Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2022
Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 31 árs í dag. Andri Már er marfaldur klúbbmeistari karla í GHR og hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með frábærum árangri; varð t.a.m. í 2. sæti á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar 2014 . Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson– 31 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason (68 ára); Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (63 ára); Hans Guðmundsson, 26. maí 1961 (61 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Amy Reid – 25. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Amy Reid. Reid fæddist 25. maí 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er LPGA golfkennari, sem m.a. hefir árlega staðið fyrir golfnámskeiðum fyrir fjölskyldur bandarískra hermanna, sem staðsettir eru í Japan, m.a. á Yokota Air base. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert A. Shearer, 25. maí 1948 (73 ára); Donald Albert Weibring Jr., 25. maí 1953 (69 ára); Amy Reid, 25. maí 1962 (60 ára); Melissa McNamara 25. maí 1966 (56 ára); Debbi Miho Koyama, 25. maí 1968 (54 ára); Einar Guðjónsson, 25. maí 1971 (51 árs); Christian Nilsson, 25. maí 1979 (43 ára); Rafael Cabrera-Bello, 25. maí 1984 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru Bill Haas og Nick Dougherty. Báðir eru fæddir 24. maí 1982 og eiga því 40 ára stórafmæli í dag. Haas gerðist atvinnumaður í golfi 2004 eftir að hafa spilað golf með golfliði Wake Forest háskólans. Bill Haas hefir sigrað 6 sinnum á PGA Tour. Dougherty gerðist atvinnumaður 2001 og sigraði þrívegis á Evróputúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Walter Zembriski, 24. maí 1935 (87 ára); Frosti Eiðsson, 24. maí 1963 (59 ára); Gaui KRistins, 24. maí 1970 (52 ára); Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, 24. maí 1971 (51 árs); Bill Haas, 24. maí 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI); Nick Dougherty, 24. maí 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI); Lesa meira
PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
Þrælskemmtilegu risamóti lauk í gær á Southern Hills golfvellinum í Oklahoma, með sigri hins 29 ára Justin Thomas (skammst: JT). Það sem vakti nokkra athygli var að fjórir ungir, upprennandi kylfingar, sem aldrei höfðu sigrað á PGA Tour voru í forystu mestallt mótið og spiluðu ótrúlega fallegt golf, oft á tíðum. Þetta voru þeir: Mito Pereira frá Chile (27 ára), Will Zalatoris frá Texas (25 ára), Cameron Young frá New York (25 ára) og Matthew Fitzpatrick frá Sheffield, Englandi (27 ára). Pereira var í forystu allt þar til á síðustu holu, þar sem hann fékk tvöfaldan skolla, sem gerði út af við sigurvonir hans. Hann var eftir skrambann á samtals 4 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Olga Gunnarsdóttir, en hún er fædd 23. maí 1968 og á því 54 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Olgu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Olga Gunnarsdóttir (54 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (76 ára); Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (74 ára); Óskar Herbert Þórmundsson, 23. maí 1950 (72 ára); Guðmundur Ingibergsson, 23. maí 1965 (57 ára); Árni Páll Árnason, 23. maí 1966 (55 ára); Ellert Unnar Sigtryggsson, 23. maí 1970 (51 árs); Marina Arruti, 23. maí 1972 (49 Lesa meira
LET: Koivisto sigraði á Jabra Ladies Open
Mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) er Jabra Ladies Open. Mótið fór fram dagana 19.-21. maí 2022 í Evian Resort golfklúbbnum, í Evian-les-Bains, Frakklandi. Meðal þátttakenda var Guðrún Brá Björgvinsdóttir en hún komst því miður ekki gegnum niðurskurð; lék á samtals 8 yfir pari (74 76) og munaði aðeins 1 höggi að hún kæmist í gegn, en niðurskurður var miðaður við samtals 7 yfir pari eða betra. Sigurvegari mótsins var hin finnska Tia Koivisto, en hún hafði betur í bráðabana gegn Whitney Hillier, en báðar voru efstar og jafnar eftir hefðbundinn 72 holu leik. Sjá má lokastöðuna á Jabra Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Geir Gunnarsson – 22. maí 2022
Það er Geir Gunnarsson sem er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Geir er fæddur 22. maí 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan, til þess að óska Hildi til hamingju með stórafmælið Geir Gunnarsson – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963); Geir Gunnarsson, 22. maí 1952 (70 ára); Hildur Gylfadóttir, GK, 22. maí 1971 (51 árs); Sveinberg Gíslason, GK 22. maí 1970 (52 ára); Gwladys Nocera, 22. maí 1975 (47 ára); Elías Björgvin Sigurðsson, 22. maí 1997 (25 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (21/2022)
Einn stuttur úr „Star Wars“ á ensku: What did Obi Wan say to Luke Skywalker before he went out for his round of golf? May the fores be with you Luke.
Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Snorrason – 21. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Sveinn Snorrason. Sveinn var í Golfklúbbnum Keili. Sveinn var fæddur 21. maí 1925 og hefði því átt 96 ára afmæli í dag, en hann lést 3. september 2018. Sjá má minningargrein Golf 1 um Svein, með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Andersen, 21. maí 1964 (58 ára); Manuel Lara, 21. maí 1977 (45 ára); Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (39 ára); Gary Woodland, 21. maí 1984 (38 ára); John Huh, 21. maí 1990 (32 ára); Anaelle Carnet, 21. maí 1994 (28 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og á því 27 ára afmæli í dag. Anna Sólveig er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún byrjaði 9 ára að æfa golf, en var 8 ára þegar hún byrjaði fyrst að prófa. Þótt ung sé að árum á hún langan og farsælan feril í golfinu. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni stúlkna 2013. Árið 2014 spilaði Anna Sólveig á Eimskipsmótaröðinni og var í sveit GK, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ. Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Anna Sólveig var m.a. andlit Smáþjóðaleikanna, sem fram fór á Íslandi. 1.-6. júní 2015. Komast má á Lesa meira










