Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur lauk keppni T-56 á Farmfoods Scottish Challenge
Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni jafn 3 öðrum kylfingum í 56. sæti á Farmfoods Scottish Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (66 77 73 72). Koma varð til bráðabana um sigursætið og háðu einvígið Svisslendingurinn Jeremy Freiburghaus og spænski kylfingurinn Javier Sainz. Javier Sainz sigraði með fugi á 2. holu bráðabanns, meðan Freiburghaus tapaði á parinu. Sjá má lokastöðuna á Farmfoods Scottish Challenge með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 57 ára í dag. Björg er fyrrverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar (2014) og einnig klúbbmeistari klúbbsins 2011. Auk þess hefir hún oftar en ekki hlotið sleggjuverðlaunin í kvennamótum og stendur sig yfirleitt vel eða sigrar í opnum mótum. T.a.m. sigraði Björg í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er í fimm orðum sagt: frábær kylfingur og góður félagi. Björg Traustadóttir (tv.), GFB ásamt Indíönu, GHD (t.h:) á góðri stund. Mynd: Í einkaeigu Björg er gift og á 3 börn og 1 barnabarn. Sjá má viðtal Gofl Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (22/2022)
Einn á ensku: After slicing his tee shot into the woods a golfer heads off in search of his ball, which he finds behind a large tree. After considering his position – and not wanting to take a drop and loose a stroke – he decides to hook the ball around the tree. He swings, the ball hits the tree, ricochets back at him and instantly kills him. When he opens his eyes he sees the Pearly Gates and St. Peter standing before him. „Am I dead?“ he asks. „Yes, my son“ replies St. Peter, who looks the man over and notices his clubs. „I see you’re a golfer“ St Lesa meira
Áskorendamótaröð barna og unglinga 2022 (1): Úrslit
Fyrsta mót tímabilsins á Áskorendamótaröð barna og unglinga fór fram hjá Nesklúbbnum, í dag, 28. maí 2022. Alls voru 62 leikmenn skráðir til leiks og var Nesklúbburinn framkvæmdaraðili mótsins. Sextíu keppendur luku keppni. Úrslit í 1. móti Áskorendamótaraðar barna og unglinga voru eftirfarandi: Hnátur 10 ára og yngri: 1 Þórey Berta Arnarsdóttir NK 50 högg 2 Eiríka Malaika Stefánsdóttir GM 50 högg 3 Elva Rún Rafnsdóttir GM 64 högg 4 Heiða María Jónsdóttir GK 76 högg Hnokkar 10 ára og yngri: 1 Leifur Hrafn Arnarsson NK 48 högg 2 Kolfinnur Skuggi Ævarsson GS 49 högg 3 Hilmar Árni Pétursson NK 53 högg 4 Sverrir Krogh Haraldsson GR 55 högg 5 Máni Gunnar Steinsson NK 56 högg 6 Fannar Davíð Karlsson Lesa meira
LET: Ólafía náði ekki niðurskurði á Mithra Belgian Ladies Open
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefir nú nýlokið keppni á Mithra Ladies Open, í Belgíu. Mótið fer fram í Naxhelet golfklúbbnum, í Wanzen, dagana 27.-29. maí 2022. Ólafía átti afleita byrjun á 2. hringnum í dag; fékk skolla þegar á 1. holu sína í dag (10. holu vallarins) og síðan þrefaldan skolla á 2. holuna (11. holu vallarins) og var þá þegar komin í +4. Henni tókst að taka þetta aðeins aftur á 5. og 7. holu (14. og 16. holur vallarins, en lauk sínum á fyrri 9 í dag með skolla á 9. holu sína (18. holu vallarins). Þá var hún komin í +3 og niðurskurður hefir í dag miðast við Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Gunnars – 28. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Gunnarsdóttir. Jóhanna er fædd 28. maí 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Jóhanna Gunnars – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bob Shearer, 28. maí 1948 (74 ára); Shelley Hamlin, 28. maí 1949 (73 ára); Anne-Mette Stokvad Kokholm , GOB 28. maí 1950 (72 ára); Jóhanna Gunnars, 28. maí 1952 (70 ára); Páll Pálsson 28. maí 1953 (69 ára); Gunnar Bergmann Gunnarsson, GK 28. maí 1957 (65 ára); Michael Charles Brisky, 28. maí 1965 (57 árs); Jeff Gove, 28. maí 1971 (51 árs); Denise Booker, 28. maí 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Kim Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur á +2 á 3. degi Farmfoods Scottish Challenge
Atvinnukylfingurinn úr GR, Haraldur Franklín Magnús tekur þátt í móti Áskorendamótaraðar Evrópu: Farmfoods Scottish Challenge. Mótið stendur 26.-29. maí 2022 og fer fram í Newmachar golfklúbbnum, í Aberdeenskíri, á Skotlandi. Fyrir lokahringinn er Haraldur T-56; búinn að spila á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (66 77 73). Eins og sjá má byrjaði Haraldur virkilega vel á 1. degi (á 66 höggum), en síðan kom 11 högga sveifla milli 1. og 2. dags (77 högg) og á 3. hring í dag spilaði Haraldur á 2 yfir pari, 73 höggum. Í dag, á 3. hring, fékk Haraldur 1 fugl og 3 skolla. Efstur í mótinu, þegar þessi frétt er rituð, er óþekktur Lesa meira
GKS: Siglógolf opnar 5. júní 2022
Sigló golfvöllurinn glæsilegi mun opna 5. júní n.k. Völlurinn, sem að hluta til liggur á landi Skógræktar Siglufjarðar, er sagður koma vel undan vetri. Hann er 9 holu glæsivöllur, hannaður af golfvallararkítektinum Edwin Roald Rögnvaldssyni og opnaði 2018. Þeim sem eiga enn eftir að spila völlinn (og borða marókanskt á Hótel Siglunesi hjá Jaouad Hbib) er bent á að hvorutveggja er svo innilega þess virði að keyra norður á Siglufjörð fyrir og prófa!!! Bóka má á völlinn á heimsíðunni með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Heiðar Ólafsson – 27. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Heiðar Ólafsson. Guðjón Heiðar er fæddur 27. maí 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Guðjón Heiðar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Guðjón Heiðar Ólafsson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Sam Snead; f. 27. maí 1912 – d. 23. maí 2002; Alda Steinunn Ólafsdóttir, 27. maí 1944 (78 ára); Vaughan Somers, 27. maí 1951 (71 árs); Snorri Ísleifsson, 27. maí 1990 (32 ára); Guðjón Heiðar Ólafsson, GK, 27. maí 1997 (25 ára) …. og Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn T-27 e. 1. dag á Mithra Ladies Open
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í Mithra Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET). Mótið fer fram í Naxhelet Golf Club í Wanze í Belgíu, dagana 27.-29. maí 2022. Eftir 1. dag e Ólafía Þórunn T-27, á sléttu pari, 72 höggum, sem er ágætis byrjun! Í efsta sæti eftir 1. dag er Linn Grant frá Svíþjóð, en hún lék á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Mithra Ladies Open með því að SMELLA HÉR:










