Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 22:15

GM: Kristján Þór (-4!!!) og Björn Steinbekk sigruðu á Opna 1. maí móti GM og ECCO

Stigameistarinn okkar Kristján Þór Einarsson, GM sigraði á Opna 1. maí GM og ECCO mótinu. Hann lék heimavöllinn á glæsilegum 4 undir pari, 68 höggum!!! Á hringnum fékk Kristján Þór 8 fugla og 4 skolla!!!  Það gerir enginn betur. Stórglæsilegt hjá Kristjáni Þór!!! Aðeins 10 léku á 80 eða þar undir af þeim 190, sem luku leik á Hliðavelli í dag en það voru eftirfarandi kylfingar: 1 Kristján Þór Einarsson GM -5 F 32 36 68 -4 68 68 -4 2 Björn Steinbekk Kristjánsson GR 3 F 35 36 71 -1 71 71 -1 3 Sigurður Bjarki Blumenstein GR 4 F 38 37 75 3 75 75 3 4 Viktor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 21:55

Opna 1. maí mót GM og ECCO – Myndir

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2015

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 14:00

Náungi nær „selfie“ af sér m/Reed

Patrick Reed er einn af umdeildustu ungu nýstirnunum í golfinu. Eftirminnileg eru atvik eins og þegar hann sussaði á áhorfendur á Ryder Cup á Gleneagles 2014. Svo kallaði hann sig eitt sinn einn af 5 bestu kylfingum heims þegar hann var í raun – tæknilega – aðeins einn af 20 bestu kylfingum heims. Síðan voru ásakanir á hann um að hann hefði svindlað og stolið eign samstúdenta sinna meðan hann var enn í háskóla. Hann var ásamt Bubba Watson valinn einn þeirra kylfinga, meðal félaga sinna á PGA Tour, sem þeir myndu síst hjálpa ef hann lenti í vandræðum á bílastæði utan við klúbbhús keppnisstaðar ….. og svona mætti lengi telja. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 12:20

Nordic Golf League: Góður árangur hjá Birgi Leif (T-5) og Ólafi Birni (T-11) í Danmörku

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 5.–9. sæti á Bravo Tours Open sem fram fór fram á Rømø vellinum rétt við bæinn Tønder syðst á Jótlandi. Ólafur Björn Loftsson, sem er úr GKG líkt og Birgir, endaði í 11.–13. sæti. Birgir lék lokahringinn á pari vallar og lék hringina þrjá á +2 samtals (79-67-72). Ólafur Björn lék á +4 samtals (73-76-71) en hann lék á einu höggi undir pari í dag á lokahringnum. Mótið er hluti af Nordic Golf League, eða ECCO atvinnumótaröðinni. Daniel Lökke frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari á -7 samtals en aðeins tveir kylfingar léku undir pari samtals á þessu móti. Þetta er þriðja mótið sem Ólafur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 12:15

LET Access: Valdís T-12 og Ólafía T-23 eftir lokadaginn á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hafa báðar lokið 3. hring á  Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open mótinu á Spáni. Mótið fór fram dagana 29. apríl – 1. maí 2015 og lauk því í dag. Valdís Þóra varð T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með 3 öðrum kylfingum en hún lék hringinn í dag á sléttu pari, 70 höggum. Samtals lék Valdís Þóra á 3 undir pari, 213 höggum (70 73 70). Ólafía Þórunn hélt uppteknum hætti, lék á 2 yfir pari, 72 höggum líkt og fyrri tvo hringi sína. Hún lék samtals á 6 yfir pari, 216 höggum (72 72 72) og varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 12:00

WGC: Staðan e. 2. umferð Cadillac heimsmótsins í holukeppni

Hér má sjá úrslitin eftir 2. umferð World Golf Championships-Cadillac Match Play, m.ö.o. 2. umferð Cadillac heimsmótsins í holukeppni SMELLIÐ HÉR: Og hér eru hápunktar 2. umferðar Cadillac heimsmótsins í holukeppni SMELLIÐ HÉR:  Mörg óvænt úrslit urðu eins oft vill verða í holukeppnum, hvað þá heimsmótum. T.a.m. töpuðu eftirfarandi frábærir kylfingar sínum viðureignum: Adam Scott, Martin Kaymer, Sergio Garcia, Victor Dubuisson, Ian Poulter, Jason Day og Dustin Johnson. Aðrir áttu í vandræðum með sína andstæðinga eins og nr. 1 á heimslistanum Rory, honum rétt tókst að hafa betur gegn Snedeker. Annað var viðbúið eins og t.d. að Jordan Spieth, Henrik Stenson og Justin Rose ynnu sínar viðureignir. Þetta sýnir bara hið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 11:00

Kíkið á Golfdaga í Kringlunni! – Dagskrá

Golfdagar í Kringlunni hófust í gær 30. apríl 2015 og standa til sunnudagsins 3. maí n.k. Fjölmörg fyrirtæki bjóða golfvörur með afslætti og mikið er af golfuppákomum. Má þar t.a.m. nefna púttkeppni, nándarkeppni, keppni um lengsta drævið. Síðan er bryddað upp á nýmæli í golfkeppnum en keppt verður um hverjum tekst að halda golfbolta lengst á lofti. Til þess að sjá dagskránna á Golfdögum í Kringlunni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 10:29

GA: Nýja æfingasvæðið heitir Klappir

Haldin var nafnasamkeppni um nafn á nýja æfingaskýli Golfklúbbs Akureyrar (GA), sem á að taka í notkun næsta sumar. Stjórn klúbbsins bárust fjölmargar tillögur og valin voru fjögur nöfn sem félagsmenn gátu valið á milli. Úr varð að nafnir Klappir fékk flestu atkvæðin og mun æfingaskýli þeirra GA-inga því heita Klappir. Nafnið er bein skýrskotun í Miðhúsaklappir, sem standa fyrir ofan Jaðar og munu blasa við kylfingum við æfingar í Klöppum. Sigurvegari nafnasamkeppninnar er Jón Sigurpáll Hansen og óskar Golf1 honum til hamingju!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 10:00

LPGA: 3 efstar e. 1. dag í Texas

Það eru 3 kylfingar sem eru efstar og jafnar á Volonteers of America Texas Shootout Presented by JTBC. Þetta eru þær Cristie Kerr, Juli Inkster og Sydnee Michaels Þær léku allar á 5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir eru 10 kylfingar, sem allir léku á 4 undir pari 67 höggum, en þ.á.m. eru þær Sandra Gal og Lexi Thompson. Hætt er við að jarðskjálfta fórnarlömbin í Nepal hljóti ekki mikinn fjárstuðning í nr. 1 á heimslistanum Lydíu Ko, en hún var búin að heita því sem hún ynni sér inn á mótinu til þeirra. Hún er í 117. sæti á 4 yfir pari, 75 höggum heilum Lesa meira