Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 07:45

531 kylfingur keppir í 5 mótum 1. maí 2015!

Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 1/2 ár til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist. 1. maí fagnar landsmönnum hér fyrir sunnan í sól og kulda og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag. Það er 531 kylfingur sem mun munda kylfuna í 5 mótum í dag. Þetta er fækkun um 119 kylfinga í golfmótum frá því 1. maí í fyrra en þá tóku þátt 650 kylfingar en golfmót haldin 1. maí voru líka fleiri eða 7. Af þessum 531 kylfingi sem keppa 1. maí í ár eru 48 kvenkylfingar og eru þær einungis 9%þátttakenda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Perrine Delacour (33/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) erumeð fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods,  Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn  Perrine Delacour,  SooBin Kim frá Suður-Kóreu,  Sakura Yokomine frá Japan,  Sophia Popov frá Þýskalandi og  Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Ju Young Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daði Laxdal Gautason – 30. apríl 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Daði Laxdal Gautason. Daði, sem er í NK er fæddur 30. apríl 1994 og á því 21 árs afmæli  í dag! Komast má á facebook síðu Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Daði Laxdal Gautason (Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sophia Sheridan, 30. apríl 1984 (31 árs) Sjá eldri afmælisgrein um Sheridan með því að SMELLA HÉR: ; Ólöf Agnes Arnardóttir, GO, 30 apríl 1998 (17 ára) ….. og ….. Ingvar Hólm Traustason (61 árs) Elín Guðmundsdóttir (57 ára) Voga Handverk (54 ára) Lopapeysur Og Ullarvörur (35 ára) Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 15:30

LET Access: Valdís og Ólafía náðu niðurskurði á Spáni!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er er enn við leik á 2. hring Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open mótinu þar sem  keppendur eru 108 (eða 104 þar sem fjórar hafa dregið sig úr mótinu. Eftir hringinn verður skorið niður. Valdís Þóra hefir nú rétt í þessu lokið leik en hún lék 2. hringinn á 3 yfir pari, 73 höggum á ansi skrautlegum hring þar sem hún fékk 3 fugla, 4 skolla og 1 árans skramba.  Samtals er hún því á 3 yfir pari 143 höggum (70 73). Ólafía Þórunn er búin að spila báða hringi mótsins á 2 yfir pari, 72 höggum  er semsagt á samtals 4 yfir pari, 144 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 15:00

Þúsundir Íslendinga í golfferðum

Ferðaskrifstofur áætla að um páskaleytið s.l. hafi þúsundir Íslendinga verið í golfferðum. Vinsælustu áfangastaðirnir eru sem fyrr Spánn og áfangastaðir í Bandaríkjunum, sem þekktir eru fyrir góða golfvelli s.s. Flórída. Golfþyrstir kylfingar hér heima lengja þannig golfvertíðina og komast aðeins úr þeim kulda og ótíð undanfarið til að spila á iða-grænum, undurfögrum golfvöllum víða um heim, sem bjóða upp á hlýrri veðráttu. Heimsferðir hafa sem fyrr boðið golfurum upp á staði á borð við Costa Ballena, Montecastillo og Novo Sancti Petri. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin af þeim vinkonum Völu Bjarna, Lísu og Öglu, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnrfirði, sem voru að slaka á eftir golfhringi dagsins á Novo Sancti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 14:45

WGC: Staðan e. 1. hring Cadillac holukeppninnar

Hér má sjá úrslitin eftir 1. umferð World Golf Championships-Cadillac Match Play SMELLIÐ HÉR:  S.s. sjá má eru helstu nöfnin komin áfram þ.e. Rory vann t.d. viðureign sína við Jason Dufner nokkuð sannfærandi 5&4, en Dufner stendur nú í leiðindaskilnaðarmáli við eiginkonu sína Amöndu.. Uppáhald allra Jordan Spieth vann Finnann Mikko Ilonen 4&2, en keppnin er eins og hann sagði annaðhvort að sigra eða fara heim! Dustin Johnson vann Matt Jones 3&1 – Lee Westwood vann Matt Every með minnsta mun…. …. en þetta og fleira má reyndar sjá í stöðutöflunni hér að ofan.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 13:00

Topp 10 högg Tiger – Myndskeið

Hér má sjá myndskeið, tekið saman af PGA Tour, um 10 bestu högg Tiger Woods SMELLIÐ HÉR:  Þar kennir ýmissa grasa; m.a. frábært 4. höggið hans á 14. holu Memorial mótsins 1999, þar sem hann er í flatarkanti og vippar niður á við beint ofan í holu. Næst er sýndur ás Tiger á Greater Milwaukee Open 1996, þ.e. á lokahring þess móts. Næst er síðan 3. höggið á 18. holu EMC World Cup 2001 Svo …. verðið þið bara að horfa á næstu 7 högg þar til kemur að nr. 1  höggi Tiger – Hvað skyldi það eiginlega vera? Hmmm, þetta er eitt betri högga hans, en Golf1 er ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 11:10

Nordic Golf League: Birgir Leifur á 67 á 2. degi í Rømø

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk 2. hring nú fyrir skemmstu á Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Birgir Leifur lék á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum og fékk hann 7 fugla og 2 skolla á hringum. Við þetta glæsiskor flýgur Birgir Leifur upp skortöfluna, en hann var T-76 eftir 1. dag og er nú í 15. sæti mótsins fer sem sagt upp skortöfluna um 61 sæti. Margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum og getur sætistala Birgis Leifs því breytst eftir því sem líður á daginn, en ljóst er að hann er búinn að snúa dæminu við frá slæmu gengi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 10:58

GSG: 1. maí mót í Sandgerði

Það er glæsilegt golfmót sem fram fer 1. maí á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Mótið heitir Bláa Lóns Texas Scramble og eru glæsilegir vinningar. Verðlaun fyrir fyrstu 4 sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par-3 holunum. Verð í mótið er 4.000kr á mann. Veðurspáin er góð og völlurinn kemur vel undan vetri. GSG vill koma því til þátttakenda sem búnir voru að skrá sig að vegna bilunar í tölvukerfi duttu allir út sem búnir voru að skrá sig í mótið og eru þeir beðni að skrá að nýju!!! Með því að SMELLA HÉR: er hægt að komast inn á link á golf.is þar sem hægt er að skrá sig. Einnig er hægt að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 10:30

Kringludagar 30. apríl – 3. maí

Golfdagar í Kringlunni, í samstarfi við GSÍ, hafa hlotið frábærar viðtökur golfunnenda á öllum aldri og eru nú haldnir í þriðja sinn. Á golfdögum, sem standa í ár frá 30. apríl – 3.maí, bjóða valdar verslanir upp á góð golftengd tilboð en hápunktur golfdaga er golfhátíð laugardaginn 2.maí. Þann dag verða fjölbreyttar golfkynningar,ráðgjöf og keppnir í göngugötu Kringlunnar.Golfkennarar gefa góð ráð og afrekskylfingar GSÍ stýra spennandi keppnum. Golfklúbbar og ferðaskrifstofur kynna starfsemi sína. Gestum Kringlunnar býðst að taka þátt í skemmtilegum keppnum þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram heldur bara mæta á svæðið og þátttaka er öllum heimil. Púttkeppni: Keppt verður á tveimur Lesa meira