Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 09:00

Eftirminnileg flopp-högg Mickelson – Myndskeið

Það eru fáir jafngóðir þegar kemur að flopp-höggum og Phil Mickelson. Hér eru nokkur dæmi eftirminnilegra flopp-högga hans: Meðal eftirminnilegra flopp-högga hans er það sem hann sló á 3. braut Castle Stuart á Scottish Open  2013 – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Eða það flopp-högg sem hann sló á 2. hring Deutsche Bank Championship 2013 á par-3 11. holunni til að bjarga pari. Sjá með því að SMELLA HÉR: Síðan þegar hann sýnir með Roger Cleveland hvernig eigi að slá flopphögg með mann fleygjárnslengd fyrir framan sig – Sjá með því að SMELLA HÉR (og ekki reyna heima!) Svo er það „aftur-á-bak“ högg Mickelson Sjá með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 08:00

Steríótýpur í golfi – Myndskeið

Hér er myndskeið af nokkrum steríótýpum í golfi, þ.e. nokkrar týpur af mönnum þ.e manngerðir, sem sýna af sér  hegðun sem er dæmigerð fyrir þá, en miður uppbyggileg eða skemmtileg fyrir spilafélagana. Það er t.a.m. sá spilafélaginn sem alltaf gleymir að festa settið í golfbílnum. Sá sem talar á teig. Sá sem er alltaf að fá eitthvað lánað hjá spilafélögum sínum o.s.frv. o.s.frv. Ágætt myndskeið og ekki úr vegi að rifja upp hvernig á EKKI að hegða sér á golfvellinum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 19:25

EPD: Þórður Rafn í 4. sæti f. lokahring á Open Madaef

Þórður Rafn Gissurarson, GR, er í fjórða sæti fyrir lokahringinn á Open Madaef atvinnumótinu sem fram fer í Marokkó. Þórður náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring þar sem hann var efstur á -4 en hann lék á 75 höggum +3 í dag. Þórður fékk þrjá skolla á hringnum og lék aðrar brautir á pari. Hann er jafn í fjórða sæti á -1 samtals en franskur kylfingur er efstur á -6 samtals. Þetta er ellefta mótið hjá Þórði á tímabilinu en besti árangur Þórðar Rafns er áttunda sætið á þessu tímabili. Fimm efstu á stigalista Pro Golf mótaraðarinnar tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili – sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 18:45

GA á Al Jazeera

Tumi (Kúld – Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki) , Fannar and Aron here …… tía upp með lituðum golfkúlum þegar ekki er hægt að spila Jaðarinn, vegna snjófergju. Svona er hluti myndskeiðs unnið af Al Jazeera fréttastöðinni, þar sem Golfklúbbur Akureyrar og Arctic Open er kynnt. Líklega finnst þeim í Arabalöndum þetta vera heldur freistandi, allt þetta vatn, kuldi, vindhviður og snjór. Væri þægilegt að fá smá af því í hitasvælunni sem þeir eru í. Skemmtileg kynning á Golfklúbbi Akureyrar þar sem m.a. er tekið viðtal við Ágúst Jensson Sjáið með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 17:20

Sumum eiginkonum er verr við golf en öðrum

Eiginkona Mat Kearney er ekki par hrifin af golfi! Mat þessi Kearney er folk/rock söngvari og má hlusta á hann syngja eitt laga sinna „Nothing left to loose) með því að SMELLA HÉR: Hann setti á Instagram myndskeið til þess að sýna hversu mikið Annie eiginkonu sinni mislíkar við golf og að hann sé að horfa á golf. Hann var líklega að reyna að horfa á lokahring Zurich Classic þegar ósköpin dundu yfir hann. Sjá má videó-ið sem Mat Kearney setti inn á Instagram og sýnir hversu illa eiginkonu hans Annie er við golf með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 17:00

Hvað var í sigurpoka Rose?

Justin Rose sigraði s.s. flestum kylfingum er kunnugt á Zurich Classic í gær. Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka hans: Dræver: TaylorMade R15 (Mitsubishi Rayon Kuro Kage XTS 70X skaft), 9.5° 3-tré: TaylorMade AeroBurner TP (Matrix Ozik 8M3 Black Tie), 15° 5-tré: TaylorMade R15 (Matrix MFS X shaft), 19° Járn: TaylorMade Tour Preferred MB (4-PW; KBS Tour C-Taper 130X sköft) Fleygjárn: TaylorMade Tour Preferred EF ATV Grind (52° og 56°; KBS Tour C-Taper 130X sköft), TaylorMade Tour Preferred EF Tour Grind (60°; KBS Tour C-Taper 130X skaft) Pútter: TaylorMade White Smoke DA-62 Milled Prototype Bolti: TaylorMade Tour Preferred X

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Friðmey Jónsdóttir – 27. apríl 2015

Það er Friðmey Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Friðmey er fædd 27. apríl 1987 og því 28 ára í dag! Friðmey er í Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi. Hún er frábær kylfingur, hefir m.a. orðið klúbbmeistari GL 2006 og 2010. Friðmey er af mikilli golffjölskyldu af Skaganum, en hún er eldri systir Valdísar Þóru Jónsdóttur, sem er einn besti kvenkylfingur Íslands og á auk þess 2 bræður, foreldra, afa og ömmu og jafnvel bræður mömmu hennar og einn bróðir pabba hennar spila öll golf. Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Friðmey Jónsdóttir · 28 ára Innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 15:00

Yao Ming aðeins stærri en Tiger

Samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evróputúrsins China Open, sem fram fór á Tomson Pudong golfvellinum í Shanghaí, lauk í gær með sigri heimamannsins Wu Ashun. Tiger Woods var í Shanghaí, en ekki til að spila heldur í auglýsingaherferð fyrir Nike. Á einni slíkri kynningu á Nike í Shanghaí hitti Tiger Yao Ming og hefir myndin af þeim báðum sem tekin var við það tilefni farið út um allt í golfpressunni. Fyndið er að sjá að Tiger, sem er engin smásmíð 1,85 á hæð virðist eins og smádvergur við hlið Yao Ming, sem er fyrrum körfuboltaleikmaður Houston Rockets . Ming er 2,29 m á hæð!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Sophia Popov (30/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) með fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods,  Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn  Perrine Delacour,  SooBin Kim frá Suður-Kóreu,  Sakura Yokomine frá Japan,  Sophia Popov frá Þýskalandi og  Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Ju Young Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 12:25

John Daly í mál við PGA

Bandaríski kylfingurinn John Daly hefir höfðað mál gegn PGA mótaröðinni, vegna atviks sem átti sér stað fyrir 8 árum síðan. Á Honda Classic árið 2007 stökk kvenkyns áhorfandi fyrir framan tvöfalda risamótsmeistarann (Daly) og hann hélt því fram að hann hafi reynt að stoppa sveiflu sína sem olli því að hann sló fyrir aftan boltann. Við þetta brákuðust 2 rif í Daly og hægri öxl hans fór úr lið og hann átti í margskonar meiðslum út af þessu atviki mörg ár á eftir. „Konan var ekki einu sinni með aðgangsmiða en kom út úr einu húsanna. Það skrítna er að við vöruðum hana við tvívegis (að hann þ.e. Daly væri Lesa meira