt til að þessu sinni.“ Í fyrra, 2014 fóru fram 5 golfmót Sumardaginn fyrsta, en það má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 07:07

Vonn elskar golf – Myndskeið

Skíðadrottningin Lindsey Vonn var í viðtali hjá bandaríska sjónvarpsþáttastjórnandanum Seth Meyers og var þar m.a. spurð að því hvernig henni líkaði við golf og hvort hún hefði horft á golf áður en hún byrjaði með Tiger. Lindsey svaraði ekki spurningunni heldur sagði: „Ég elska golf“ Nokkuð fyndið svar, þar sem hún sneiddi hjá því að svara því sem spurt var um og ….  þegar Meyers hjó enn frekar eftir svari við spurningu sinni, svaraði Vonn aftur: „Ég elska golf“‘… nú aðeins meira hikandi. Hvort hún virkilega geri það eða sé bara góð kærasta?  Seinni part spurningarinnar lagði Seth Meyers fyrir Vonn sem svaraði : „Ég er góð kærasta.“ Viðtal Meyers við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 05:00

Evróputúrinn: Hendry og Dredge í forystu snemma dags á Volvo China Open

Í nótt hófst Volvo China Open, samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíumótaraðarinnar. Leikið er í Tomson China Pudong golfklúbbnum í Shanghaí, Kína. Snemma dags eru það Bradley Dredge frá Wales og Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi, sem leiða, en þeir eru báðir búnir að spila á 4 undir pari, 68 höggum. Margir eiga eftir að fara út og margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum þannig að staðan getur breyst. – Stöðufrétt verður á Golf1 síðar í dag. Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 23:00

Creamer vill Masters fyrir kvenkylfinga

Paula Creamer myndi gjarnan vilja sjá konur keppa á sínu eigin Masters móti á Augusta National í framtíðinni. Creamer lét í ljós þessa ósk sína á Twitter fyrr í mánuðnum og var beðin um beðin um nánari útskýringar á þessari hugmynd sinni á blaðamannafundi fyrir Swinging Skirts LPGA Classic í Kaliforníu, en það er mót vikunnar. Hún sagðist sjá fyrir sér að kvenkylfingar myndu keppa vikuna á eftir körlunum. „Ég hef komið þangað; ég hef spilað þarna og verið í Butler’s Cabin.“ sagði Creamer,sem sigraði á US Women’s Open árið 2010. „Ég átt frábæran tíma þar. Mér finnst að áhorfendur og allir myndu elska að hafa þetta 2 vikna viðburð, tvö mót.  Af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jóna Bjarnadóttir. Hún er fædd 22. apríl 1951 og er því 64 ára. Jóna er í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS). Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jona Bjarnadottir Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (77 ára); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (41 árs) …. og ….. Valmar Väljaots Anna Lárusdóttir F. 22. apríl 1958 Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 15:59

Bergur Konráðs fékk ás!

Bergur Konráðsson, landskunnur kírópraktor og meðlimur í GKG, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut græna vallarins á La Sella á Spáni. Bergur var þarna í foreldrahópi afrekskylfinga GKG og náði draumahögginu á þessari erfiðu braut með 3-járni. Höggið var slegið af 175 metra færi, uppí móti og á móti smá golu. Golf 1 óskar Bergi til hamingju með ásinn!  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 14:00

GR: Skýrsla um framtíð Grafarholtsvallar

Haldinn verður kynningarfundur, þriðjudaginn 28. apríl kl.20:00 í golfskálanum í Grafarholti, um framtíð Grafarholtsvallar. Stjórn GR hvetur alla félagsmenn að kynna sér skýrsluna vel fyrir fundinn en hana er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins. Nauðsynlegt er að spurningar komi frá félagsmönnum upp á umræðuna vegna framtíðar vallarins. Skýrslan hefur verið þýdd yfir á íslensku og því einfalt mál að afla sér allra upplýsinga um völlinn í skýrslunni. Skýrsluna má lesa í heild sinni með því að SMELLA HÉR:  Hafa ber í huga að fundurinn sem haldinn verður þann 28. apríl nk. er eingöngu kynningarfundur. Ekki mun liggja fyrir lokaniðurstaða um framtíð vallarsins að loknum fundi. Niðurstaðan sjálf, ef allt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2015 | 12:00

Poulter svarar fyrir sig

Golf 1 birti í gær link á grein Daily Mail, þar sem Jordan Spieth er hrósað og að sama skapi gert lítið úr Ian Poulter, Henrik Stenson og Sergio Garcia, fyrir að ætla ekki að taka þátt í BMW PGA Championship sem er flagg- skipsmót Evrópumótaraðarinnar, haldið á Wentworth, nú í ár 21. maí n.k.  Verðlaunafé er með því hærra á Evrópumótaröðinni eða €5 milljónir. Um gagnrýninga sagði Poulter: „Ég hef tekið þátt 13 sinnum á Wentworth og aðeins 1 sinni veirð meðal efstu 10.  Ég hef 8 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð.  Myndi Usain Bolt keppa í maraþoni? Ég held ekki… nóg um þetta.“ „Þetta er einfalt. Ég hef Lesa meira