EPD: Þórður Rafn efstur e. 1. hring Open Madaef mótsins í Marokkó
Þórður Rafn Gissurarson, GR, byrjar vel á Open Madaef atvinnumótinu sem fram fer í Marokkó. GR-ingurinn er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á -4 en hann lék á 68 höggum. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf atvinnumótaröðinni. Þórður er með þriggja högga forskot en þetta er ellefta mótið hjá honum á tímabilinu. Besti árangur Þórðar Rafns er áttunda sætið á þessu tímabili. Fimm efstu á stigalista Pro Golf mótaraðarinnar tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Að auki tryggja þeir sér sæti á öðru stigi af alls þremur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Pro Golf mótaröðin, er einnig þekkt undir nafninu Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Justin Rose?
Svarið við spurningunni virðist svo auðvelt í augnablikinu, Justin Rose er sigurvegari Zurich Classic of New Orleans og er nr. 6 á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims í dag (fer úr 8. sætinu í 6. sætið, eftir sigurinn á TPC Louisiana). En hér er ætlunin að grafa aðeins dýpra eins og venja er í þessum kynningarpistlum um fræga og ekki svo fræga erlenda kylfinga. Justin Rose fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 30. júlí 1980 og er því 34 ára. Justin gerðist atvinnumaður 1998 og spilar bæði á PGA og á Evróputúrnum. Það hæsta, sem hann hefir komist á heimslistanum, er 6. sætið og alls hefir hann verið í 54 vikur Lesa meira
PGA: Hápunktar 4. dags á Zurich Classic – Myndskeið
Justin Rose var á glæsilegum 6 undir pari 66 höggum á lokahringnum þegar hann sigraði á Zurich Classic of New Orleans í gær, 26. apríl 2015. Hann átti 1 högg á Cameron Tringale. Þegar sigurinn var í höfn sagði Rose m.a. eftirfarandi: „Fyrr á árinu leit út fyrir að ómöguleiki væri á að sigra,“ en þar átti hann við þau 3 skipti sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð og að T-37 var besti árangur hans í fyrstu 5 mótum ársins. „Ég er mjög ánægður með að hafa snúið leik mínum við.“ Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hápunkta lokahringsins á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
PGA: Sjáið glæsiás DH Lee
DH Lee átti glæsilegan ás á lokahring Zurich Classic of New Orleans. Ásinn var valinn högg dagsins á lokahring mótsins. Lee lauk keppni T-33, var á samtals 13 undir pari og fór upp um 16 sæti á skortöflunni vegna ássins. Hann var 9 höggum frá sigurvegaranum Justin Rose, en það er aukaatriði þegar ásar eru annars vegar! Sjá má þennan glæsiás Lee með því að SMELLA HÉR
LPGA: Sjöundi sigur Lydiu Ko
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga Lydia Ko sigraði í sjöunda sinn á LPGA í gær eftir bráðabana við Morgan Pressel. Hvorki kanadísk ungstjarna (Brooke Henderson) né bandarísk Solheim Cupstjarna (Morgan Pressel) komu í veg fyrir að Lydiu Ko tækist að verja titil sinn á Swinging Skirts LPGA Classic og er þetta í 2. skipti sem Ko tekst að verja titil á LPGA. Hún er nú sú yngsta á LPGA sem tekist hefir að verja titil á mótaröðinni tvívegis! Hún vann sér inn $ 300.000 (u.þ.b. 41 milljón íslenskra króna), sem teljast verður ágætis 18 ára afmælisgjöf en Ko varð 18 fyrir 3 dögum síðan, 24. apríl s.l. Og Ko vann Lesa meira
PGA: Justin Rose sigraði á Zurich Classic
Það var Justin Rose sem stóð uppi sem sigurvegari á Zurich Classic of New Orleans í Avondale í Louisiana nú fyrr í kvöld. Rose lék á samtals 22 undir pari (69 66 65 66). Á glæsilegum lokahringnum fékk Rose 6 fugla, þ.á.m. þegar hann þarfnaðist þeirra mest á tveimur lokaholunum þeirri 17. og 18. á TPC Louisiana. Í 2. sæti varð Cameron Tringale aðeins 1 höggi á eftir Rose á 21 undir pari og í 3. sæti varð Boo Weekley á 20 undir pari. Jim Herman og Jason Day deildu 4. sætinu á samtals 19 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Ju Young Park (29/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) með fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods, Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn Perrine Delacour, SooBin Kim frá Suður-Kóreu, Sakura Yokomine frá Japan, Sophia Popov frá Þýskalandi og Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Sú fyrsta Lesa meira
GM: Kristófer Karl og Werner sigruðu í Þjarkamótinu
Þjarkamót GM 2015 mót fyrir sjálfboðaliða á vinnukvöldi og annari sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn fór fram á síðasta vetrardag, 23. apríl s.l. og mættu 22 manns í mótið. Leiknar voru 12 holur inná sumarflatir og urðu úrslit þessi: Höggleikur án forgjafar: Kristófer Karl Karlsson, 44 högg eða 2 yfir pari Punktakeppni m/forgjöf: Werner Johnslöv, 25 punkta Guðni S. Óskarsson, 22 punkta Jóhann B. Hjörleifsson, 21 punkt Næstur holu á par 3 brautunum: á 1. holu Kristinn G. Ólafsson, 6,95 m frá holu á 12. holu Bragi Jónsson,m 2,97 m frá holu á 15. holu Snorri Kjartansson, 8,69 m frá holu
Asíutúrinn: Langt fuglapútt Westy á 4. hring Indonesian Masters sem hann sigraði á – Myndskeið
Hinn 42 ára Lee Westwood (Westy) tók þátt og sigraði nú í dag á CIMB Niaga Indonesian Masters á Royal Jakarta golfklúbbnum og er þetta í 3. skiptið sem honum tekst að sigra í mótinu. Westwood lék á samtals 7 undir pari (69 74 65 73) og var jafn Thaílendingnum Nirat Chapchai eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra sem Westy sigraði í. Daninn Thomas Björn varð í 4. sæti á samtals 5 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Indonesian Masters með því að SMELLA HÉR: Eitt af því flottara hjá Westwood var að honum tókst að sökkva fuglapútti á 11. braut Royal Jakarta golfklúbbsins. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Edda Björk Magnúsdóttir – 26. apríl 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Edda Björk Magnúsdóttir. Hún er fædd 26. apríl 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Edda Björk Magnúsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (64 árs); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (54 árs); Clodomiro Carranza, 26. apríl 1982 (Argentínumaðurinn á 33 ára); J.B. Holmes, 26. apríl 1982 (33 ára); Adriana Zwanck, 26. apríl 1986 (29 ára)….. og ….. Laufey Sigurðardóttir, GO, 48 ára Birgir Guðjónsson 32 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira










