Gísli Sveinbergs T-30 eftir 1. hring á Sage Valley´s Junior Invitational
Afrekskylfingurinn Gísli Sveinbergsson, GK, hóf leik í dag á Sage Valley´s Junior Invitational. Mótið er mjög sterkt boðsmót. Gísli lék 1. hring á 5 yfri pari, 77 höggum og er T-30 af 53 þáttakendum. Leikið er í hinum sögufræga Fazio hannaða golfvelli Sage Valley golfklúbbsins, í Graniteville S-Karólínu, sem er aðeins í nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Augusta í Georgíu. Til þess að fylgjast með Gísla við keppni SMELLIÐ HÉR:
PGA: Flott 8,5 m pútt Day – Myndskeið
Jason Day setti niður flott 28 feta (8,5 metra) pútt á The Zurich Classic of New Orleans. Day átti fínt 174 yarda (159 metra) aðhögg á par-4 15. holunni á TPC Louisiana, sem hann skyldi eftir 8,5 metra frá holu. Fuglapúttið landaði í holunni! Til þess að sjá flott 28 feta pútt Jason Day SMELLIÐ HÉR:
PGA: Glæsiörn Swafford – Myndskeið
Bandaríski kylfingurinn Hudson Swafford náði glæsierni á 1. hring The Zurich Classic of New Orleans. Hann náði að setja örninn niður af 112 yarda færi á par-5 18. holu TPC Louisiana vallarins, þar sem Zurich Classic fer fram. Swafford er e.t.v. ekki með kunnuglegustu kylfingum á PGA Tour, en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá snilldartakta Swafford á 18. holu 1. hrings Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Muñoz keppir í fyrsta sinn e. krabbameinsaðgerð
Spænski kylfingurinn Azahara Muñoz keppir í fyrsta sinn nú eftir að góðkynja krabbamein var fjarlægt með skurðaðgerð úr lófa hennar. „Mér líður vel,“ svaraði Muñoz aðspurð um hvernig hún hefði það í lófanum. „Hann (lófinn) hefir verið að jafna sig og læknirinn er ánægður með framvindu mála.“ Aðgerðin fór fram 16. mars þannig að Muñoz hefir ekki fengið langan tíma til að ná sér. Hún hefir ekki slegið bolta í heilan mánuð og hefir ekki tekið fulla sveiflu nema í tæpa viku núna. Muñoz hefir ekkert spilað frá því að hún náði 4. sætinu á HSBC Women’s Champions fyrir 6 vikum. Hún hefir sigrað 4 sinnum á alþjóðlegum mótum þ.á.m. Lesa meira
PGA: The Zurich Classic hafið – Fylgist með hér!
The Zurich Classic of New Orleans er hafið en það fer fram að venju á TPC Louisiana í Avondale, Louisiana. Af þeim sem lokið hafa keppni er Boo Weekley efstur, lék á 8 undir pari 64 höggum. David Hearn frá Kanada er sem stendur í 2. sæti á 7 undir pari, 65 höggum. Annars eru að sjást mörg lág skor og ekki nándar nærri allir farnir út og því getur staðan svo sannarlega enn breyst. Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. hring The Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:
Couples óánægður með að hafa ekki verið valinn fyrirliði
Fred Couples getur ekki leynt óánægju sinni með að hafa ekki verið valinn fyrirliði Ryder bikars lið Bandaríkjanna. Í staðinn hlaut Davis Love III tækifæri og það í 2. sinn, en hann var fyrirliði í óförum liðs Bandaríkjanna í „kraftaverkinu í Medinah“ 2012. Nú í vikunni fer hins vegar fram Icons Cup í Dubaí og þar mætir lið Evrópu liði Bandaríkjanna og hefir Couples verið valinn fyrirliði þess liðs, svona í smá sárabætur. „Þegar ég samþykkti að taka þátt í þessu [the Icons Cup] þá hélt ég að Darren (Clarke) ætti 75% líkur á að verða fyrir liðs Evrópu og ég hélt að ég ætti meira en helmings líkur (á Lesa meira
LPGA: Pettersen dregur sig úr Swinging Skirts mótinu
Norska frænka okkar, Suzann Pettersen tekur ekki þátt í Swinging Skirts Classic mótinu og hefir sagt að það sé vegna verkjar í vinstri öxl, en vegna þess verkjar dró hún sig einmitt úr LOTTE Championship á 3. hring Um veikindi sín sagði Pettesen eftirfarandi: „Eftir að hafa ráðfært mig við teymi lækna minna og sjúkraþjálfara hefir mér verið sagt að hvíla mig í aðra viku. Þó ég sé hrygg yfir að missa af mótinu þessa viku þá verð ég samt að verða frísk þannig að ég geti keppt á hæasta stigi.“ Pettersen, 34 ára, er 14-faldur sigurvegari á LPGA, en þar af eru 2 sigrar hennar sigrar á risamótum. Eftir að Lesa meira
Evróputúrinn: Dredge, Hendry og Howell leiða á Volvo China Open – Hápunktar 1. dags
Það eru Englendingurinn David Howell, Bradley Dredge frá Wales og Ný-Sjálendingurinn Michael Howell sem leiða eftir 1. dag á Volvo China Open, sem fram fer í Shanghaí í Kína. Allir eru þeir búnir á spila á 4 undir pari, 68 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Marcus Fraser og Frakkarnir Julien Quesne og Alexander Levy. Í 7. sæti eru síðan Englendingurinn Oliver Wilson, Benjamin Herbert frá Frakklandi, Johan Carlson frá Svíþjóð, Skotinn Craig Lee, Shiv Kapur frá Indlandi, Thomas Pieters frá Belgíu, Ihwan Park frá S-Kóreu og Titleist erfinginn Peter Uihlein; en allir léku þessir 8 kylfingar á 2 undir pari, 70 höggum og deildu 7.-14. sætinu. Nokkur gola Lesa meira
EPD: Þórður Rafn varð T-21 í Marokkó
Þórður Rafn Gissurarson, GR, varð T-21 þ.e. deildi 21. sætinu ásamt 6 öðrum á Open Royal Anfa Mohammedia, sem fram fór í Royal Mohammedia golfklúbbnum, í Mohammédia, Marokkó, dagana 20.-22. apríl, en mótinu lauk í gær. Þórður Rafn lék samtals á 5 yfir pari, 215 höggum (73 69 73) og hlaut €391,57 fyrir 21. sætið sem er tæpar 60.000 íslenskar krónur. Alls voru 46 sem komust í gegnum niðurskurð. Sigurvegari í mótinu varð Englendingurinn Ben Parker, en hann hafði nokkra sérstöðu lék á samtals 10 undir pari, 200 höggum (68 66 66) og átti 5 högg á þá sem næst komu Til þess að sjá lokastöðuna á Open Royal Anfa Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Óttar Helgi Einarsson – 23. apríl 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Óttar Helgi Einarsson, GKG. Hann er fæddur 23. apríl 1985 og er því 30 ára stórafmæli í dag!!! Óttar Helgi er með 6,6 í forgjöf. Hann hefir m.a. farið holu í höggi en það gerðist 21. maí 2012 á 2. braut Leirdalsvallar sem er 185 m af öftustu teigum. Komast má á facebook síðu Óttars Helga til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Óttar Helgi Einarsson, GKG F. 23. apríl 1992 (30 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. Lesa meira










