Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 10:00

EPD: Þórður Rafn lauk leik í 10. sæti í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í 10. sæti á Open Madaef atvinnumótinu í Pullman El Jadida Royal Golf & Spa, í El Jadida í Marokkó. Mótið stóð frá 26.-28. apríl 2015 og lauk því í gær. Þórður Rafn lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (68 75 77). Margir þekktir kylfingar hafa leikið á EPD mótaröðinn t.a.m Þjóðverjarnir Martin Kaymer, Marcel Siem og Bernd Ritthammer, en sá síðastnefndi er nú nýlega farinn að spila á Evrópumótaröðinni. Til þess að sjá lokastöðuna á Open Madaef mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 07:20

LET Access: Fylgist með Valdísi Þóru í Lugo!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er í þessum skrifuðu orðum að hefja leik á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram í Lugo á Spáni og sagði Valdís Þóra á facebook síðu sinni að staðurinn væri fjarri allri menningu og völlurinn stórfurðulegur! Valdís Þóra átti rástíma kl. 9:20 að staðartíma (þ.e. kl. 7:20 að íslenskum tíma) og var því að fara út nú. Það er vonandi að henni gangi sem allra best!!! Hér má fylgjast með stöðunni í Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 06:59

USGA veldur úlfúð vegna fyrirhugaðra teigmerkja á Opna bandaríska

Mike Davis, framkvæmdastjóri USGA þ.e. bandaríska golfsambandsins olli úlfúð á árlegum fréttamannafundi út af fyrirhuguðum teigmerkingum á Opna bandaríska risamótinu nú í sumar. Þessi fréttamannafundur sambandins er árlegur viðburður þar sem farið er yfir hverju megi búast við á einum af 4 stærstu golfviðburðum ársins, Opna bandaríska risamótinu. Í ár fer mótið fram á Chambers Bay í Washington, í fyrsta sinn, þannig að það er margt sem ekki er vitað um völlinn. Davis lét falla orð sem höfðu sprengiáhrif þegar hann sagði eftirfarandi um völlinn þ.e. að hann: „gefur okkur færi á að hafa teigmerki þar sem við viljum.  Í sumum tilvikum gætum við endað á að setja teigmerkin í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 06:39

Brooke Henderson komst gegnum úrtökumót inn í 1,3 milljóna LPGA mót

Kanadíska golfnýstirnið Brooke Henderson, 17 ára, tók þátt í úrtökumóti fyrir Volunteers of America North Texas Shootout golfmótið, í gær, en mótið er á LPGA mótaröðinni og verðlaunafé þar 1,3 milljóna bandaríkjadala. Henderson vakti athygli á sér í Swinging Skirts mótinu þar sem hún landaði 3. sætinu s.l. helgi. Henderson sem er frá Smith Falls í Ontario Kanada tryggði sér sæti í mótinu eftir 4 stúlkna bráðabana um 2. sætið og þar með farmiða á LPGA mótið Heather Bowie Young vann úrtökumótið með skor upp á 68 högg. Henderson varð s.s. áður segir T-2 ásamt þeim Nicole Jeray, Erica Popson og Portland Rosen og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 06:20

GA: Samstarfssamningur gerður við Lex Lögmenn

Á dögunum undirrituðu Lex lögmenn og Golfklúbbur Akureyrar undir samstarfssamning til eins árs. Er þetta í fyrsta sinn sem Lex lögmenn koma inn sem stuðningsaðilar hjá GA. GA býður þá hjá Lex hjartanlega velkomna. Það er mikill fengur í því að hafa öfluga og góða samstarfsaðila. Mikil tilhlökkun er hjá GA með samstarfið.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 05:38

Dofri og Guðjón Öfjörð með ása

Íslendingar eru að fá ása í golfleik sínum beggja vegna Atlantsála. Hann Dofri fór þannig holu í höggi á Celebration í Flórída. Eins fór Guðjón Öfjörð, GOS,  holu í höggi á Lingfield Park í Englandi. Golf 1 óskar báðum til hamingju með draumahöggin!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Ríkharðsson – 28. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Ríkharðsson, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og á því 30 ára stórafmæli  í dag. Þór er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG).  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið, hér fyrir neðan: Þór Ríkharðsson (Þór t.v. – Kannast e-hv við þennan hægra meginn?) 28. apríl 1985 (30 ára stórafmæli – Innilega til hamingju Þór!!!) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Johannsson, f, 28. ágúst 1931 – d. 1. október 2011; Þorsteinn R. Þórsson, 28. apríl 1960 (55 ára); Stephen Michael Ames 28. apríl 1964 (51 árs); John Daly 28. apríl 1966 (49 ára); Elliði Vignisson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Sakura Yokomine (31/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) með fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods,  Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn  Perrine Delacour,  SooBin Kim frá Suður-Kóreu,  Sakura Yokomine frá Japan,  Sophia Popov frá Þýskalandi og  Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Ju Young Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 12:45

Tiger útskýrir tannuppákomuna

Tiger er ekkert óvanur meiðslum, en ein þau furðulegust eru samt þegar hann ætlaði að koma kærustu sinni, Lindsey Vonn, skíðadrottningu á óvart í Ölpunum og einn ljósmyndarinn sló tönn/tennur úr honum. Nú nýlega á blaðamannafundi útskýrði Tiger nánar hvað gerðist, m.a. vegna allskyns sögusagna sem farið hafa á kreik um atvikið. Skv. Tiger átti tannuppákoman sér stað með eftirfarandi hætti: „Ég leit niður og allir myndupptökugæjarnir voru fyrir neðan mig og hnjánum og á hreyfingu út um allt að reyna að ná myndum vegna þess að hún (Lindsey) var að faðma fólk að sér, óska þeim til hamingju sem voru að koma niður brekkuna ,“ sagði Tiger. „Sumir (keppendur) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 10:00

Sveifla Cheyenne Woods – Myndskeið

Ein af nýju stúlkunum á sterkustu kvenmótaröð heims í ár er frænka Tiger, Cheyenne Woods. Cheyenne er fædd 25. júlí 1990 og er því 24 ára. Hér á Íslandi er hún e.t.v. best þekkt fyrir að hafa verið skólafélagi og í golfliði með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, Íslandsmeistara í höggleik 2014, í Wake Forest. Golf 1 mun verða með kynningu á henni síðar í vikunni í greinaflokknum „Nýju stúlkurnar á LPGA 2015″ Hér er smá forskot á sæluna, en hér má sjá myndskeið LPGA af sveiflu Cheyenne SMELLIÐ HÉR: