Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 18:30

Fuglastríðið í KPMG-bikarnum skilaði 1 milljón til Reykjadals – Pressuliðið sigraði Landsliðið

Pressuliðið, undir frábærri aðstoðarstjórn Ragnhildar Sigurðardóttur hafði betur gegn landsliðinu í KPMG-bikarnum sem fram fór við framúrskarandi aðstæður á Grafarholtsvelli í dag. Þar áttust við úrvalslið áhuga – og atvinnukylfinga og landsliðin sem valin voru fyrir verkefnin á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Keppendur léku vel við góðar aðstæður og sumarbúðirnar í Reykjadal nutu góðs af því. Keppnisfyrirkomulagið í KPMG-bikarnum er sótt í hefðir Ryderkeppninnar og leikinn var holukeppni. Sex fjórmenningsleikir fóru fram þar sem tveir voru saman í liði og léku þeir einum bolta til skiptis. Fimm tvímenningsleikir fóru fram þar sem tveir kylfingar áttust við. Pressuliðið hafði betur 6 ½ – 4 ½. Fyrir hvern fugl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 18:00

PGA: Tiger með í Greenbriar

Tiger Woods verður með í Greenbriarmótinu, sem er mót næstu viku á PGA Tour og stendur frá fimmtudeginum 2. júlí til sunnudagsins 5. júlí 2015. Spennandi verður að sjá hvernig honum gengur þá, en honum hefir ekki gengið alltof vel undanfarið. Mótið fer að venju fram á Olde White TPC vellinum og þátttakendur eru 150 frá 17 ríkjum – það verða 156 endanlega sem taka þátt, en 2 sæti eru frátekin fyrir þá sem komust á PGA Tour gegnum Web.com Tour Finals. Sá sem er hæst rankaður af þeim sem þátt tekur er Bubba Watson en hann er sem stendur nr. 5 á heimslistanum.  Aðrir hátt skrifaðir kylfingar á heimslistnaum taka þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Catherine Lacoste – 27. júní 2015

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Catherine Lacoste. Catherine fæddist í París 27. júní 1945 og á því 70 ára afmæli í dag. Cat, eins og hún er kölluð er dóttir frönsku tennisgoðsagnarinnar Rene Lacoste, sem stofnaði Lacoste tískuvörufyrirtækið. Móðir hennar er Simone Thione de la Chaume, sem vann breska áhugamannamót kvenna árið 1927, sama mót og Cat vann 42 árum síðar. Cat byrjaði að spila golf í Cantaco Golf Club – sem stofnaður var af foreldrum hennar -í Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi og var fljótlega yfirburðakylfingur í unglingastarfinu þar. Cat varð aldrei atvinnumaður í golfi en sigraði 2 stærstu áhugamannamót í heiminum og þar að auki 1 risamót atvinnukylfinga, US Women´s Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 14:00

Ekki gott að stíga á tærnar á Trump

Skv. ABC News hefir deilan milli Donald Trump og Univision (mexíkönsku fjölmiðlafyrirtæki) harnað eftir að Trump lét falla neikvæð ummæli um mexíkanska innflytjendur. Univision tilkynnti að það myndi ekki sýna Miss America, en fegurðarsamkeppnin er að hluta til í eigu og á vegum Trump. Ekki gott að stíga á tærnar á Trump. Trump hefir nú hafið mál á hendur Univision fyrir óheyrilega upphæð sem gæti sett fyrirtæki á hliðina. Til þess að gera illt verra sendi Trump Randy Faloco formanni Univision bréf þar sem hann bannar öllum starfsmönnum Univision aðgöngu og að spila á Trump National Doral vellinum í Miami.  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 12:00

Cheyenne viss um að frændi hennar verði á toppnum á ný

Cheyenne Woods er viss um að frændi hennar Tiger Woods muni aftur komast á toppinn. „Það er erfitt að horfa á Tiger ströggla, en ég held ekki að það sé nokkuð vafi á því að hann muni aftur verða þar sem hann var og fara að sigra aftur,“ sagði Cheyenne við Golf Channel. „Tiger leggur harðar að sér en nokkur sem ég hef nokkru sinni hitt. Þannig að mér finnst ekki nokkur vafi á því að hann muni snúa aftur (í vinningsgírinn).“ Mark O’Meara, fyrrum félagi Tiger er ekki svo viss um það. „Það er erfitt að skilja það sem hefir komið fyrir hann ,“ sagði O´Meara á fimmtudaginn. „Af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Cabrera-Bello efstur e. 2. dag í Þýskalandi

Það er spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello sem er efstur eftir 2. dag á BMW International Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Bello er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67). Í 2. sæti er Englendingurinn James Morrison á samtals 11 undir pari. Nokkrir þekktir kylfingar komust eins og alltaf ekki í gegnum niðurskurð – það sem e.t.v. vekur mesta athygli er að heimamaðurinn Martin Kaymer komst ekki í gegn. Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 08:00

PGA: Bubba heldur forystu í hálfleik á Travelers

Bubba Watson heldur forystu sinni í hálfeik á Travelers mótinu, sem fram fer á TPC River Highlands í Cromwell Conneticut. Hann er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 129 höggum (62 67). Í 2. sæti eru bandarísku nafnarnir Brian Stuard og Brian Harmann ásamt bandarísk/sænska kylfingnum Carl Petterson. Þremenningarnir eru 2 höggum á eftir Bubba; allir samtals á 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2015

Það er Benedikt Árni Harðarson, GK sem er afmæliskylfingur dagsins.  Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag.  Benedikt Árni er snilldarkylfingur og sérlega góður púttari og hefir m.a. leikið á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Benedikt Árni Harðarson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Áslaug Helgudóttir, 26. júní 1958 (57 ára); Rakel Gardarsdottir, GR, 26. júní 1963 (52 ára); Pamela Wright, 26. júní 1964 (51 ár); Rúnar Már Smárason, 26. júní 1971 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2015 | 14:00

KPMG-bikarinn á morgun – Safnað f. sumarbúðum í Reykjadal

Það verður mikið um að vera á Grafarholtsvelli í Reykjavík á morgun, laugardaginn 27. júní þar sem helstu afrekskylfingar landsins munu etja kappi í KPMG-bikarnum. Þar mæta þrjú landslið sameinuð til leiks í keppni gegn helstu atvinnukylfingum Íslands sem verða í fremstu röð í úrvalsliði atvinnu – og áhugakylfinga. Landsliðin sem mæta til leiks munu nýta þessa keppni til þess að leggja lokahöndin á undirbúninginn fyrir Evrópumót landsliða í karla–, kvenna– og piltaflokki sem fram fara í byrjun júlí. Keppnisfyrirkomulagið í KPMG-bikarnum er sótt í hefðir Ryderkeppninnar og leikinn er holukeppni. Sex fjórmenningsleikir fara fram þar sem tveir eru saman í liði og leika einum bolta til skiptis. Fimm tvímenningsleikir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2015 | 10:00

PGA: Bubba leiðir e. 1. dag á Travelers

Travelers Championship er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer fram á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut. Eftir 1. dag er bandaríski Masters sigurvegarinn 2012 og 2014, Bubba Watson, í forystu á glæsilegum 62 höggum. Öðru sætinu deila 5 kylfingar 2 höggum á eftir Bubba þ.e. allir á 64 höggum en það eru: Keegan Bradley, Seung-Yul Noh, Harris English, Brian Stuard og Jason Gore. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR: