15 unglingar við keppni í Finnlandi – staðan e. 2. dag
Fimmtán íslenskir unglingar eru við keppni í Finnlandi á Finnish International Junior Championship, sem fer fram á Cooke vellinum í Vierumäki golfklúbbnum. Keppnin stendur dagana 24.-26. júní og lýkur í dag. Í strákaflokki er Sigurður Garðarsson, GKG að standa sig best er T-4, eftir annan dag á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (77 77). Næstbest af íslensku kylfingunum er Kristófer Karl Karlsson, GM að standa sig en hann er á 11 yfir pari, 155 höggum (79 76) og í 7. sæti. Sigurður Blumenstein GR er T-12 á 14 yfir pari; Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er í 26. sæti á 29 yfir pari (90 79) og Böðvar Pálsson , GR, var ekki alveg Lesa meira
Landsliðshóparnir valdir
Úlfar Jónsson tilkynnti í dag valið á landsliðum Íslands í golfi sem taka þátt á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Úlfar sagði að valið hefði verið erfitt enda mikil samkeppni um sæti í landsliðunum þremur sem tilkynnt voru í dag. Þau eru þannig skipuð. Kvennalandslið: Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GM), Karen Guðnadóttir (GS), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Sunna Víðisdóttir (GR), Þjálfari: Björgvin Sigurbergsson. Liðsstjóri/sjúkraþjálfari: Hulda Soffía Hermannsdóttir. Kvennalandsliðið keppir á Helsingör golfvellinum, sem er einn af þeim elstu í Danmörku. Leikið verður ýmist af fremri og aftari teigum, og er heildarlengd vallarins í mótinu 5361 metri. Mótið fer fram 7.- 11. júlí. Í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sæþór Jensson – 25. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sæþór Jensson. Sæþór er fæddur 25. júní 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu Sæþórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sæþór Jensson (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn, 25. júní 1920 (95 ára); Hrafnkell Óskarsson, 25. júní 1952 (61 árs); Ervin Szalai, 25. júní 1964 (51 árs), Vance Veazey, 25. júní 1965 (50 ára stórafmæli); Paul Affleck 25. júní 1966 (49 ára); David Park, 25. júní 1974 (41 árs ); Hendrik Johannes „Hennie“ Otto, 25. júní 1976 (39 ára) ….. og …… Til Styrktar Ragnari Emil Lesa meira
Evróputúrinn: Kaymer með ótrúlegan fugl á 1. hring BMW Int. Open
BMW International Open fer fram í þessari viku í Þýskalandi. Martin Kaymer er því á heimavelli Hann var með 4 fugla á 1. hring í dag þ.á.m. ótrúlegan fugl, á par-5 9. holunni. Hann lauk hringnum með á pari, 72 höggum. Hér má sjá fugl Kaymer á Instagrami SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá stöðuna á BMW International Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Aron Geir Guðmundsson – 24. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Aron Geir Guðmundsson. Aron Geir er fæddur 24. júní 1995 og er því 20 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu Arons Geirs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Aron Geir Guðmundsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (84 árs); Golfistas de Chile (81 árs); Juli Inkster, 24. júní 1960 (55 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (51 árs) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (43 ára); Ólöf María Jónsdóttir, 24. júní 1976 (39 ára) Louise Friberg, 24. júní 1980 (35 ára) ….. og ….. Galdrasýning Á Ströndum. Golf Lesa meira
GN: Kríumótið n.k. sunnudag!
Kríumót GN og Sparisjóðs Austurlands verður sunnudaginn 28 júní og hefst kl. 10. Leikið verður í einum opnum flokki og verðlaun veitt fyrir: * 1. – 3. sæti fyrir punkta * Besta skor í mótinu * Tvenn námundarverðlaun Hægt er að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:
Rory verður að bæta sig!
Rory McIlroy verður að bæta sig sagði Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu 2014 Paul McGinley. Rory er enn nr. 1 á heimslistanum en Jordan Spieth er að saxa á hann; sérstaklega eftir að hafa sigrað á báðum risamótum ársins það sem af er. „Jordan er að stilla Rory upp við vegg og það getur verið gott fyrir hann,“ sagði McGinley. „Sama hversu vel hann (Rory) er búinn að spila þ.e. varð í 4. sæti á Masters og í 9. sæti á Opna bandaríska, þá hefur hann engu að síður skilið mikið eftir sem hann verður að bæta.“ Spieth, sem er í 2. sæti á heimslistanum er sá eini sem á möguleika til Lesa meira
Kostuðu slæmar flatir DJ risatitil?
Spurningin er hvort flatirnar slæmu á Chambers Bay hafi kostað Dustin Johnson (DJ) Opna bandaríska risatitilinn? Auðvitað ekki svara eflaust margir – það voru jú allir leikmennirnir að spila við sömu aðstæður og þá verður þetta keppni um hver höndlaði erfiðleikana best. Engu að síður ósanngjarnt því styrkleikar manna í golfinu liggja oft í svo ólíkum þáttum. Aðspurður hvort flatirnar hafi kostað hann titilinn var DJ hikandi að taka undir það. Hann sagði flatirnar ekkert hafa verið góðar, hann hafi gert sitt besta til að pútta og reyndar fundist hann ekki hafa verið að pútta illa, það hafi bara ekkert dottið. Hver kannast ekki við það?
Poulter gagnrýnir USGA
Ian Poulter hefir gagnrýnt USGA, þ..e. bandaríska golfsambandið vegna þess að þeir halda því fram að völlurinn þar sem Opna bandaríska fór fram hafi verið í góðu lagi. Á Instagram gagnrýndi Poulter mjög ástand flatanna á Chambers Bay og birti m.a. meðfylgjandi mynd af einni flötinni á Chambers Bay. Meðal þess sem hann sagði í texta var eftirfarandi: „Lítið á myndina. Þetta var yfirborðið sem við urðum að pútta á. Það er skammarlegt að bandaríska golfsambandið hefur ekki afsakað sig fyrir ástand flatanna. Þeir hafa einfaldlega sagt: „við erum ánægðir með ástand vallarins í þessari viku.“ […] „Þetta var ekki slæmur golfvöllur í raun spilaðist hann vel og var leikhæfur. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: David Howell —– 23. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er David Howell. Howell er fæddur 23. júní 1975 í Swindon, Englandi og er því 40 ára í dag. Hann hefir sigrað 5 sinnum á Evrópumótaröðinni á ferli sínum. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912 (hefði átt 103 ára afmæli); Colin Montgomerie, 23. júní 1963 (51 árs); Kári Sölmundarson,GO, 23. júní 1970 (45 ára); Roberto Castro, 23. júní 1985 (30 ára) ….. og …… Snaya. Snædis Thorleifsdottir, Arnór Harðarson 23. júní 1997 (18 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira










