Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 10:00

Lydia Ko ætlar að gefa til fórnarlamba jarðskjálftans í Nepal

Nr. 1 á Rolex heimslistanum Lydia Ko hefir gefið út að hún ætli að gefa það sem hún vinnur sér inn á móti vikunnar á LPGA, þ.e. North Texas Shootout til þeirra sem bágstaddir eru eftir jarðskjálftan í Nepal. „Augljóslega tók það mjög á mig þegar ég heyrði af jarðskjálftanum í Nepal,“ sagði þessi unga 18 ára stúlka (Lydia Ko) sem ætlar að gefa tilbaka til þeirra sem minna mega sín. „Við vorum með stóran (jarðskjálfta) í Nýja-Sjálandi líka, fyrir nokkrum árum og hann hafði áhrif á fullt af fólki.  Hann var í Christchurch, sem við köllum Garden City, og hefir enn sama nafn, en það eru enn ummerki um það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 07:00

Anthony Kim á ný á sjónarsviðinu

Anthony Kim var svo sannarlega um tíma einn af bestu ungu kylfingum Bandaríkjanna. Hann sigraði þrívegis á 2 árum og var Ryder Cup stjarna í liði Bandaríkjanna 2008. En hann hvarf af sjónarsviðinu, ekki bara úr keppnisgolfinu heldur hefir ekkert til hans spurst í lengri tíma. Í fyrstu vegna meiðsla en svo þegar ekkert krælaði á honum fóru að berast sögusagnir um aðrar ástæður fjarveru hans úr golfinu; t.a.m. að hann væri bara orðinn leiður á golfi eins og einn vina hans sagði eða hann hefði hætt í golfi til þess að kassera inn stóra summu af tryggingafé. Hver svo sem ástæðan er hefir Kim ekkert spilað á PGA Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 03:30

Nordic Golf League: Ólafur Björn á +1 og Birgir Leifur +7 e. 1. dag í Danmörku

Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG, eru við keppni á móti Nordic Golf League mótaraðarinnar, þ.e. Bravo Tours Open by Visit Tønder mótinu. Leikið er á Rømø Golf Links, í Danmörku. Þátttakendur eru 156 og mótið stendur 29. apríl til 1. maí 2015. Ólafur Björn er T-8 eftir 1. dag þ.e. hann er í 8.-14. sæti mótsins. Ólafur Björn lék á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 3 fugla og 4 skolla á hringnum. Birgir Leifur lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er T-76. Hann fékk aðeins 1 fugl en einnig 4 skolla og 2 slæma skramba. Til þess að fylgjast með stöðunni á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 03:00

LET Access: Valdís Þóra T-8 á sléttu pari – Ólafía Þórunn +2 e. 1. dag á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er T-8 þ.e. í 8.-18. sætinu eftir 1. dag á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni. Leikið er í Augas Santas Balneario & Golf Resort í Lugo, á Spáni og eru keppendur 107 (eða 105 þar sem tvær hafa dregið sig úr mótinu. Valdís Þóra lék á sléttu pari, 70 höggum, fékk glæsiörn á par-5 7. brautinni og einn fugl en síðan því miður líka 2 skolla. Ólafía Þórunn, lék 1. hringinn á 2 yfir pari, 72 höggum og er T-29 þ.e. í 29.-38. sætinu. Ólafía Þórunn fékk 2 skolla og 1 fugl (einnig á par-5 7. brautinni, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 16:45

Calvin Peete látinn 71 árs

Calvin Peete, einn besti þeldökki kylfingurinn fyrir daga Tiger Woods, dó í morgun 71 árs gamall (f. 18. júlí 1943 – d. 29. apríl 2015). PGA Tour gaf ekki upp dánarorsök. Murray Brothers Funeral Home staðfesti að þeir sæju um jarðarför Peete. Peete var sérlega þekktur fyrir högglengd sína og jafnframt nákvæmni dræva sinna, en hann vann 12 sinnum á PGA Tour. Hann var fremstur á PGA túrnum í nákvæmni dræva á hverju ári á árunum  1981 til 1990. Besta ár Peete var 1982, þegar hann sigraði 4 sinnum. Hann vann Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor 1984 og rétt hafði betur en Jack Nicklaus. Peete sigraði á The Players Championship árið 1985 í lék í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Grzebien —– 29. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Grzebien. Hún er fædd 29. apríl 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Anna var eitt af hinum svokölluðu W-7 módelum, sem voru 7 atvinnukylfingar sem þar að auki voru með módelvöxt og unnu fyrir Wilhelmínu módel- skrifstofuna í New York. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Miller, 29. apríl 1947 (68 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (43 ára); …. og …… Gauti Geirsson, GÍ (22 ára) Jóhannes Óli Ragnarsson (33 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Soo Bin Kim (32/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) erumeð fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods,  Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn  Perrine Delacour,  SooBin Kim frá Suður-Kóreu,  Sakura Yokomine frá Japan,  Sophia Popov frá Þýskalandi og  Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Ju Young Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 12:00

Darren Clarke fær liðsauka í Shane Warne, Andriy Schevchenko, Mike Tindall, Kenny Dalglish og Robbie Fowler

Ef bandaríska Ryder Cup liðið hélt að það myndi einungis mæta evrópskum kylfingum þá er Darren Clarke fyrirliði evrópska liðsins með slæmar fréttir. Það mun einnig vera liðsauki frá áströlsku krikkett goðsögninni Shane Warne, sigurvegara Champions’ League Andriy Schevchenko; heimsbikarssigurvegaranum Mike Tindall; margföldum verðlaunahafa í boxi Oscar De La Hoya og Merseyside hetjunni Robbie Fowler. Paul McGinley sagði að Alex Fergusson hefði verið leyni-mentor hans fyrir Gleneagles Ryder Cup-mótið 2014 og Clarke er enginn eftirbátur forvera síns; hann leitar í reynslusjóð Liverpool-arans Kenny Dalglish; mannsins sem leiddi Liverpool til tvöfalds sigurs (deildar-FAbikars) árið 1986, en Dalglish var með í „heimsliðinu“ sem lék undir stjórn Clarke í Icons cup í Dubai Creek. „Kenny (Dalglish) gaf mér nokkuð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 11:15

LET Access: Ólafía Þórunn við keppni á Spáni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í þessum rituðu orðum að hefja keppni á  Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni. Þáttakendur eru 107, þ.á.m. Valdís Þóra Jónsdóttir, sem fór út fyrr í morgun og er að gera góða hluti; er á parinu eftir 15 spilaðar holur og í 7. sæti í mótinu, sem stendur!!! Ólafía Þórunn á rástíma kl. 12:45 að staðartíma (þ.e. kl. 10:45 að íslenskum tíma og fór út fyrir 1/2 tíma). Það er vonandi að Ólafíu Þórunni gangi sem allra best!!! Fylgjast má með Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 11:10

Nordic Golf League: Birgir Leifur og Ólafur Björn við keppni í Danmörku

Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG, eru við keppni á móti Nordic Golf League mótaraðarinnar, þ.e. Bravo Tours Open by Visit Tønder mótinu. Þátttakendur eru 156 og mótið stendur 29. apríl til 1. maí 2015. Ólafur fór Björn út snemma og þegar þetta er ritað hefir hann lokið leik á 14 holum er 1 yfir pari og T-11. Sú staða á þó líklega eftir að breytast því margir eiga eftir að ljúka leik og jafnvel fara út. Birgir Leifur fer út kl. 13:10 að staðartíma (þ.e. akkúrat á birtingatíma þessarar fréttar kl. 11:10 að íslenskum tíma). Til þess að fylgjast með stöðunni á Bravo Tours Open – by Visit Lesa meira