Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 12:00

GKG: SNAG námskeið hafa slegið í gegn!

Í vetur hefur Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG, staðið fyrir námskeiðum fyrir börn á aldrinum 7-11 ára í Kórnum í Kópavogi. Frítt hefur verið á þessi námskeið þar sem lögð hefur verið áhersla á skemmtilegar skemmtilegar golfþrautir með SNAG og venjulegum kylfum, auk annarar hreyfingar. Þessi námskeið hafa verið á dagskrá annan hvern laugardag frá því í byrjun febrúar. Þetta framtak hefur mælst vel fyrir og hafa börnin og ekki síst foreldrar þeirra skemmt sér vel við að læra undirstöðuatriðin í golfi. Um 30 krakkar mættu á seinasta námskeið og segja myndirnar frá því námskeiði meira en mörg orð. María Guðnadóttir, íþróttakennari og SNAG leiðbeinandi, hefur haft yfirumsjón með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 11:00

Gísli lauk keppni T-22 á Sage Valley

Gísli Sveinbergs, GK,  tók þátt í virtu boðsmóti, Sage Valleys Junior Invitational, sem m.a. nr. 1 á heimslistanum Rory McIloy heimsótti, eins og Golf1 greindi frá í gær. Boðsmótið fór fram í Sage Valley, Graniteville, Suður-Karólínu. Gísli hefir ekkert nema farið upp skortöfluna; eftir fyrsta dag var hann T-31 síðan var hann T-27 og hann lauk leik T-22 af 53 sterkum keppendum, sem teljast verður góður árangur. Gísli lauk leik 9 yfir pari, 225 höggum  (77 73 75) á hinum gullfallega Fazio hannaða par-72 Sage Valley velli, sem ekkert þykir gefa Augusta National eftir, sem er þarna í mikilli nálægð. Til þess að sjá lokastöðuna á Sage Valley SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 10:45

Evróputúrinn: Wu fyrsti Kínverjinn til að sigra á Evróputúrnum … á heimavelli!

Wu Ashun varð í dag fyrsti Kínverjinn til þess að sigra á Evróputúrnum, en það var á China Open, sem var samstarfsverkefni Evrópu- og Asíutúranna…. á heimavelli, í Kína. Wu, 29 ára, sem tvívegis hefir sigrað á Japan Golf Tour kemst nú í hóp þeirra Liang Wenchong og Zhang Lian-wei sem áður hafa sigrað á Evróputúrnum; en Wenchong og Lian-wei sigruðu á öðru samstarfsverkefni Evrópu- og Asíutúranna þ.e.  Singapore Masters, sem fram fór í Singapore. Wu er fyrsti Kínverjinn sem sigrar á Evróputúrnum í Kína þ.e. á heimavelli sínum. Wu lék á samtals á 9 undir pari, 279 höggum (73 66 68 71). Hann átti 1 högg á þá David Howell frá Englandi og Emiliano Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 10:00

PGA: Compton og Day leiða á Zurich Classic þegar 3. hring er frestað vegna myrkurs

Hjartaþeginn Eric Compton og ástralski kylfingurinn Jason Day leiða þegar 3. hring var frestað á Zurich Classic vegna myrkurs. Báðir eru búnir að spila á 13 undir pari, en hvorugur hefir lokið 3. hring. Fjórir kylfingar eru 1 höggi á eftir þeir: Justin Rose, Blayne Barber, David Hearn og Jerry Kelly. Slugger White, varaforseti reglna og keppna á PGA Tour sagði að mótið yrði ekki stytt í 54 holu mót þrátt fyrir miklar tafir vegna rigninga – þetta yrði 72 holu mót og meira ef með þyrfti (bráðabana). Reyna á að klára mótið í dag. Til þess að fylgjast með Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:    

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 04:00

LPGA: Henderson efst með 1 höggs forystu fyrir lokahringinn

Hin 17 ára kanadíska Brooke Henderson barðist gegn snörpum kalifornískum vindhviðum í 72 högga 3. hring sínum á Swinging Skirts LPGA Classic. Hún gæti orðið aðeins 3. kylfingurinn á LPGA til þess að sigra á LPGA fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Hún gæti jafnframt orðið fyrsti kanadíski kvenkylfingurinn til þess að sigra á LPGA frá því að Lorie Kane sigraði árið 2001 á LPGA Takefuji „Þetta var frábær dagur þarna úti. Það voru virkilega erfiðar aðstæður og ég gat samt spilað vel,“ sagði Henderson. „Nokkrum sinnum varð stutta spilið mitt að bjarga mér og ég komst upp með það, sérstaklega fyrstu 16 holurnar.“ Henderson er aðeins með 1 högga forystu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 18:00

4 evrópskar stórstjörnur ekki með á Wentworth

Paul Casey hefir nú bættst í hóp evrópskra stórstjarna sem ekki taka þátt á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA í Wentworth í næsta mánuði. Þeir sem búnir voru að tilkynna að þeir tækju ekki þátt eru þeir Henrik Stenson, Ian Poulter og Sergio Garcia. Skipuleggjendum BMW PGA þykir þetta sérlega súrt í broti þar sem vonast var eftir að helst allir úr sigurliði Evrópu í Rydernum myndu láta sjá sig í mótinu. Góðu fréttirnar fyrir Wentworth mótið eru hins vegar þær að nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy tekur þátt sem og Justin Rose, sem stóð sig virkilega vel í síðasta Masters risamóti og var í lokaráshópnum með Jordan Spieth.  Eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2015

Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 33 ára afmæli í dag. Grégory sigraði 1. september 2013 á ISPS Handa Wales Open. Þetta var 4. sigurinn hans á Evrópumótaröðinni og sá 8. á ferlinum, en Bourdy gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eða fyrir 12 árum. Grégory hefir einnig verið aðalmaðurinn í ýmsum liðakeppnum; þannig lék hann t.a.m. í Seve Trophy á s.l. ári og í Evr-Asíu bikarnum nú í 2014 undir forystu Miguel Ángel Jimenéz. Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilaði á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Karlin Beck (28/45)

Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice. Karlin Beck var ein af þeim 3 heppnu sem unnu bráðabanann og er með fullan spilarétt á LPGA keppnistímabilið 2015. Laetitia Beck og Garrett Phillips Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Snákurinn á Zurich Classic

Það eru ýmis dýr sem heimsækja golfvelli og golfmót og þar eru stórmót engin undantekning. Nú um helgina fer fram Zurich Classic mótið í New Orleans og á 2. degi mótsins varð að fjarlægja stóran snák sem snákast hafði inn á eina golfbrautina. Hér er um svokallaðan black racer snake upp á ensku að ræða (lat. Coluber constrictor priapus). Þessir snákar eru ekki með þeim eitruðustu; þeir lifa aðallega á smærri dýrum sem þeir ráða við s.s. smáeðlum, froskum, eggjum fugla en eru þekktir fyrir að ráðast að fólki til þess að hræða það, ef þeir fara í einhvern varnarham. Starfsmaður Zurich Classic virðist alla veganna ekkert of æstur í að kljást Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 07:00

Sjáið Gísla Sveinbergs í myndskeiði með Rory á Sage Valley!!! Gísli T-27 e. 2. dag

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy heimsótti þátttakendur á Sage Valley Junior Invitational, þ.á.m. Gísla Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem þátt tekur í mótinu. Heimsóknin var hluti Nike kynningar sem fram fór á mótinu og eins brá nr. 1 á léttari strengi og fór m.a. í sjómann við einn unglinginn sem þátt tekur í mótinu, Brad Dalke og tapaði fyrir honum. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Við þetta tilefni (heimsókn Rory á Sage Valley) var smá viðtal tekið við Rory og það fest á myndskeiði. Í myndskeiðinu má m.a. sjá Gísla Sveinbergs, GK, sem einmitt tekur þátt í mótinu í Sage Valley (3:37) Sjá myndskeiðið af Rory og Lesa meira