
PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
Þrælskemmtilegu risamóti lauk í gær á Southern Hills golfvellinum í Oklahoma, með sigri hins 29 ára Justin Thomas (skammst: JT).
Það sem vakti nokkra athygli var að fjórir ungir, upprennandi kylfingar, sem aldrei höfðu sigrað á PGA Tour voru í forystu mestallt mótið og spiluðu ótrúlega fallegt golf, oft á tíðum.
Þetta voru þeir: Mito Pereira frá Chile (27 ára), Will Zalatoris frá Texas (25 ára), Cameron Young frá New York (25 ára) og Matthew Fitzpatrick frá Sheffield, Englandi (27 ára).
Pereira var í forystu allt þar til á síðustu holu, þar sem hann fékk tvöfaldan skolla, sem gerði út af við sigurvonir hans.
Hann var eftir skrambann á samtals 4 undir pari og varð að sætta sig við að vera jafn í 3. sæti ásamt Cameron Young.
Will Zalatoris og JT voru báðir á 5 undir pari, hvor og þurfti því bráðabana, til að knýja fram úrslit.
Þar hafði hinn reynslumeiri JT betur á 3. holu bráðabanans og innsiglaði með því Wannamaker bikararinn og 2. risatitil sinn.
Áður sigraði hann á PGA Championship fyrir 5 árum síðan, 2017.
Fyrir sigur sinn í mótinu nú hlaut JT 2,7 milljónir bandaríkjadala (eða um 364,5 milljónir íslenskra króna).
Sjá má lokastöðuna á PGA Championship 2022 með því að SMELLA HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi