Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 06:00

PGA: Swafford leiðir á Zurich mótinu – Hápunktar 2. dags

Það er Hudson Swafford sem leiðir eftir 2. dag Zurich Classic í New Orleans, en hann er búinn að spila á 11 undir pari (66 67). Reyndar er Boo Weekley líka á 11 undir en hann á eftir að spila 3 holur þar sem fresta varð 2. hring vegna veðurs. Þetta er því aðeins staðan eftir 2. dag; eftir er að ljúka leik á 2. hring, sem væntanlega gerist í dag 3. mótsdag. Til þess að sjá stöðuna e. 2. dag Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 04:00

LPGA: Brooke Henderson leiðir e. 2. dag Swinging Skirts

Það er 17 ára kanadísk stúlka, Brooke Henderson,  sem tekið hefir forystuna í Swinging Skirts mótinu í Kaliforníu. Henderson átti glæsihring, á 2. degi 65 högg, sem fleytti henni í 1. sætið. Samtals er Henderson búin að spila á 9 undir pari, 135 höggum  (70 65). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Henderson er Na Yeon Choi frá S-Kóreu á samtals 7 undir pari, 137 höggum (69 68). Tvær deila síðan 3. sæti; þær Sakura Yokomine frá Japan og Yueer Cindy Feng frá Kína; báðar á samtals 6 undir pari, hvor. Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko er síðan í hópi 4 kylfinga, sem eru í 5. sæti en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 19:00

Evróputúrinn: Richie Ramsay kylfingur marsmánaðar 2015

Richie Ramsay hefir verið útnefndur Hilton European Tour kylfingur marsmánaðar eftir að hafa sigrað á Trophée Hassan II í þeim mánuði. Hinn 31 árs Ramsay vann með 1 höggi í Agadir, en hóf lokahringinn jafn tveimur öðrum þ.e. Andrew McArthur og Frakkanum Romain Wattel í  Golf du Palais Royal, þar sem mótið fór fram í Marokkó. Eftir mikil fundarhöld á Waldorf Astoria hotel í Edinborg hafði Ramsay betur en sá sem varð í 2. sæti um titilinn kylfingur marsmánaðar en það var George Coetzee, frá Suður-Afríku sem vann 2. titil sinn á Evróputúrnum í mars þ.e. á Tshwane Open, “Ég er ánægður með að hafa verið útnefndur The Hilton European Tour kylfingur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 18:00

Frægir kylfingar: Í máli og myndum

Hér á Golf 1 hafa oft birtst fréttir í greinaflokknum „frægir kylfingar“ og þá er átt við þá sem eru ekki atvinnukylfingar þ.e. hafa aðra atvinnu að meginstarfi og hafa orðið frægir þess vegna t.a.m. íþróttastjörnur eða fræga leikara eða söngvara. Golf Digest hefir tekið saman lista, í máli og myndum yfir 22 fræga kylfinga (sem er lausleg þýðing á „celebrity golfers“ á ensku.) Um marga þessara kylfinga hefir Golf 1 þegar fjallað t.a.m. Catherine Zeta Jones eða Samuel L. Jackson. Marga fræga vantar á listann en alltaf gaman að rifja þessa áhugakylfinga, sem vinsælir eru t.a.m. í Pro-Am mótum. Til þess að sjá lista Golf Digest yfir 22 fræga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Sigurðsson – 24. apríl 2015

Það Bjarki Sigurðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is  Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Bjarki er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og er kvæntur Laufey Sigurðardóttur.  Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Bjarki Sigurðsson, GO F. 24. apríl 1965 (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (70 ára stórafmæli!!!); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (67 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (62 ára); Lee Westwood, 24. apríl 1973 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 15:00

Tiger staðfestir þátttöku í Players

Tiger Woods mun næst keppa eftir 2 vikur á The Players Championship, sem oft er nefnt 5. risamótið. Mótið fer fram helgina 7.-10. maí á TPC Sawgrass. Woods hefir ekkert spilað eftir að hann varð T-17 á The Masters. Eftir lokahring sinn á The Masters sagði Tiger að hann „ætlaði að taka sér frí.“ Hann hefir bara spilað á 2 öðrum mótum það sem af er keppnistímabilisins, þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð í Phoenix og dró sig úr Farmers Insurance Open.  Sem stendur er Tiger í 106. sæti á heimslistanum. Tiger komst ekki á The Players í fyrra, 2014, vegna uppskurðar sem hann gekkst undir vegna bakverkjarins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 12:45

Evróputúrinn: Julien Quesne efstur í hálfleik China Open – Manassero geysist upp skortöfluna – Hápunktar 2. dags

Það er franski kylfingurinn Julien Quesne, sem leiðir í hálfleik á Volvo China Open. Hann er búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Titleist erfinginn Peter Uihlein og Frakkinn Alexander Levy. Fjórða sætinu deila síðan 6 kylfingar sem allir eru búnir að spila á 5 undir pari, hver; en þ.á.m. er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero. Manassero lék fyrsta hring á 71 höggi en bætti sig um 3 högg á 2. hring og lék á 68. Í viðtali eftir mótið sagði hinn 22 ára Manassero m.a. að móðir hans væri með sér; hún væri lukkudýrið sitt og hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 11:00

Hvað er að tilhugalífi Rory?

Fox sjónvarpsstöðin hefir tekið saman myndskeið þar sem því er velt fyrir sér hvað sé að tilhugalífi nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 09:00

Asíutúrinn: 10 högga sveifa hjá Björn – Unho Park leiðir í hálfleik í Jakarta

Nokkrir evrópskir topp-kylfingar taka þátt í CIMB Niaga Indonesian Masters; þ.e. Lee Westwood og Thomas Björn. Mótið stendur 23.-26. apríl 2015 og fer fram í Royal Jakarta golfklúbbnum, í Jakarta á Indónesíu. Björn leiddi eftir 1. hring á glæsilegum 66 höggum en eftir 2. hringinn í nótt er hann kominn niður í 3. sætið sem hann deilir með 2 öðrum eftir afleitan hring upp á 76 högg; samtals hefir hann leikið á 2 undir pari, 142 höggum (66 76). Westwood er einn í 7. sæti á samtals 1 undir pari, 143 höggum (69 74). Sá sem leiðir mótið í hálfleik er ástralskur kylfingur Unho Park en hann er búinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 02:00

LPGA: Ko byrjar titilvörnina vel!

Ný-Sjálenski kylfingurinn Lydia Ko byrjar titlvörn sína á Swinging Skirts LPGA Classic vel. Hún er efst eftir 1. dag, en forysta hennar er naum. Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Ko lék á 5 undir pari, 67 höggum og trónir í efsta sæti eftir 1. hring. Fast á hæla hennar koma gamla brýnið Julie Inkster, Ha Na Jang frá S-Kóreu og PK Kongkraphan frá Thaílandi; sem allar hafa leikið á 4 undir pari, 68 höggum. Enn öðru höggi á eftir eru bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel, Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, NY Choi og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis, en þær deila allar 5. sætinu (eru T-5) og hafa leikið á 3 undir Lesa meira